Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagurinn 16. desember 1977 3 Yfir 30 tonn af jóla- glaðning til útlanda Tekið ó móti bréfum og bögglum fram að helgi en byrjað að bera út ó mónudag ,,Við erum búnir að senda frá okkur um 30 tonn af jólaglaðn- ingi til útlanda það sem af er þessum mánuði” sagði Kristján Hafliðason i bögglapóststofunni i Hafnarhvoli er við náðum tali af honum f gær. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur — enda erum viö orðnir vanir vinnunni og undir það búnir að taka til hendi þegar jólaönnin hefst” sagði hann. „Það eina sem hefur viljaö tefja fyrir okkur er að margir ganga illa frá pökkunum sinum og þegar á að fara að handleika þá hrýnja út margir pakkar merktir Jóa og Stinu — pabba og mömmu. Þetta þurfum við siðan að laga og koma aftur á réttan stað en þaö getur orðið erfitt þegar margir pakkar opn- ast i einu. Allt í lagi ef veðriö helst gott Þá er þó nokkuð um að fólk merki illa pakkana sina þannig aö erfitt er að finna út hvort á þeim stendur Akranes eða Akureyri. Þetta er þaö eina sem tefur okkur, og svo að sjálfsögðu veðráttan. En hún hefur verið okkur hlið- holl að undanförnu og ef hún helst það góð fram að jólum, að hægt verði að fljúga til allra staöa á landinu er hægt aö tryggja það nokkurnveginn að bögglapóstur út á land sem kemur til okkar fyrir helgi kemst á réttan stað fyrir jól”. Byrja að bera út eftir helgi Við fengum aö vita það á bréfapóststofunni, að þar yrði eins og á bögglapóststofunni tekið á móti fram á laugardags- kvöld. Póstur sem kæmi fyrir þann tima kæmist út fyrir jól en byrjað yrði að bera út jólapóst- inn hér i Reykjavik og nágrenni á mánudaginn kemur. Aftur á móti er ekki öruggt að jólakveðjur sem berast eftir helgi komist til skila fyrir jól. Jólakveðjur til Norðurlanda þurfa að berast i siðasta lagi i dag en aftur á móti er þegar orðið of seint aö senda bréf og böggla sem þurfa að fara til annara landa ef þau eiga að komast til viðtakanda fyrir hátiöar. —klp— Pétur hœtt- ir hjó Um- ferðarróði „Astæðan fyrir uppsögn minni er sú að um næstu áramót tek ég viö framkvæmdastjóra- starfi hjá Félagi isienskra iðn- rekenda”, sagði Pétur Svein- bjarnarson I samtali við VIsi. Pétur hefur verið fram- kvæmdastjóri Umferðaráðs frá stofnun þess árið 1969. Hann fékk leyfi frá starfi þar I eitt og hálft ár meðan hann veitti iðn- kynningunni forstöðu. Starf framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs hefur verið auglýst laust til umsóknar. Hjá Félagi islenskra iönrek- enda mun Pétur annast fram- kvæmdastjórn skipulags- og fræðslumála. —SG Jarðgöngin um Oddskarð opnuð fyrir bílaumferð Jarðgöngin um Oddskarð hafa verið opnuð tii umferðar þótt formleg vigsia hafi ekki farið fram. Göngin eru 626 metra iöng og liggja um 80 metra undir yfirboröi jarðar. Visir ræddi viö Einar Þor- varðarson umdæmisverkfræð- ing Vegagerðar rikisins og sagði hann að byrjað hefði verið aö vinna við göngin vorið 1972. Verkið hefur þvi tekið rúm fimm ár og er heildarkostnaður 300 milljónir króna. Einar sagði að ef allur kostnaður væri færður til verölags i dag færi hann vafalaust upp i 600 milljónir. Breidd gangnanna er 4,30 metrar. Þegar búiö verður að leggja bundið slitlag á akbraut- ina um göngin næsta sumar verður breidd hennar 3,20 metr- ar og útskot eru á tveim stöðum. Hurðir eru við báða enda og þvi hægt að halda hita inni i þeim og koma þannig i veg fyrir svellbólstra og klakaströngla. Aðalverktaki var fyrirtækiö Gunnar og Kjartan hf. á Egils- stöðum. Vegurinn um Oddskarð lá i um 700 metra hæð og lokaöist jafnan i snjóum. Göngin eru i 620-630 metra hæð og verður mun auðveldara aö halda vegin- um að göngunum opnum yfir veturinn heldur en á leiðinni yfir skarðið. Er þetta þvl mikil sam- göngubót fyrir Austfiröinga og þá ekki sist Norðfiröinga sem lengi hafa beöið þessarar stund- ar. —SG Bókinum SETBERG ABBA Hljómsveitin sem slær ö.« met í vinsældum. Þetta er bókin um sænsku hljóm- sveitina ABBA — sem braust til heimsfrægðar. í bókinni er frásögn í máli og fjölmörgum myndum af lífi þeirra og starfi fyrr og nú. Eignist bókina um ævintýralegan feril þeirra. Kvikmyndin um þau verður jólamynd í Austurbæjarbíó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.