Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 22

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 22
22 Mánudagur 5. desember 1977. LANGHOLTSSÖFNUÐUR ORÐINN 25 ÁRA ÞAKIÐ AÐ KOMAST Á NÝJU KIRKJUNA Starfsemi Langholtssafnaðar hefur um árabil verið 1 safnaðarheimiiinu við Sólheima, en nú styttist I það að kirkjan verði fullgerð. Unnið er nú að smfði þaksins. — Visismynd: JEG Smiði Langholtskirkju i Reykjavik gengur hægt og sig- andi. Um þessar mundir er unn- iö að þvi að smiða kirkjuþakiö en það er talsvert langt þangað til kirkjan verður fullgerð. Aldarfjórðungur er nú siðan starf hófst i Langholtssöfnuði i Reykjavik. Starfsemi þessa safnaðar hefur alla tið verið blómleg fé- •lagsstarf. Kvenfélag, bræðrafélag, kirkjukórog æskulýðsfélag hafa verið hornsteinar safnaðarlifs- ins. Auk þess var barnastúka i tiu ár og nær áratug hafa A.A.- samtökin sett svip á safnaðar- starfiö, og hafa nú fjóra fundi i viku i safnaðarheimilinu. Starfað er einnig á vegum Kvenfélagsins að fótaðgerð og hársnyrtingu fyrir aldraða vikulega. En bibliulestrar og félags- námskeið hafa verið flesta vetur á vegum bræðrafélagsins. Söfnuðurinn á nú eitt hið myndarlegasta safnaðarheimili og þótt þar séu þrir samkomu- salir og auk þeirra nokkur fund- arherbergi má segja að allt þetta húsnæði sé fullnýtt hverja stund. Langholtskirkja var upphaf- lega ætluð miklu stærri söfnuði en Langholtssöf.nuður er nú orð- inn eftir skiptingar og breyting- ar á þessu 25 ára timabili. „Nú er verið að setja þakið á kirkjuna. Má telja bestu af- mælisgjöfina, ef safnaðarfólk alR tæki nú saman höndum til að ljúka kirkjubyggingunni en til þess þarf myndarlega söfn- un. Það yrði ekki erfitt, ef allir væru með, til að gera þetta átak. Þá yrði við Sólheima ein merkilegasta menningarstofn- un kirkjulegs starfs hér i borg”, segir i frétt frá söfnuðinum. Prestar Langholtssafnaðar eru sr. Arelius Nielsson og sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Sá fyrrnefndi hefur starfað hér frá stofnun safnaðarins, hinn siðarnefndi i 14 ár. Organisti kirkjunnar er Jón Stefánsson, kantor. i wmm Nokkur ungmenni skemmta sér við að spila „Púkk”. N la r u 9 ge1 |t í la menn púkkið! — gamla íslenska spilið „púkk" gefið út úsamt spilareglum Nú geta menn „lagt i púkkið” i alvöru, þvi komið er á markaðinn gamla islenska spilið ,,Púkk”. Það er Fri- merkjamiðstöðin sem gefur það út. Forráðamenn f yrirtækisins 3 ■' I t RANAS FiaArir Eigum úvallt fyrirliggjandi fjaðrir í flestar gerðir Volvo og Scania vörubifreiða. útvegum fjaðrir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefónsson Sími 84720 tjáðu okkur, að fjölskyldur, sem á annað borð þekkja „Púkk”, spili það um hver jöl, en spilareglurn-' ir hafi á siðari árum verið nokkuö á reiki. Frimerkjamiðstöðinni hafi þvi þótt mál til komið að endurvekja þetta skemmtilega spil, og fékk hún Harald Guð- bergsson, teiknara, til aö hanna Púkk-dúk og umbúðir.t kassanum eru einnig spil og spilareglur, sem nokkurn tima tók að hafa upp á. „Púkk” er peningaspil, að sumu leyti ekki óskylt „póker”, en margir nota hins vegar kaffi- baunir eða eldspýtur I stað spila- peninga. ,,Púkk” kostar 1980 krónur út úr búð. -4ÍSJ. BLAUPUNKT LITSJÓNYARPSTÆKI BOSCH framleiðsla 20"22"og 26" skermar • BLAUPUNKT SJÓNVÖRP ERU EFTIRSGTT VEGNA GÆÐA • BLAUPUNKT sjónvörp BÚA YFIR BESTU KOSTUM SJÓNVARPA § BLAUPUNKT sjónvörp hafa ÞVÍ ALLA ÞÁ K0STIf SEM AÐRIR AUGLÝSA AÐ VIÐ HÖFUM IKKI AUGLÝST • BLAUPUNKT LITSJÓNVÖRP ER EINFALD- LEGA VEGNA ÞESS, AÐ VIÐ HÖFUM EKKI GETAÐ ANNAÐ MIKILLI EFTIRSPURN mncii <S%)2:ekmn k.f. nVinsamlegast sendið mér | myndalista og verð á | Blaupunkt litsjónvörpum Nafn: SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVÍK I Heimili- w I framhaldi af atvinnuskýrslum: Borgarstjóri ú fundum með forsvarsmönn- um atvinnu- veganna „Það er óhætt að segja að þessir fundir hafa verið mjög árangursríkir”, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson i sam- tali við Visi I gær. Borgarstjóri hefur að und- anfórnu haldið fundi með forsvarsmönnum atvinnu- veganna i framhaldi af At- vinnuskýrslu sem komin er út. „Þessir fundir eru komnir nokkuð langt á veg”, sagði borgarstjóri. „Þeir hafa ver- ið langir og viða hefur veriö komið við á þeim, en á þessu stigi er ekki mögulegt að greina frá þvi sem þar hefur komið fram. Borgarráð hefur óskaö eft- ir þvi i þessum samtölum að fulltrúar atvinnuveganna skili áliti á skýrslunni til borgarráðs og eru þær að berast inn þessa dagana”. —GA Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.