Vísir - 05.12.1977, Qupperneq 9
9
VISIR Mánudagur 5. desember 1977.
hans á fyrsta bekk. Fagnaðar-
sefjun gripur um sig. Frænka
menntamálaráðherrans, sem
hafði komist inn á uppselda
uppsöluhátiðina fyrir kliku,
veinar: Guð, ég þvæ mér ekki i
mánuð! og grætur gegnum ælu-
taumana ilr þjóðskáldinu. ÞUs-
und manns þjóta á fætur:-
Meira! Meira! Bravó!
Einhverra hluta vegna hefur
þessi „framtiðarsýn” svifiö æ
meir á mig undanfariö. Ég er
einlægt að sjá þetta atriði fyrir
mér. Segir sjálfsagt sittum inn-
rætið og subbulegt hugarfarið.
Eða er þetta kannski ósvikin
vitrun?
Verður Megas næsta þjóð-
skáld^lárviðarkrýnt listaskáld
,islensku þjóðarinnar? Nú þegar
hefur einn af menningarrót-
tæklingunum, sem fara svo
hroðalega f. finar teorfutaugar
marxista, skrifað grein i Þjóð-
viljann þar sem hann leggur
til — vitaskuld i fúlustu alvöru,
— að Megas steypi Tómasi
Guðmundssyni af stalli i Aust-
urstræti og taki sess hans sem
opinbert borgarskáld Reykja-
vikur. Hellenisk heiðrikjan yfir
haus Tómasar viki fyrir glott-
andi, anarkisku fési Megasar.
Þeim göða manni sem þessar
vikurnar skrifar Reykjavikur-
bréf Morgunblaðsins rann kalt
vatn milli skinns og hörunds við
tilhugsunina eina.
Til skamms tima var ég einn
þeirra sjaldséðu hrafna sem
létu þetta undarlegasta fyrir-
bæri islenskrar menningar,
Megas, hvorki hrífa sig né
hneyksla. Er seinþreyttur til
hneykslunar og þeirrar skoðun-
ar að léti maður allt fyrirlitlegt
og einskisvert sem veröldin
framleiðir hneyksla sig þá væri
það fullt starf.
Með þessu á ég ekki við aö
Megas og verk hans séu fyrirlit-
leg og einskisverð. öðru nær.
En eftir fyrstu plötu hans,
skemmtilega hráa og ófyrir-
leitna, fór hann einhvern veginn
fyrir ofan garð og neðan. Nú
bregður hins vegar svo við að
fjórða platan, A bleikum nátt-
kjólum, þar sem hann nýtur
einkar frjósamrarsamvinnu viö
Spilverk þjóðanna, tekur hlust-
andann með þviliku trompi að
hann á varla til önnur lýsingar-
orð en „snilld”. Megas er meira
að segja farinn að heyrast i
óskalaga- og vinnulagaþáttum
ömmu á Skúlagötunni, „alvar-
legur menningardómara ” eins
og Ólafur Jónsson skrifar lof-
gjörð um verkið, og mikill part-
ur þess virðulega pöpuls sem
Megas einatt glottir að og gri'n-
ast með i söngvum sinum
stendur upp og tekur ofan.
t skilningsrikri grein sinni i
Dagblaðinu spyr Ólafur Jónssonj
„Er hann (Megas) ekki eigin-
lega einasta umtalsverða ljóð-
skáld sem hér hefur rutt sér til
rúms á siðasta áratug eða svo? ”
t þessu spurningamerki felst
að visu dálitið hik. Og ég held að
þetta mætti betur setja fram
með öðrum hætti. Með þessari
hljómplötu verður sumsé i
fyrsta skipti á Islandi til veru-
lega marktækt verk, — við get-
Frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur
í kvöld , mánudaginn S.
desember verður haldinn al-
niennur félagsfundur á Hótel
Loftleiðuin (Leifsbúð). A fund-
inum ætla formaður og varafor-
maður klúbbsins að segja frá
Englandsferðinni á RAC rallyið
en þeir komu til landsins á
fimmtudaginn var. Fundurinn
hefst kl. 20.00 og er opinn öilum
bilaáhugamönnum . i Rally-
Crossbrautinni hefur litið verið
unnið vegna veðurs, en ætlunin
varað hefla hana nú um helgina
og ætti þá að vera hægt að notá
hana eftir að frystir. Skrifstofa
klúbbsins verður opin á mið-
vikudagskvöldið eins og venju-
lega, en hún er að Laugavegi
166, og sfminn er 22522. Eru
ntenn eindregið hvattir til að
nota sér þann tima og koma eða
hringja. Einnig skal bent á að
félagsfundir verða aðeins einu
sinni i mánuði framvegis, þ.e.
fyrsta mánudag hvers mánaðar
en þeirra verður jafnfrámt getið
i mánudagsgreinum klúbbsins i
VIsi eins og venjulega.
Það er algjör óþarfi að láta flugur angra sig í fríinu -
heima eða erlendis.
Takið Shelltox flugnafæluna með í sólarlandaferð-
ina - og losnið þannig við óþægileg kynni af
framandi skorkvikindum.
Fæst á afgreiðslustöðum Shell.
OliufélagiÖ Skeljungur hf
Shell
um bara notað orðið listaverk —
i alveg sérstökum listmiðli,
miðli sem virðist æ méir sækja
inn á yfirráðasvæði bókarinnar,
þ.e. hljómplötunni.
Hér er stórt tekið upp i sig og
rétt erað taka fram, til að forða
misskilningi, að ég á við þann
plötuiðnað sem tiltölulega ung-
urer hérlendis og miðar við al-
mannasmekk, dægurlög, popp
o. þ.h. músik, en ekki útgáfu
klassiskrar tónlistar, leikrita,
ljóðalesturs 0. s. frv. á plötum.
Megas er nefnilega ekki ljóð-
skáld i' venjulegum skilningi.
Þar af leiðandi getur hann ekki
talist „eina umtalsverða ljóð-
skáld sem hér hefur rutt sér til
rúms á sfðasta áratug eða svo.”
A meðan önnur skáld hafa miðl-
að verkum sinum gegnum
pappi'rinn eins og skáld hafa
gert frá aldaööli hefur Megas
„raðað sér undir merki raf-
magnsins” eins og hann
sagði einu sinni, — lagt rækt við
miðilsemskáldá Islandi hafa
ekki viljað eöa kunnaö að nota
að marki hingað til. A hljóm-
plötu Megasar fallast t-in þrjú
— texti, tóniist og túlkun — i
faðma með þeim hætti að ekkert
t-anna getur án annars verið.
Texti Megasar einn og nakinn á
blaði er ekki ljóð. Laglina hans
ein og sér er ekki tónlist. Og
túlkun hans á þessu tvennu er
svo persónuleg og einstök, að
það væri hjárænulegt grin ef að
öðru leyti ágætir söngvarar eins
og Kristinn Hallsson, Ragnar
Bjarnason eða Pétur i Póker
reyndu að flytja verk Megasar.
Þetta verður ekki rökstutt.
Menn verða uð hlusta .
A bleikum' náttkjólum er i
minum huga fyrsta meistara-
verk hins nýja miðils popp-
hljómplötunnar hér á landi.
Rétt er að geta þess að það er
engin tilviljun að þetta skuli
Megasi takast i félagi við Spil-
verkið, sem á undan honum hef-
ur ásamt skilgreindu afkvæmi
sinu, Stuðmönnum, lagt meir að
mörkum en nokkrir aðrir til
þess að popphljómplatan geti
orðið að gildum listmiðli hér-
lendis. Vanþroski hljómplötu-
iðnaðarins hér hefur að veru-
legu leyti átt rætur að rekja til
þess að fyrrnefndu t-inþrjú hafa
til skamms tima ekki myndað
jafnvæga. samstæða, persónu-
lega heila.
Ekki er að efa að margt gott
fólk hristirhausinn yfir þvi sem
að ofan stendur. Enn um sinn
verður þess trúlega langt að
biða að „framtiðarsýnin” rætist.
Megas ógnar ekki Tómasi i
Austurstræti eða fastagestum i
heiðurslaunaflokki listamanna-
launa. Um hriö er þess vart að
vænta að penir borgarar rauli
hjartnæman söng hins veröandi
þjóðskálds er þeir „leita sér
innan Ut staðar”, eins og segir I
Hávamálum: „en þar gái ég
mér á lókinn með göfgina i sái-
inni
ahhh
gulireru straumarþinirhland
mitt i skálinni”.
Ef slikt gerðist afturámóti og
frænka menntamálaráðber.ra
sæi sér akk i þvi að notfæra sér
aðstöðu sina til að komast inn á
Megasarhátiðarsamkomu i Há-
skólabiói, þá er ekki ótrUlegt að
um leið lokist fyrir þá maka-
lausu kirtla sem framleiða
söngva meistara Megasar.
— AÞ
ITT
LITSJÓNVARPSTÆKI
ITT sjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfi.
VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu
er tengt ljós. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög
viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum.
ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir
og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT.
ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan
lit og skarpleika myndar.
ITT er búið sjálfvirku öryggi.sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan ferupp eða
niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu,
og fer það ekki í gang aftur fyrr en spennan er orðin eðlileg. Þetta kemur
í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist.