Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 3
VI3IR Laugardagur 11. mars 1978
3
Útsýn leigir DC-8 þotur
til sólorlondaferðonna
fargjöldin lœkka með stórum vélum, segir Ingólfur Guðbrandsson
Feröaskrifstofan útsýn hefur
gert samning við Flugleiðir um
að leigja i sumar þotur af gerð-
inni Douglas DC-8 til farþega-
flutninga til sex staða í fjórum
sólarlöndum.
Douglas DC-8 eru stærstu
þoturnar i tslenska flugflotan-
um, taka 250 manns i sæti. Á
fundi með fréttamönnum i gær,
sagði Ingólfur Guðbrandsson,
forstjóri Útsýnar að með svona
f jöldaflutningum takist að
lækka fargjaldið til muna og
bjóða ferðir á mjög hagstæðu
verði.
DC-8 þoturnar verða I
flutningum til Spánar, ttaliu,
Júgóslaviu og Grikklands.
Ingólfur sagði að miöað við
gengissig, gengisfell ingar,
hækkanir á flugfargjöldum og
ýmsar hækkanir aðrar, hefðu
sólarlandaferöir átt aö hækka
um ein sjötiu prósent.
Með hagkvæmum samning-
um erlendis og notkun stórra
flugvéla með mikla fiutnings-
getu hefði hinsvegar tekist að.
spyrna aðeins viðfótumog væru
hækkanirnar ekki nema frá
tuttugu og upp I rúm þrjátiu
prósent.
Sem dæmi um hagkvæmni
hópferða má nefna að flugfar-
gjald fram og til baka til Kaup-
mannahafnar fyrir einn mann
er 111 þúsund krónur. Þessi
sami einstaklingur gæti fyrir
sama verð farið með Útsýn til
Torremolinos I júli og dvalið þar
I stúdió-ibúð I tvær vikur. Ef
þetta væru hjón sem væru tvö I
ibúðinni, lækkaði verðið niður I
99 þúsund á mann. Nánar veröur
sagt frá feröaáætlun útsýnar
eftir helgina.
—ÓT
Norrœnt lögfrœð-
"'!!***•<*•**—
öskjuhliðarskóli.
HAPPDRÆTTI HJA
ÖSK J U H LÍÐ ARSKÓL A
Nú stendur yfir sala á happ-
drættismiðum frá Foreldra- og
kennarafélagi öskjuhliðarskóla.
öskjuhliðarskóli er hæfingar-
skóli fyrir þroskaheft börn. Skól-
inn tók til starfa i þeirri mynd
sem hann er nú haustiö 1975. Enn-
þá er aðeins lokið fyrsta áfanga
byggingarinnar og þrengsli mikil
og margt sem vantar.
Foreldrafélagiö vill með fjár-
söfnun sinni stuðla að framgangi
og uppbyggingu skólans. Einnig
mun f oreld rafélagið g angas t f yr ir
sumardvöl fyrir nemendur skól-
ans.
Happdrættismiðarnir eru til
sölu i Bókabúð Glæsibæjar.
Einnig sjá nemendur skólans og
aðstandendur þeirra um að selja
miðana.
Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar:
Átta frambjóðendur í
prófkjöri um helgina
Alþýðuflokksfélag Siglu-
fjarðar efnir til prófkjörs I dag
og á morgun fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar. Átta frambjóð-
endur eru i kjöri en við siöustu
bæjarstjórnarkosningar hlaut
Alþýðuflokkurinn 270 atkvæði
og tvo menn kjörna.
Frambjóðendur i prófkjörinu
eruJóhannG.Möller sem býður
sig fram i 1. og 3. sæti, Jón Dýr-
fjörð i öll sex sætin, Viktor Þor-
kelsson i 3., 4. og 5. sæti, Anton
V. Jóhannsson i 3„ 4. og 5., Arn-
ar ólafsson i 3., 4. og 5., Björn
Þór Haraldsson i 4. og 5., Sigfús
Steingrimsson i 5. og 6. og HÖrð-
ur Hannesson sem býður sig
fram i 6. sæti.
Núverandi bæjarful Itrúar
flokksins eru þeir Jóhann G.
Möller og Sigurjón Sæmundsson
en Sigur jón gef ur nú ekki kost á
sér. Varamenn eru Birgir Guð-
laugsson sem ekki tekur þátt i
prófkjörinu og Jón Dýrfjörð.
Kosningin
Kjörstaður er i Borgarkaffi og
er opinn i dag frá klukkan 14-18
og á morgun á sama tima.
Atkvæðisrétt hafa allir ibúar
Siglufjarðar, 18 ára og eldrisem
ekki eru fiokksbundnir i öðrum
stjórnmálafiokkum.
Niðurstöður prófkjörsins eru
bindandi hijóti kjörinn fram-
bjóðandi 20% eða meira af kjör-
fylgi Alþýðuflokksins við
siðustu bæjarstjórnarkosning-
ar. Kjósandi merkir með krossi
við nafn þess frambjóöenda sem
hann velur i hvert sæti.
Ekki má kjósa sama mann
nema i eittsæti á sama kjörseðli
þótt hann bjóöi sig fram I fleiri
sæti. Til þess að atkvæði sé gilt
þarf að kjósa frambjóöendur i
sex sæti og ekki má kjósa aðra
en þá sem eru i framboði.
—SG
ingaþing í sumar
Norræna lögfræðingaþingið
verður haldið i Kaupmannahöfn i
sumardagana 23.-25. ágúst. Þetta
er 28. þingið og hafa þau verið
haldin reglulega á þriggja ára
frestisiðan 1872 að undanskildum
styrjaldartimum.
Meðal umræðuefna aö þessu
sinni eru lögfræðileg álitamál er
tengjast jafnstöðu karla og
kvenna þar sem frú Guðrún Er-
lendsdóttir lektor er aöalfram-
sögumaður. Þá verður rætt um
vandamál i sambandi viö verð-
bólgu og samninga og veröur
Benedikt Sigurjónsson hæsta-
réttardómari annar framsögu-
maður. Einnig verður fjallað um
stöðu og verkefni saksóknara og
verjenda i opinberum málum
vernd einkalifsins og tölvur og
mörg fleiri mál. Meðal framsögu-
manna eru margir mjög kunnir
lögfræðingar á Norðurlöndum.
Tilkynningar um þátttöku is-
lenskra lögfræðinga i þinginu
skuluhafa boristfulltrúa stjórnar
íslandsdeildar norrænu lög-
fræðingaþinganna, Birni Helga-
syni hæstaréttarritara fyrir 30.
mars n.k. Þann dag verður opin
skrifstofa ávegum stjórnarinnar i
dómhúsi Hæstaréttar neðstu hæð
frá kl. 16-18. Formaður stjórnar
Islandsdeildarinnar er dr. Ar-
mann Snævarr forseti Hæstarétt-
ar.
Ingólfur Guðbrandsson á blaða-
mannafundinum i gær. Visis-
mynd —JA.
—KS
HEITIR LJUFFENGIR
DRYKKIR ALLAN
SÓL ARHRIN GINN
Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með
frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kaffl, te, kakó og súpu, og það tekur
ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn.
Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í
handfangið og þá rennur efnið í bollann, síðan seturðu bollann undir
kranann og færð heitt vatn saman við. Þcgar þú ert búinn að hræra
í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk.
Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur,
og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir.
Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari
cn venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er
heitra ljúffengra drykkja.
Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun gefa ykkur
að smakka og allar nánari upplýsingar.
KOMIST A BRAGÐIÐ OG YKKÚR MUN VEL LIKA
/lirTTlTH
SIMI 16463
■ ANDLEG HREYSTl-ALLRA HBLLB
z w
í s
^ÆgEÐVERND»|
íNr I
■ GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDSM
MUNIÐ
Frimerkjasöfnun félagsins
Innlend & erl. skrifst. Hafnar-
str. 5.
Pósthólf 1308 eða simi 13468.