Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 17
vism Laugardagur 11. mars 1978
17
Hjúkrunarfrœðingar óskast
Stöður 2ja hjúkrunarfræðinga við sjúkra-
húsið á Patreksfirði, eru hér með auglýst-
ar lausar til umsóknar, frá og með 1. mai
1978.
Umsóknir sendist til sýsluskrifstofu á Pat-
reksfirði fyrir 1. april n.k. og þar eru jafn-
framt veittar nánari upplýsingar.
Patreksfjörður 10. mars 1978
Sjúkrahús Patreksfjarðar.
Sölusýning
á málverkum, — verður i dag og á morgun
að Laufásvegi 58.
Sýndar verða myndir eftir Kjarval o.fl.
Flugleiðir hf.
Aðalfundur Flugleiða h/f verður haldinn
föstudaginn 14. april 1978 i Kristalssal
Hótel Loftleiða og hefst kl. 13:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta
félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöf-
um á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá
og með 7. april n.k. til hádegis fundardag.
TiIIögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi,
skulu vera komnar I hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö
dögum fyrir aðalfund.
Þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að sækja hlutbréf sín I
Flugleiðum h/f, eru beðnir aö gera það hið fyrsta.
Stjórnin.
ÓRVAU
vnr® isp^snsi nr
Tvœr verslanir
HAMRABORG 3
sími 42011 Kópavogi
VALLARTORGI
Austurstrœti 8 sími 16366
Texti: Sigurveig Jónsdóttir
NÁNAST
EKKERT"
segir sr. Ragnar Fjalar Lórusson, sem á eitt
merkilegasta spilasafn sem um getur
Séra Ragnar Fjalar meö spilasafnið sitt. t efstu tveim hillunum eru bækur með ýmsum fróðleik um spil
„Amma gaf mér alltaf kerti og spil í jólagjöf.
Ég hafði gaman af að fletta þeim og sjá hvað
þau voru falleg. Siðustu spilin fékk ég 10 ára
gamall og þau hef ég alltaf geymf', sagði séra
Ragnar Fjalar Lárusson, þegar Helgarblaðið
ræddi við hann um hið merkilega spilasafn hans.
Hann sagði að upphafið að safninu hafi verið
það að jólin 1956 sá hann spilagerð, sem var hon-
um gamalkunnug frá bernskuárunum, en hann
hafði ekki séð lengi. Þar með var hjólið komið í
gang og það hjálpaði líka til að kunningi hans
hafði varðveitt öll íslensk spil sem höfðu komið
út. Þetta varð til þess að þeir fóru báðir að safna
spilum og hafa gert það siðan.
Elstu spilin
frá 1558
1 spilasafni Ragnars Fjalars
eru nú um 800 stokkar og er sá
elsti frá 1558. Þetta eru austur-
risk spil og er stokkurinn nærri
heill. Einnig eru i safninu frönsk
spil frá þvi um 1600 og siöan má
sjá þarna spil frá öllum öldum til
þessa dags viösvegar aö úr
heiminum. Flest spilin sagöist
Ragnar Fjalar hafa fengiö frá
Bandarikjunum, Þýskalandi,
Englandi og Frakklandi, en
nokkrir stokkar eru keyptir hér
heima.
„Gömlu spilin hafa hækkaö
geysilega i veröi,” sagöi hann.
,,Ég veittil aö pakkar hafa fariö
á um 1000 pund, sem ég hef
keypt mun ódýrara. Yfirleitt
hafa spil ekki verið mjög dýr
fram til þessa, vegna þess hvað
fáir safna þeim. En nú fer þessi
tegund söfnunar mjög i vöxt!
Flest gömlu spilanna eru frá
Evrópulöndum, en einnig eru
mörg frá Bandarikjunum og
Asiulöndum. Til dæmis á ég litil,
kringlótt spil frá Indlandi. önn-
ur þeirra eru gerö úr filabeini en
hin úi trjáberkiÞau eru nú orðin
mjög dýr.
Eg á einnig japönsk blóma-
spil, en hef litið lagt mig eftir
þvi. Ég hef einkum safnaö spil-
um meö frönskum sortarmerkj-
unum. Þau sigruöu I samkeppn-
inni viö önnur merki. Þýsku
merkin voru hjarta, akarn,
bjalla og laufblað, þau Itölsku
voru kaleikur, sverð, peningur
og kylfa og áttu aö tákna hinar
fjórar stéttir þjóðfélagsins”
Reikningur málarans
Ragnar Fjalar á margar góö-
ar bækur um sögu spilanna, þar
á meöal franskan doörant, sem
hefuraögeyma mikinn fróöleik.
Ragnar Fjalar sagöi aö elstu
heimildir um spil, sem vitað
væri um, væru frá þvi um 1380.
t Paris eru elstu spilin varð-
veitt. Þau voru máluð 1392 og er
enn til reikningur málarans og
er þvi vitað hvað hann tók fyrir
að mála þau.
Spilar nánast ekkert
Viö spurðum Ragnar Fjalar,
hvort hann væri mikill spila-
maöur, þ.e.a.s. hvort hann spil-
aöi mikiö.
,,Nei, ég spila nánast ekkert”,
sagði hann. „Mér finnst meira
gaman að fá spilin til aö fletta
þeim og skoða þau en til aö
spila á þau. Spilamenn nútim-
ans vilja bara standardgerö og
þvi geta sérkennilegustu spilin
aldrei orðið vinsæl meöal
þeirra.
Ég h'ef’safnað' ýmsu um dag
ana en mér finnst spilin upp-
fylla flestaf þvf sem gleöur safn-
ara. Þaö er gott aö geyma þau.
Þau eru ekki of litil og i einum
spilstokk má sýna marga fal-
lega hluti. Þau veita fróöleik og
fram til þessa hafa þau ekki
veriö mjög dýr.
Margir góöir listamenn hafa
teiknaö mjög falleg spil. Salva-
dor Dali hefur til dæmis teiknaö
spil og hér á ég nýleg frönsk
spil, sem voru gerð af 18 lista-
mönnum og er þvi hvert spil
meö sinu móti.”
Fræðandi spil
„Spil voru notuö mikiö til
fræöslu áður fyrr. Hér eru spil
frá 1678 meö alheimskorti. Þar
Betra er geymt
en gleymt
Hér birtist annar hluti viðtala Sigurveigar Jónsdóttur
blaðamanns við fólk með söfnunarástríðu. Ætlunin va
að hlutarnir yrðu tveir, en af ýmsum ástæðun
þótti rétt að hafa þá þrjá, og birtist sá þriðji og síðasti
næsta Helgarblaði.
Myndir: Björgvin Pálsson og Jens Alexandersson