Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 5
Polanski ívarðhald og geð- rannsókn Roman Polanski kvik- myndaleikstjórinn frægi, mun sæta varöhaldi með- an hann gengst undir geð- rannsókn en hann hefur játað að hafa haft kyn- mök við þrettán ára stúlku. Hinn 44 ára gamli leikstjóri var úrskurðaöur i allt að 90'daga gæsluvarðhald, meðan geð- rannsóknin stendur yfir, en hún byrjar á mánudaginn. Polanski fér i fangelsið i dag. Akæran gegn Polanski var upphaflega i fimm liðum. Þar á meðal nauögun, ósiðsamlegt framferði gegn unglingum und- ir lögaldri og fyrir að hafa gefið ungu stúlkunni fikniefni að loknu ljósmyndapartii i húsi leikarans, Jack Nicholson, sem var að heiman þegar þetta skeði i mars i vor. En fallið var frá hinum ákæruatriðunum, þegar Polanski játaði sig sekan um kynmök við stúlkuna. Viða er jólahugur kominn i fólk, enda rétt rúm vika til jóla. A liótel Waldorf Astoria i New York var mikið um dýrðir hjá börn- unum i vikunni á jólaskemmtun þar sem útbýtt var jólagjöfum frá Barnaspitalanum I New York. Þar var staddur Terence Cooke kardináli og erkibiskup af New York, sem sést hér á myndinni bregða á gaman við börnin og setja upp sinn allra siöa- vandasta svip meðan drengurinn virðir hann fyrir sér i gegnum sjónauka, sem hann fékk i jólagjöf. Þessir tveir áhrifamenn i Austurlöndum nær tefla þessar vikurnar völdum sin- um og áhrifum i hættu til þess að reyna að komast að samkomulagi um lausn deil- unnar þar — T.v. Menachem Begin, forsætisráðherra, t.h. Anwar Sadat Egyptalands- forseti. Hittast Sadat og Carter? Viðrœður Begins, forsœtisráðherra ísraels, og Carters Bandaríkjaforseta hefjast í dag Fundur Menachem Begins, forsætisráð- herra israels með Cart- er Bandarikjaforseta hefst í hvíta húsinu i dag, en þar er talið, að Begin muni leggja fram nýjar tillögur til lausnar deilunni i Austurlönd- um. Það hefur ekkert verið látið uppi um erindi Begins við Carter, en hann fór mjög óvænt iram á skyndifund með Bandarikjafor- seta núna um siðustu helgi, og mun snúa strax heim aftur á morgun. En flestir ætla, að israelski for- sætisráðherrann hyggist skýra fyrir Bandarikjaforseta, hvernig tsraelsstjórn ætlar að svara heimsókn Sadats Egyptalands- forseta til Israels á dögunum og koma til mðts við friðarumleitan- ir hans. — Bandarikjastjórn hefur lagt mjög fast að tsrael að reyna til hins ýtrasta að ganga á móts við óskir Egypta og Araba. Bandariksir embættismenn, sem standa i nánum tengslum við tsraelsstjórn, segja, að hjá henni hafi orðið veruleg hugarfars- breyting eftir heimsókn Sadats til tsraels. tsraelsmenn séu jafnvel farnir að hugsa til þess að sleppa hendi af einhverjum hernumdu svæðanna. Fundur Begins og Carters stendur vafalaust að einhverju leyti i sambandi við fyrirhugaða ferð Carters forseta til sex landa um áramótin. Hann mun þá m.a. heimsækja Saudi Arabiu (3. janú- ar). Kominn er upp kvittur um, að Sadat Egyptalandsforseta muni bregða sér um sama leyti til Saudi Arabiu og hitta Carter að máli. Kardináli í jólaskapi VTSIR Fimmtudagurinn 15. desember 1977 Skattar hœkka í Bandaríkjunum — en lífeyrisgreiðslur þrefaldast um leið Bandarikjaþing afgreiddi i gær, siðasta mál fyrir þinghlé og jóla- leyfi, frumvarp, sem felur i sér mestu skatlahækkun I sögu USA. Frumvarpið sem fjallar um fé- lagsmál og tryggingar, gerir ráð fyrir 227 milljón dollara nýjum sköttum á næstu tiu árum. Carter forseti fagnaði sam- þykkt frumvarpsins og sagði að það mundi bjarga ellilifeyris- tryggingum frá gjaldþroti. — Hann boðaði að i kjölfar þessa frumvarps mundi um 100 milljón manna fá lifeyri sinn þrefald- aðan. Carter sagði á blaðamanna- fundi i gær, að hann teldi þetta eitt mesta framfaramál, sem hann hefði nokkru sinni beitt sér fyrir. Hann kvað lagabreytinguna leiða til hækkunar ellilifeyris um 33 milljóna manna, til hækkunar örorkulifeyris, ekknalifeyris, barnalifeyris og sjúkrapeninga aldraðra. Samkvæmt nýju lögunum mun maður með 17.700 dollara tekjur á ári greiða rúmlega 1.000 dollara i skatta, en það eru 106 dollurum meira en á þessu ári. Forsetinn kvaðst hafa átt ,,mjög gott” ár með þinginu, þar sem demókratar, flokksbræður hans, eru i meirihluta i báðum deildum Þingið hefur afgreitt yfir 200 ný lagafrumvörp á siðustu tólf mánuðum. Þó tókst honum ekki að fá þing- ið til þess að samþykkja ráðstaf- anir hans i orkumálum, eins og hækkun skatta á hráoliu og verð- hækkun á jarðgasi, en það voru tvö veigamestu atriðin i orku- frumvarpi Carters, sem hann hafði sett á oddinn. Sprengja í kaffihúsi Einn maður beið bana og 32 særðust (26 þeirra franskir hermenn), þegar handsprengju var varpað inn á gangstéttarkaffihús í Djibouti i gærkvöldi. Franska setuliðið í Dji- bouti varð að halda sig inn- an skála meðan lögregla og herlið leitaði dyrum og. dyngjum, að tilræðismann- inum i gærkvöldi og í nótt. Frakkar hafa 3.500 manna her- lið i landinu að beiðni heima- manna, bæði til að aöstoða við uppbyggingu hers hins nýja rikis og til að vernda sjálfstæði þess, meðan nágrannarnir, Eþiópia og Sómalia, deila um Ogaden-svæð- ið. GÓLFTEPPI fró Skotlandi •' ý v RYA-ULLARGÓLFTEPPI fermetirinn með undirlagi aðeins kr. 5.750,- 100% NYLONGÓLFTEPPI fermetirinn með undirlagi aðeins kr. 1.975,- Opið til kl. 10 e.h. í kvöid WELCO h.f. (Verslanamiöstöðinni w horni Nóatúns og Hátúns) Hótúni 4, simi 24277 Sonur Kýpurforseta á valdi rœningja Óvist er, hvort hinn 21 árs gamli sonur Kýpurforseta er enn lifs i dag, en runninn er út fresturinn sem ræn- ingjar hans gáfu. Þeir höfðu hótað að drepa Achilles Kypri- anou liðsforingja, ef stjórnin yrði ekki við kröfum þeirra fyrir kl. 22 i gærkvöldi um að sleppa öllum pólitisk- um föngum. Þeir munu einkum hafa haft i huga Eoka-félaga, sem dæmdir hafa verið eða sitja i fangelsi og biða dóms. Um leið munu þeir hafa krafist sakaruppgjafar handa hinum, sem enn fara huldu höfði. Spyros Kyprianou forseti efndi til skyndifundar i gær með stjórninni og yfirmönnum lög- reglu og hers. Eftir fundinn var skorað opinberlega á ræningj- ana að ihuga hversu alvarlegt athæfi þeirra væri og sleppa gisl sinum. Siðar birtist Mimi eiginkona Spyros, i sjónvarpi og grátbað ræningjana um að sleppa syni hennar. Liðsforingjanum var rænt á miðvikudagskvöld. Tveir menn i stolnum leigubil höfðu heim- sótt hann i herskálana við rætur Torodos-fjalls (um 32 km frá Nicosiu). Þegar þeir höfðu gabbað hann frá vörðunum, neyddu þeir hann með sér i leigubilinn. Nokkrir liðsmanna samtaka Eoka-b afplána langa fangelsis- dóma, og aðrir biða dóms. Vitað er um ellefu EOKA-menn sem handteknir voru i vikunni ákærðir fyrir fjögur morð. EOKA-b telur sig arftaka EOKA-hreyfipgarinnar, sem Makarios erkibiskup stjórnaði upp úr 1950 i deilunni við Breta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.