Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 8
8
Mánudagur 5. desember 1977. VISIR
HREVnil
SÍMI 85522
Opið allan sólarhringinn
Bensin-og vörusala við Fellsmúla opin frá
kl. 7.30-21.15.
Leigjum út sali til funda- [ og veisluhalda,
dansleikja ofl. o.fl.
HREYFILL FELLSMÚLA 26
ÚTGERÐARMENN
BREMSUBORÐAR A TOGSPIL
AVALLT FYRIRLIGGJANDI.
STILUNG HF
Skeifan 11
simar
31340-82740
MEISTARARNIR
OG MIÐLARNIR
Prúöbúnir menningarvitar og
pelsklæddar frúr, jafnt sem at-
vinnukommar og kúlturróttækl-
ingar sitja i Háskólabiöi. Sviöið
blómum skreytt. Sparisvipur
prýðir andlitin. Söfnuðurinn ris
úr sætum og fagnar þjóðskáld-
inu með dynjandi lófataki þegar
það slangrar inn i fermingarföt-
um með svart lakkrisbindi. Það
hefur upp dúnmjúka raust sina,
fislétta, ffnlega. Syngur sina
ástsælu, alkunnu söngva og lýð-
urinn hyllir ástmög þjóðarinn-
ar.
En skáldið lætur sér ekki
bregða. í miðjum söng á hinu ó-
dauðlega ljóði Paradisarfuglin-
um er eins og innlifunin beri
skáldið ofurliði:
„Afsakiði,”
syngur skáldið,
„meðan að ég æli,
meðan að ég
meðanað ég æli”.
Og fyrr en varir er þjóðskáld-
ið farið með fingurna oní kok og
gusan stendur yfir mennta-
málaráðherra og fylgdarlið
Raatikko-flokkurinn í fullu fjöri
Dansa Sölku Völku
Ballett um Sölku Völku
verður sýndur á Stóra
sviði Þjóðleikhússins á
miðvikudaginn 7. desem-
ber n.k. Finnski dans-
flokkurinn Raatikko
kemur hingað til lands
með þennan ballett, sem
nýlega var frumsýndur í
Helsinki, og auk þess
ballettinn Fólk án valds,
sem sýndur verður á
morgun 6. desember.
Raatikko-f lokkurinn
þykir bera með sér alveg
nýtt yfirbragð, þó að
bæði sé byggt á klassískri
hefð og nútímaþjálf un
hins frjálsa dans. Flokk-
urinn hefur hlotið mjög
góða dóma, bæði í Finn-
landi og í Sviþjóð, þar
sem hann sýndi nokkra
dansa sinna. Raatikk-o-
flokkknum er spáð mik-
illi frægð og tilboðum er
tekið að rigna yfir flokk-
inn, sem var algjörlega
óþekktur fyrir 2-3 árum.
Leikdansinn Salka
Valka er byggður á sögu
Halldórs Laxness. Höf-
undur er Marjo Kuusela,
en hann samdi einnig
hinn dansinn sem flokk-
urinn kemur með hingað
Fólkán valds. Þetta verk
er byggt á frægu skáld-
verki Vainö Linna og
fjallar um þjóðfrelsis-
baráttu Finna.
—SJ