Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 31

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 31
31 Er ekki nœr » að f œkko ó ríkisjötunni? Eyjaskeggi skrifar: I öllum fjölmiðlum þessa lands er mikill barlómur hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem fjármálaráðherra og fulltrúar hans óskapast yfir að endar nái engan veginn saman hjá fjár- málaspekingum þeim er standa að samsetningu fjárlagafrum- varpsins fyrir næsta ár. Mun það engann furða — en mig langar til að spyrja: Hefur ekki alloft verið talað um sparn- að i rikisrekstrinum? Ég held að ég svari því sjálfur með því að benda þessum háu herrum, sem sifdlt eru að tönglast á spamaði, að alltaf streymir fólk til vinnu i rikis- báknið, og í flestum tilfellum til að þjóna meiri skriffinnsku og framkalla meira pappirsflóð. NU hefur heyrst að 14 nyir tollverðir verði settir á Reykja- vikursvæðið. Hvað á að gera við þennan fjölda?...Hefur smygl aukist?... eða hefur of lftið fundist?...og hvað kostar þetta rikiskassann á mánuði. Væri ekki nær að minnka skriffinnskuna og pappirsflóðið og fækka á ríkisjötunni. Þá gæti svo farið að fleiri færu i önnur störf eins og t.d. I fiskiðjuverin og þyrfti þd ekki að flytja inn vinnukraft frá öðrum löndum. Þarna mundi sjálfsagt spar- ast drjúgur skildingur af okkar dýrmæta gjaldeyri, og væntan- lega mundum við sleppa við mörg af þeim vandamálum sem sumar af nágrannaþjóðum okk- ar hafa haft af innfluttum vinnukrafti.... Að spó í þéttbýlið A.F. sendi okkur þetta bréf: Stefnan i landbúnaðarmálum sem ríkisstjórnir og pólitisk öfl hafa markað undanfarna ára- tugi hefur reynst reikul og óábyrg. Beitthefur veriö taum- lausum áróðri fyrir stækkun búa og hóflausri notkun erlends fóðurbætis. Hvorki ráðunautar nébændur virðast hafaáttað sig á þeirri staðreynd að innflutt fóðurblanda er i raun og, veru dulbúinn innflutningur á erlend- um kjöt- og mjólkurafurðum sem bændur einir verða nú að súpa seyðið af. Það er meinleg villa i málefn- um landbúnaðarins að skilja ekki þá sögulegu staðreynd að landbúnaður á Islandi getur bæði notið vinsælda og óvin- sælda virðingar sem óvirðingar — fer það eftir framleiðslu- magni búvöru á hverjum tima. Sé framleiðslumagnið mikið eru kjöt og mjólkurafurðir bæði óholl og rándýr fæða sem menn ættu að sniðganga heilsu sinnar vegna. Sé framleiðslumagnið litið eða val i lágmarki, mynd- ast biðraðir við sölustaði eftir spurnin vex og margfaldast, og hver og einn kappkostar að hamstra sem mest af þessari ljúffengu, ódýru og hollu fæðu sem jafnvel prófessorar i læknisfræði ráðleggja aumum lýð að neyta sem mest af. Bændur þurfa að kunna að spá iþéttbýlið ekkisiður en iveðrið. * MONSIEUR LANVIN Herrasnyrtivörur Rakarastofan FIGARO Póstsendum Iðnaðarhúsinu Hallveigastig 1. Simi 15434. SÍÐUMULA 30 • SIMI: 86822 TOmSTUnDnHUSIÐ HF Stœrsta leikfanga- verslun landsins Brúðuvagnar Brúðukerrur Brúðukörfur Brúðurúm Brúðuvöggur Rugguhestar Þríhjól Spyrnubílar Stignir bílar HJA OKKUR FÁIÐ ÞÉR EITTHVAÐ FYRIR BARNIÐ, UNGLINGIN OG ÖLDUNGINN ATH. VIÐ PÓST- SENDUM HVERT Á LAND SEM ER! TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi ÍM-Reqfcíauifc s=21901 r <4 é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.