Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 13
visib Föstudagurinn 16. desember 1977 13 HLAUT 16 ÁRA FANGELSISDÓM Kveðinn hefur verið upp dómur i Sakadómi yfir Einari Hirti Gústafs- syni, er skaut unnustu sína til bana við Rauðhóla þann 15. ágúst. Einar var dæmdur í 16 ára fangelsi, en frá refsingunni dregst gæsluvarðhald hans í 121 dag. Þá var Einar dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og skotvopn hans gert upptækt. Að niðurstöðu þessari stóðu tveir af þremur dómurum máls- ins, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson, en einn dómenda, Halldór Þorbjörnsson, sem var formaður dómsins, greiddi sér- atkvæði. Það var þess efnis að hann teldi hæfilega refsingu vera 12 ára fangelsi, en var að öðru leyti sammála niðurstöðu dómsins. —SG Hafnfirðingar kveikja á jóla- tré á sunnudag Á sunnudaginn 18. des kl. 16:00 verður kveikt á jólatré þvi sem Frederiksberg, vipabær Hafnarfjarðar i Danmörku hefur gefið Hafnarfjarðarbæ. Jólatréð er staðsett á Thors- plani v/Strandgötu. Athöfnin hefst með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Aðalræðismaður Dana Ludvig Storr afhendir tréð, og Þór- oddur Guðmundsson skáld, for- maður Norræna félagsins i Hafnarfirði tendrar ljósin. Bæjarstjóri Kristinn Ó. Guðmundsson veitir trénu við- töku. Að lokum syngur Karlakórinn Þrestir. Winther vinsælustu og beztu þrfhjólin Verð frá kr. 7.000 Varahlutaþjónusta. M Hækka má sætin, ekkert bak, komast sjálf af og á Verð frá kr. 7.000,- Spitalastig 8, simi 14661, pósthólf 671. Listaverkakort eftir Höllu Haraldsdóttur Soroptim istaklúbbur Kefla- víkur hefur gefiö út nýtt lista- verkakort eftir Höllu Ilaralds- dóttur og nefnist það vinátta. Þetta er þriðja kortið eftir sama höfund sem klúbburinn gefur út. Agóðinn rennur til tækjakaupa á sjúkrahús Keflavikur. Kortið verður til sölu á bókaverslunum víða um land. Kristmann Magnússon for- stjóri Pfaff (tv) afhendir Ósk- ari Guðnasyni þvottavélina. Gaf blindra- félaginu Candy þvottavél 1 tilefni þess að Candy þvottavélar hafa verið seldar hérlendis i 10 ár ákvað Pfaff hf. að gefa Blindrafélaginu Candy 250 þvottavél. Við gjöfinni tók Óskar Guðnason framkvæmdastjóri Blindravinafélagsins. Hann lét þess getið að hér hefði hist vel á, þar sem verið væri að ganga frá nýju þvottahúsi i Blindraheimilinu að Hamra- hlið 17. Hins vegar átti eftir að kaupa þvottavél og hefur Blindrafélagið góða reynslu af Candy þar sem það hefur not- að eins slika siðan 1969. A þeim 10 árum sem Pfaff hefur selt Candy þvottavélar hérlendis hefur fyrirtækiö selt tæplega 15.500 vélar. Hefur Pfaff tvivegis fengið viður- kenningu frá Candy verk- smiðjunum fyrir góða sölu, enda á nú fjórða hver fjöl- skylda Candy þvottavél. Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. - PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER. penni er lífstíðareign. PARKER eftirsóttasti penni heims. j 2 2 2 S (0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.