Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 27
27
vism Laugardagur
11. mars 1978
ofenllkyJijm lnlD|éinnlD
Steinar h.f. hafa gefið út hljómplötur um þriggja
ára skeið og á þeim tíma gefið út 20 breiðskífur. Við
hittum að máli Steinar Berg Isleifsson, sem veitir
fyrirtækinu forstöðu og er jafnframt einn aðaleig-
andi þess/ og byrjum á þvi að spyrja hann um út-
gáfu síðasta árs.
Steinar h.f. gáfu út fimm plöt-
ur á siðasta ári og kom það i
heild mjög vel út. Einnig tökum
við að okkur rekstur
hljómplötuútgáfunnar Ýmis
h.f., sem er i eigu Gunnars
Þórðarsonar, og gaf hún út eina
plötu „Gamlar Góðar Lumm-
ur”, sem varð söluhæsta
islenska platan á árinu. Fyrir
mig kom siöasta ár betur út en
’76, þó ekki vegna þess að þær
plötur, sem fyrirtækið gaf þá út
seldust ekki vel, heldur vegna
þess að plötur síöasta árs voru
ekki eins dýrar i framleiðslu.
I ár verður áframhaldandi
samstarf okkar og Ýmis og
saman munu þessi fyrirtæki,
sem reyndar eru rekin sem eitt i
dag, gefa út fleiri plötur en
nokkru sinni fyrr, eða 10-15
mismunandi plötutitla. Sýnir
það, betur en nokkuð annað, að
við höfum mikla trú á þvi að
plötusalan verði góð i ár.
— Geturðu sagt okkur eitt-
hvað frá þvi, hverjir munu
koma fram á þessum plötum?
Já, Ýmir hefur nú þegar lokið
við gerð annarrar plötu með
Lummunum. Einnig er þar i
undirbúningi sólóplata með
Gunnari Þórðarsyni og ýmislegt
fleira. Nú þegar er hafinn undir-
búningur að plötum með
Fjörefni, Randver, Dúmbó og
Spilverki þjóðanna. Fleiri nöfn
get ég ekki upplýst sem stendur.
Annars má það gjarnan koma
fram, að þó að hljómplötuútgáfa
okkar sé þetta mikil þá eru
Steinar h.f. fyrst og fremst inn-
flutningsfyrirtæki með hljóm-
plötur og útgáfan minni hluti
starfseminnar.
Steinar í Karnabæ
— Er ekki mikil samvinna
með Steinum h.f. og Karnabæ?
Jú, segja má að hinn mikli
vöxtur fyrirtækisins eigi rætur
sinar að rekja til samvinnu, og
aö hluta til samruna, þess við
Karnabæ. Tel ég að samstarf
jietta hafi komið sér mjög vel
fyrir alla aðila og við erum stað-
ráðnir i þvi aö halda áfram á
þessari linu.
— Hvernig seljast erlendar
hljómplötur á Islandi?
Það selst mjög mikið af þeim
hér. Það er þó ekki raunhæft að
bera saman sölu á erlendum
plötum og islenskum vegna þess
að fjöldi erlendra titla skiptir
hundruðum, ef ekki þúsundum,
og breiddin er svo miklu meiri.
En margar erlendar hljómplöt-
ur, sérstaklega ýmiss konar
samansafnsplötur, seljast hér i
mörgum þúsundum eintaka og
standa vinsælustu islensku plöt-
unum fyllilega á sporði.
Traustari grundvöllur
Aftur á móti má það segjast
um islenska útgáfustarfsemi, að
hún stendur nú miklu fastari
fótum, en t.d. fyrir 1-2 árum og
linurnar miklu skýrariiþ.e. þau
fyrirtæki, sem starfa enn eftir
þá miklu holskeflu sem fylgdi i
kjölfar tilkomu Hljóðrita starfa
nú flest á traustum grundvelli
og er það vel.
— Er mikiö framboö á fólki
sem vill komast á plötu?
Já, þaðhefur t.d. ekki liðið ein
vika það sem af er árinu, að ég
hafi ekki fengið eina beiðni eða
fleiri, eða upptökur, frá fólki
sem vill komast á hljómplötu,
þannig að mér er óhætt að full-
yrða, að áhugi fólks er mjög
mikill og komast færri að en
vilja. Enda verður metútgáfa á
islenskum hljómplötum i ár.
/7/7 o o o
oo
(S
o &
[o)©i> temitnigfeD ©feko (finlOO’DínlD
e>
2/7/7
Næst hittum við að máli hinn góðkunna hljómlistar-
mann Magnús Kjartansson# en hann er einn aðstand-
enda Hljómplötuútgáfunnar h.f. Núna skömmu fyrir
jólin létu Magnús og félagar hans í veðri vaka/ að út-
gáfan myndi sennilega leggja upp laupana uppúr
áramótunum/ vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða.
Hljómplötuútgáfan h.f. er hins vegar enn í fullu f jöri
og byrjum við þvi á að spyrja Magnús hvað hafi valdið
þvi/ að þeir sáu sér færtaðhalda áfram.
sárt ennið, vegna þess að það
var farið of harkalega af stað.
Þetta plötuflóð var þó mjög
eðlilegt upphaf á „nýjum” iðn-
aði hérlendis, að minu áliti. En
þetta hafði það i för með sér, að
sala á islenskum plötum minnk-
aði i fyrra, á meðan erlendar
plötur seldust betur en nokkru
sinni fyrr. Ég tel þó að islensk
hljómplötuútgáfa hafi á siðasta
ári komist á fastan grundvöll og
er bjartsýnn á áframhaldið.
— Hvað um útgáfu á þessu
ári?
— Við munum ekki auka út-
gáfuna frá þvi sem var á siðasta
ári. Fyrir skömmu kom fyrsta
platan frá okkur á árinu.sem er
sólóplata söngvarans Herberts
Guðmundssonai; og þessa dag-
ana er að koma út plata, þar
sem Guðrún Tómasdóttir syng-
ur lög eftir Sigvalda Kaldalóns
og dóttur hans Selmu. Um ann-
að vil ég ekki tjá mig á þessu
stigi.
Mikill kostnaður
— Geturðu gefið okkur
nokkra hugmynd um hvaö það
kostar að gera hljómplötu i
dag?
— Það er nokkuð misjafnt og
fer eftir innihaldi plötunnar, en
meðalkostnaður, ef allt er talið
með, frá þvi að hugmynd henn-
ar fæðist til útgáfudags, er ein-
hvers staðar á bilinu 2 1/2—5
milljónir. Stærsti hlutinn er
upptökukostnaðurinn, en hann
getur verið allt að 50% og er
ekki óalgengt að upptaka popp-
plötu kosti 1—1 1/2 milljón.
Laun til hljóðfæraleikara eru
lika stór liður og margt fleira
kemur inn i dæmið s.s. Stef-
gjöld o.fl. Platan þarf þvi að
seljast i u.þ.b. 2000 eintökum til
þess að standa undir sér, Það
er of mikið, þyrfti að vera 1000.
t dag þykir 3000 eintaka sala
mjög góð, þannig að það er ekki
mikið upp úr þessu að hafa,
miðað við það sem lagt er i plöt-
una.
— Er eitthvað sem þú vilt
segja að lokum, Ólafur?
— Ég hef nú engan sérstakan
boðskap að færa þjóðinni, en
varðandi útgáfuna vil ég segja
það, að ég held að margir sjái
þessa starfsemi ieinhverskonar
hillingum. Menn halda að i
þessu drjúpi smjör af hverju
strái og allt sé sveipað ævin-
týralegum blæ. En það er mesti
misskilningur.
Já, viö vorum búnir að gefa út
hljómplötur um tveggja ára
skeið og með misjöfnu efni. A
siðasta ári náðum við svo samn-
ingum við mjög góða listamenn,
sem gerðu, að okkar mati, ákaf-
lega góðar plötur fyrir hinn
islenska markað. En, þrátt fyrir
góða framleiðslu, gekk rekst-
urinn ekki byrlega. Samt sem
áður, vegna þess hve langt viö
vorum komnir úti útgáfuhring-
iöu siðasta árs, héldum viö
áfram og veðjuðum djarft. Nú,
það þarf ekki að taka það fram,
að verslanir og aðrir voru með
það i undirmeðvitundinni að við
ættum eftir að pompa. Þegar
við gefum svo út þessa yfir-
lýsingu voru þær plötur, sem við
höfðum gefið út 3-4 mánuðum
áður, farnar að seljast bara
nokkuö vel, en við að gefa út
okkar dýrustu hljómplötu,
þannig að ef hún bæri sig ekki
væri allur annar árangur á
árinu farinn fyrir bi. Sumir hafa
það fyrir vana, ef vel gengur um
smá tima, aö slá um sig og láta
þannig lita út, að allt sem þeir
taki sér fyrir hendur sé öruggt
og pottþétt. En okkar fyrirtæki
var búið aö ganga i gegnum það
mikið súrt, að við ætluöum ekki
að láta blekkjast af nokkurra
mánaða velgengni og fara að
gefa út stórar yfirlýsingar. Þá
tókum viö þá ákvörðun, að
framtið fyrirtækisins skyldi
ráðast af stöðu þess um ára-
mót, þvi væri hún óhagstæð þá
væri mikil vinna, miklir
peningar og annaö, búið aö fara
i of langan tima til einskis. Núna
nýlega hefur það svo komið i
ljós, aö þetta hefur komið all-
sæmilega út og við ætlum þvi aö
keyra eitt ár i viðbót og sjá hvað
setur.
Við höfum mörg áþreifanleg
dæmi um það, hve gæfán getur
verið fallvölt i þessum bransa.
Eitt árið leikur allt i lyndi, en
annað lepur fólk dauðann úr
skel vegna þess, að það hefur
látið blekkjast, en ég ætla nú
ekki að nefna nein nöfn i þessu
sambandi.
Óskírð átta-manna
úrvals hljómsveit
— Hvaö ætlið þiö svo að gefa
út á þessu ári?
Við erum með einar þrjár
plötur i vinnslu þessa stundina,
sem viö höfum hugsað okkur að
komi á markaðinn með vorinu.
Þar ber hæst frumsamda plötu
með óskirðri átta-manna úr-
valshljómsveit. A henni eru
m.a. 2lög eftir Ladda, 2 lög eftir
Ragnhildi Gisladóttur og þrjú
lög eftir Magnús Eiriksson, sem
þar sýnir á sér nýja hlið, en
hann hefur sýnt að það eru lögin
hans sem selja plöturnar, en
ekki plöturnar sem selja lögin
hans. Um hinar tvær viljum við
ekkert segja einsog stendur, en
þær verða allsérstæðar. Svo
hugsum við okkur náttúrlega til
hreyfings með okkar listafólk
s.s. Rut Reginalds, Vilhjálm
Vilhjáms. og Halla og Ladda og
einnig gerum við okkur vonir
um, að bæta við okkur nýjum
„artista” á þessu ári. En viö
förum varlega.
Heilbrigð samkeppni
nauðsynleg
— Nú eru margar plötur sem
drukkna hreinlega i öllu plötu-
flóðinu sem hér er orðið árvisst
fyrirbrigði. Finnst þér ekki aö
plötuútgefendur ættu að hafa
eitthvert samstarf til þess aö
forða þvi?
Markaðurinn hérna er ákaf-
lega viftkvæmur og menn eru
alltaf að taka sjensa og það sem
taliö er pottþétt söluefni i dag
verður það kannski ekki að
morgni. Aftur á móti tel ég að
heilbrigö samkeppni sé
nauðsynleg og að samstarf
myndi hafa alvarlegar afleiö-
ingar i för með sér, þannig að
einhver gæti ekki gert eitthvað
útaf einhverjum. Það myndi
eyöilggja einstaklingsfram-
takið, sem alltof litið er orðið
um i okkar samfélagi og ég tel
algeran óþarfa að hafa eitthvert
allsherjarráð, þó svo að sumir
telji sig vera nú þegar sjálf-
skipaöa i þessu ráöi. Nú, hljóm-
plötusala var mikil i fyrra og
hvað gerast mun i ár veit
enginn. Hljómplötur koma til
með að hækka mikið i ár, en á
móti kemur hin mikla hljóm-
tækjaeign landsmanna.
— Viltu segja eitthvað að
lokum Magnús?
— Já, ég vil nota tækifærið til
að þakka okkar ágæta listafólki
samstarfið á siðasta ári og það
sem liðiö er af þessu og sérstak-
lega vil ég þakka Jóni Ólafssyni
fyrir frábæran dugnað og elju,
sem ég tel vera megindstæðu
fyrir þvi aö Hljómplötuútgáfan
lifir!