Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 23
VISTR
Mánudagur 5. desember 1977.
23
Hringiö isíma 86611
lukkanl3og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14/ Reykjavík.
D
C
Er stórfelldum framkvœmdum
ó Grundartanga stefnt í voða?
Nýjustu fréttir frá Skandinavíu uggvœn-
legar og ótvírœðar: stálframleiðslan
hvarvetna á glðtunarbarmi
1 fyrravetur, er sföasta hrinan
stóö sem hæst um fyrirhugaöa
Málmblendiverksmiöju á
Grundartanga, barst mér bréf frá
vini minum, norskum blaða-
manni sem hafði fylgst meö
framvindu þessara mála i
islenskum blöðum. Taldi hann
slikar framkfæmdir ,,óðs manns
æöi” ef samþykktar yrðu, svo
sem horfur væru á þessum mál-
um i Noregi og Sviþjóð.
Sendi ég VÍSI greinarkorn i tii-
efni þessa sendibréfs, sem birtist
þar á sinum tima. Þar var m.a.
tekiö fram að norski blaöamaður-
inn varaöi Islendinga eindregiö
við öllu samstarfi viö Elkem-
Spigerverket, sem einmitt væri
að reyna að draga á land það sem
hægt væri undan fyrirsjáanlegum
voða, i framleiðsluháttum og
samstarfið við Islendinga gæti
verið einn liðurinn i þeirri
björgunarstarfsemi, Elkem i hag
en á kostnað íslendinga. — Þessi
norksi blaöamaöur sem er mjög
kunnugur staðháttum hér, hefir
dvalið hér og les mál vort, réði
íslendingum heldur til að ganga
til samstarfs með tiltekinni
vopnaverksmiðju i Noregi, ,,til að
svala stóriðju-starfsþörf sinni”.
Hún framleiddi einmitt vopn og
flugvélahluti fyrir NATÓ með á-
kjósanlegum öruggum hagnaði
og NATÓ-þjóðin Island ætti ekki
siðurkröfuá slikum hlunnindum.
Framundan einungis
um björgunarstarf að
ræða
Nú hefur að undanförnu dregið
til tíðinda i þessum málum er blöð
á Norðurlöndum gera nákvæma
grein fyrir stöðu stál- og járn-
blendi iðnaðarins. Allar fréttir
bera nú með sérað staða og horf-
ur í þessum málum séu i svo
miklum öldudal, aö engu tali tek-
ur.
„Við verðum að skera niður
stálframleiðsluna”, segir Bjart-
mar Gjerde, iðnaðarmálaráðh.
Noregs i Dagblaöinu i ósló' 10.
nóvs.I. Hún gleypir ótaldar millj
ónir (norskar) þessi vonlausa
HÍT.bætirhann við. Og ennfrem-
urleggurráðherrannáherslu á aö
birgöir hrannist upp, eftirspurn-
insé á þrotum, - og um ófyrirsjá-
anlega framtið sé vart raunhæft,
sem geti bent til aukinnar eftir-
spurnar á þessari framleiðslu.
Hann gerir nokkra grein fyrir
þeim miklu fjármunum sem
norska rikisstjórnin hafi ekki
komist hjá að veita til aö styrkja
„rekstursgrundvöll” þessarra
fyrirtækja i Noregi. Lengra geti
norska stjórin ekki gengið, og nú
verði Stórþingið að taka við, en
framundan sé einungis um björg-
unarstarf að ræða, að sinu mati.
Og það er ekki bara norska
rikisstjórnin, sem neyðist til að
gripa til opinberra ráöstafana
fólkinu til hjálpar sem aö stáliðn-
aðinum starfar: Hægri stjórn
ThorbjörnsFeldinsi Sviþjóð hefur
heldur ekki komist hjá þvi að
gripa til þess óyndisúrræðis að
beita hér opinberum neyðaráð-
stöfunum, svo ekki sé fastar að
orði kveðið.
Nefndareru stál- og járnblendi-
verksmiðjur, sem um áratugi
STAÐALL ER TIL UM
STÆRÐIR ÍBÚÐA
Vegna bréfs sem birtist I Visi
laugardaginn 26. nóvember sl.
um stærð ibúða, hefur Visir
fengið frá Iðnþróunarstofnun
Islands þær upplýsingar að til sé
staðall sem nota eigi við að
reikna flatarmál og rúmmál
bygginga.
Staðall þessi kveður á um
hugtök og skilgreiningar flatar-
og rúmmálsreikninga i bygg-
ingum. Settar eru fram reglur
um hvernig eigi að meta hin
ýmsu hugtök. Til grundvallar
þessum útreikningum liggja
byggingaleyfisteikningar og
skeikar þar hvergi meira en 5
cm. I staölinum er þó ekki tekin
afstaða til þess i hvaöa tilgangi
skilgreind flatarmál og rúmmál
eru notuð.
Visir vill þvi ráöleggja hús-
kaupendum sem eru i vafa um
stærðir ibúða að leita til Iðnþró-
unarstofnunarinnar um sér-
fræðihjálp.
hafa skilað prýðilegum arði og
jafnvel verið „bjargvættir” heilla
byggðarlaga en segi nú stöðugt
upp starfsfólkinu og séu senn
óstarfhæfar.
Sjá fram á atvinnuleysi
„Viðþorum ekki aðhugsa fram
itimann” segja þeir hjá hinni há-
reistu Stavanger Stol, þar sem
vinna i dag 800 manns. An rikis-
styrks sem hlýtur eins og nú er
komið að verða að mynda
rekstursgrundvöllinn er verk-
smiðjan óstarfhæf. Verkamenn-
irnir, og starfsfólkið yfirleitt, sér
ekki einungis framá atvinnuleysi
en þeir sjá einnig fram á þann
óhugnanlega möguleika að þeim
verði einnig „kastað út” úr
ibúðarhúsnæði verksmiðjunnar
og út á götuna. Og þannig er
ástandið viðsvegar á athafna-
svæöum stál- og járnblendiver-
anna i Noregi, má m.a. lesa i
Dagblaðinu i Osló 12. nóv. s.l.
Verkafólkið er heltekið von-
leysinu og þorir ekki að hugsa til
þess sem framtiðin ber i skauti
sfnu. Iðnaðarmálaráðherra
landsins Bjartmar Gjerde segir:
Nú verður Stórþingið að taka við
ográðafram úrvandaþessa fólks
sem stáliðnaðurinn er að setja út
á kaldan klakann. Rikisstjórnin
getur ekki gengið lengra. Ýmsar
óhugnanlegar tölur lætur ráð-
herrann hafa eftir sér þvi til stað-
festingarað járnblendiiðnaðurinn
i Noregi sé þegar kominn á
heljarþröm,ogengarhorfur áþvi
að úr muni rætast á næstunni.
,,Stöðva hjólin”
Sem dæmi má nefna um þetta
óhugnanlega ástand i stáliðnaöi
Noregs að um miðjan nóvember
má lesa i norskum dagblöðum
skrá yfir nokkur helstu járn-
blendiverksmiðjur i Noregi sem
þegar hafi gefið um þaö yfirlýs-
ingu aö þau verði að „stóðva hjól-
in” og hætta öllum framleiðslu-
rekstri ef rikið hlaupi ekki undir
bagga meö rekstrinum innan viku
i miklum mun rikara mæli en
verið hefur. Og fyrir okkur
Islendinga er kannski hvað mikil-
vægast að meðal þeirra fyrir-
tækja sem þarna eru talin er ein-
mitt Elkem Spigerverket sem i
dag myndar undirstöðuna undir
Járblendiverksmiðju á Grundar-
tanga i' Hvalf iröi eftir þvi sem ég
best veit.
Hér að framan hefur aðeins
verið drepiö á helstu atriðin í
þessum málum, eins og þau horfa
viö nágrannaþjóðum vorum.
Égheld að það væri nú ekki úr
vegi að þeir forráðamenn fram-
kvæmdanna á Grundartanga i
Hvalfirði kynntu sér bessi mál
rækilega á Noröurlöndum, áöur
en lengra erhaldið út i óvissuna i
hinum stórfelldu framkvæmdum
þar efra, já og með Elkem'
Spigerverket sér við hliö, til
trausts og halds.
Stefán Þorsteinsson
Herjólfur siglir alla daga nema miðvikudaga, en lesandi segir það
koma sér illa, ef veður leyfir ekki flug.
Herjólfur þyrfti að
sigla ó miðvikudögum
G. hafði sambandi:
Um daginn var ég staddur i
Véstmannaeyjum og svo illa
vildi til að veður leyfði ekki flug
þegar ég hafði ákveðið að fara
þaðan. Það var á þriðjudegi.
Beið ég allan miðvikudaginn
eftir þvi aö veður lagaðist en svo
fór að ég var veðurtepptur i
Eyjum fram á fimmtudags-
morgun, og tók þá fyrstu ferð
þaðan, sem var Herjólfur til
Þorlákshafnar.
Ætlaði ég mér það reyndar á
miðvikudagsmorgun, en komst
þá að raun um að hann hreyfir
sig ekki úr höfn i Eyjum þá
daga. Siglir skipið alla daga
nema miövikudaga. En þetta tel
ég að komi sér mjög illa bæöi
fyrir Vestmannaeyinga sjálfa
og svo aðkomufólk sem þarf aö
komast fljótt aftur, að ef ekki er
flugveður t.d. á þriðjudag og
miðvikudag, er engin ferð fyrr
en á fimmtudag. Heyrði ég
óánægjuraddir i Eyjum vegna
þessa, og er það von min að úr
þessu verði bætt meö einhverj-
um ráðum.
BRUNE
RAKATÆKI
Á heimili/ skrifstofur, skóla o
víðar.
Heilsa og vinnugleði er mikið
undir andrúmsloftinu komin.
Okkur líöur ekki vel nema að rak-
inn í loftinu sé nægilegur, eða 45-
55%. Loftið á ekki aðeins að vera i
réttu hitastigi heldur einnig réttur
raki.
Raki er nauösyn.
~r|Vl"' - „Ml----
SBtSfrUS-"*
-Sem rvi,c„.
la.
Það bætir heilsuna, varnar þurrki á húsgögnum.
Það vinnur gegn rafmagnsmyndun i teppum.
Tækið vinnur hljóðlaust og dreifir rakanum rétt.
Það vinnur með eðlilegri uppgufun vatns,
en það sprautar ekki vatni i herbergin.
and-l
t aðf "áÉL- •*UN«
j Ég óska eftir upplýsingum um BRUNE
rakatæki
unnai ónMemöon /i.f.
Nafn
Heimili
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlKÍ
Il