Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 16.12.1977, Blaðsíða 9
w ______ VISIR Föstudagurinn 16. desember 1977 y Heimiliö aö Sólheimum og margt fleira ,/Þetta er enn á til- raunastigi hjá okkur", sagði Arnþrúður Sæ- mundsdóttir, forstöðu- kona heimilisins á Sól- heimum í Grímsnesi í samtali við Vísi. Á Sól- heimum hefur nú um nokkurt skeið verið unnið við kertagerð og þar er einnig vefstofa, bók- bandsstofa og brúðugerð. „Við verðum meö basar núna um helgina á Hallveigarstöðum og vonumst til aö selja þar af þvi sem gert hefur verið” sagði Arnþrúður. „Það veröa kerti ýmiskonar og dreglar, dúkkur, dvergar, ofin bönd og fleira. Ný- stofnaö foreldra og vinafélag heimilisins hefur undirbúið basarinn og sér um kaffisölu. Þeir sem vilja gerast félagar geta gefiö sig fram á Hall- veigarstöðum á laugardaginn, en basarinn verður opnaður klukkan 2. Sólheimar eru heimili fyrir vangefna og þar eru nú um 40 vistmenn, á aldrinum 11 til 46 ára. Auk vinnustarfsins er rek- inn skóli á heimilinu, en starfs- menn þess eru um 25. Sólheimar eru sjálfseignarstofnun sem nýtur styrksfráLyonsklúbbnum Ægi. Mikil aðsókn hefur verið að heimilinu en útilokað er aö taka fleiri en fjörutiu manns i einu, vegna þrengsla. — GA Ung stúlka vinnur viö kerta- geröina. JÓLAFAGNAÐUR ÞEIRRA ELDRI Reykvíkingar sem orðnir eru 67 ára og eldri, eru allir velkomnir á jóla- fagnað i Súlnasal Hótel Sögu á morgun, laugar- dag. Jólafagnaðurinn hefst klukk- an 2.00 eftir hádegi. A dagskrá er kórsöngur. Karlakór Reykja- vikur syngur. Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Þvi næst er einsöngur. Mar- grét Halldórsdóttir syngur við undirleik Sigfúsar Halldórsson- ar tónskálds. Þá eru ljóð Drifu. Geirlaug Þorvaldsdóttir les. Jórunn Við- ar leikur á pianó. Nemendur frá Dansskóla Sigvalda sýna dans og þar á eftir er tvisöngur. Hlif Káradóttir og Sverrir Guð- mundsson syngja. Við hljóöfær- ið er Gróa Hreinsdóttir. Loks er helgileikur. Nemendur úr Voga- skóla sjá um hann. Stjórnandi er Þorsteinn Eiriksson, prestur séra Þórir Stephensen. Þá er almennur söngur, við hljóðfærið Sigriöur Auðuns, og ekki má svo gleyma kaffi- veitingum. — EA Vatnslita- og olíu myndir ó Mokka Þórhallur Filipusson sýnir um þessar mundir á Mokka. Sýningin stendur alla vega fram til jóla. Þórhallur sýnir vatnslita- og oliuiúyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Meiri hluti mynd- anna, sem alls eru tuttugu, eru vatnslitamyndir. Myndirnar eru meðal annars frá Þingvöllum, Vestmannaeyj- um, úr Þingeyjarsýslu og frá fleiri stöðum. Þórhallur sýndi á Mokka fyrir ári siðan og hann hefur lika sýnt á vinnustofu sinni. Allar eru myndirnar til sölu og eru á verðinu 12 þúsund til 45 þúsund krónur. — EA Háskólatónleikum frestað Ráðgert var að halda Há- skólatónleika i Félagsstofnun stúdenta laugardaginn 17. des. kl. 5. Tónleikunum hefur nú ver- ið frestað til laugardagsins 7. janúar 1978 kl. 5, en efnisskrá verður óbreytt. Jónas Ingi- mundarson mun leika pianósó- nötur eftir Beethoven. Bifreiðaeigendur Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir amerískra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILUNG HF. ““ 31340-82740 HILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDUR CARLOS - „SJAKAUNN” IILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDUR - HILDi — HILDUR— í bókinni rekur blaðamaðurinn Colin Smith ævisögu hins al- ræmda hryðjuverkamanns, Carlosar Martinez, sem blaða- menn nefndu Sjakalann, allt þar til hann hvarf af sviðinu eftir árángursríka árás sína á ráð- stefnu olíuríkjanna í aðalstöðvum OPEC í Vín, þar sem hann tók sem gísla \misa af voldugustu olíu- furstum heims. Rakin er ævi hans frá fæðingu í Venezuela og hryðjuverkaathafn- ir hans víða um Evrópu. Einnig er gerð grein fvrir ýmsum helztu hryðjniverkasamtökum heimsins. Verð kr. 3.840 með söluskatti. . tt: D Bókaútgáfan HILDUR i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.