Vísir - 05.12.1977, Page 7

Vísir - 05.12.1977, Page 7
VISIR Mánudagur 5. desember 1977. 7 James Caan tók \ hestana framyf- ir eiginkonuna Kvikmyndaleikarinn James Caan (37 ára) og kona hans Sheila (25) eru nú skilin að borði og sæng og frúin hyggst sækja um lögskilnað. Aðalorsökin er sú að Caan hefur gengið erfiðlega að sitja heima og leika heimilisföður. Hans uppáhaldsskemmtun er að temja ólma hesta og fara á hestamannamót sem þeir i Ameriku kalla „Rodeo”. Islend- ingar kannast við það úr sjón- varpi og kvikmyndum. Þar eru menn settir upp á y .....1 ■ Umsjón: óli Tynes r ) trylltar truntur, eða jafnvel naut, og sá vinnur sem getur hangið lengst á baki. Þátttakendur verða lika að leysa ýmsar aðrar þraut- ir, svosem snara kálfa og binda þá. Sheila segir að það sé henni að kenna að þau eru nú að skilja. Hún elski hann ennþá en henni sé ómögulegt að búa meö honum. Hún hefur ekkert gaman af hestamannamótum og Caan haföi slæma samvisku yfir að skilja hana eftir heima. Hann spurði hana þvi jafnan i afsökunartón hvort henni væri sama þótt hann færi. ,,Og mér fannst það gefa mér Caan og Sheila með Scott Andrew. rétt til að öskra og láta eins og versta gribba”, segir Sheila. Hatar samkvæmi Það var Caan sem öskraði og lét eins og versti rusti þegar hún sagði honum að hún vildi skilnað, og ætlaði að flytjast að heiman meö soninn Scott Andrew, sem er rúmlega ársgamall. Þau skildu þó sæmilega frið- samlega og Sheila kveðst vona að þau eigi eftir að eiga mörg stefnu- mót. Vinir þeirra hjóna segja að það hafi verið hrossaást Caans sem einkum olli skilnaðinum. „Þegar hann átti fri vildi hann helst vera i gallabuxum, með bjórdós i hendinni og hanga ásamt vinum sinum i kringum hesthúsin”, segir einn vinur þeirra. „Sheila vildi aftur á móti taka þátt i samkvæmislifinu, uppá- klædd og fin. Henni likaði ekki við vini hans sem töluðu um hesta, hugsuðu um hesta og lyktuðu eins og hestar”. James Caan aftur á móti hatar formleg samkvæmi og fer ekki i slikt nema tilneyddur. Þarna er töluvert breitt bil á milli og það reyndist semsagt óbrúanlegt. Gamli kjóllinn hennar j mömmu Jackie Onassis veit ekki aura sinna tal, en þó virðast henni öðru hvoru detta i hug að það sé best að spara svolitið. Caroline dóttir hennar og Kennedys heitins for- seta, er nú orðin svo stór að hún getur gengið i fötum mömmu sinnar — sem hún og gerir. Það er hreint og beint ótrúlegt hversu minnugir tiskudálkaslúðr- ararnir geta verið a föt. Þegar Caroline, þann 26. ágúst á þessu ári kom i samkvæmi i Regnboga- herberginu i Rockefeller Center, gripu þeir andann á lofti: „Ooooooooooooooh ÞESSI kjóll.” Daginn eftir stóð i blöðunum að Caroline hefði veriö i sama kjóln- tim og mamma hennar var i fimmta júni 1972, þegar hún eyddi kvöldi i Kennedy listamiðstöðinni i Washington. Blaðamennirnir voru ekki bein- linis að hneykslast á þessu, (hvi i fjáranum skyldu þeir lika gera það?), en alla vega skyggöi þetta á allt annað sem gerðist i Regn- bogaherberginu þetta kvöldiö. „Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði i samræmi við æðislegan hjartslátt minn. I óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna/ sem fallið höfðu fyrir hendi nas- ista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár minútur. Ef við hefðum farið rétt að< táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju/ sem nasistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mfnútur eftir. Égtók eftir að ég var farinn að rif ja upp# hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein minúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áöur en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða", segir Evening News i London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", segir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúm- sjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér, hvað haf i eiginlega orðið af hinum gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slikar sögur. Ég spái því að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans uppgötva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í landinu núna". — Þetta er sannkölluð háspennu- bók! GUNNAR SÖNSTEBY mmm HiA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.