Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 13
vism Laugardagur . marz 1978 Leikhópurinn ræðir sam- an um Fansjen. Bríet Héðinsdóttir, leikstjóri og þýðandi verksins, hefur | orðið á myndinni. IFIIllCT I w w ® ® ® ^ ® ™ ATYINNULEYSIÐ' Þaö hlýtur að teljast viöburöur i menningarlif- inu okkar heimsfræga, aö sett se upp leiksyning sem fjallar eingöngu um Kínverja. Einhvern þessa dagana frumsýnir þo Nemendaleikhúsiö leikritiö Fansien, eftir David Hare, en þaó fjallar um atburöi i þorpi einu i Kina á arunum 1945-49. Sjalfur frumsýningar- dagurinn hefur ekki verið ákveöin þegar þetta er skrifað, en synmgar a verkinu veröa í Lindarbæ. Þegar tiðindamaður Helgarblaösins leit möur í Leiklistarskola, sem er til húsa i gamla Búnaöar- félagshúsinu, var leikhópurinn i önnum. Æfingar a verkinu voru langt komnar, en Briet Héöins dottir er leikstjóri. Hún var fyrst spurö hvaö heföi ráöiö vali verksins. Yfir 30 hlutverk „Vegna þess að ! þvi eru meira en 30 hlutverk”, sagði Briet. „Við val verkefnis fyrir leikhóp sem þennan verður að hafa i huga að allir fái verðug verkefni að glima við. Ég álit uppfærslu nemendaleikhússins vera stóran þátt i námi leikar- anna, og i rauninni þeirra próf- verkefni”. „Það væri þvi ekkert réttlæti i þvi að láta einn hafa til dæmis Hamlet og annan hafa þjóns- hlutverk. Við val verkefnisins verður einnig að hafa i huga að það verði ekki mjög dýrt i upp- færslu”. „begar þetta er haft i huga er ljóst að það eru ansi mörg leik- rit dottin út úr myndinni. En það er ekki þar fyrir að ég, og við öll held ég, teljum Fansjen gott verk, sem erindi á til leikhús- gesta”. Nóg aö gera — 1 leikhópnum sem tekur Fansjen til sýninga eru 12 manns, en David Hare skrifaði verkið fyrir 9 manna hóp. Það þarf þvi að jafna hlutverkunum milli leikarana. „Það er aldrei hægt aö sjá fyrir þvi að allir fái alveg jafn- stór verkefni”, sagði Briet, „en svona nokkurn veginn”. — Þessi hópur, 12 manns, eru leiklistarnemar á fjórða og sið- asta ári náms sins. 4. árgangur er reyndar i tveim bekkjum, S- bekk og H-bekk, en. H-bekkurinn er að undirbúa aðra sýningu. Siðasta ár námsins fer i að setja upp leikverk. Fýrir jól var unnið að uppfærslu leiks eftir Pétur Gunnarsson og það sýnt i skólum. Siðan er það Fansjen, — og á döfinni er eitt verk i við- bót. Þá er einnig ætlunin að vinna eitt verkefni i sjónvarpi áður en skólinn er búinn og fólk- ið farið sitt i hveria áttina. „aö snúa sér" Höfundur leikritsins, David Hare, er ungur maður og þetta verk hans var fyrst sýnt i London árið 1975. Það hefur sið- an verið tekið til sýninga i BBC, i sjönvarpi, og einnig var það flutt i útvarp. Fansjen er samið uppúr rit- verki með sama nafni, eftir William Hinton. Hinton byggði sina bók á persónulegri reynslu — hann dvaldi i þorpinu þar sem sagan gerist, einmitt á þeim tima þegar aðdragandinn að valdatöku kommúnista i Kina stóð yfir. „Fansjen, oröið sjálft, þýðir eiginlega að snúa sér” sagði Briet, ,,-að bylta einhverju um. David Hare leggur áherslu á aö hann sé að skrifa fyrir vestur- landabúa, og um samband fólks við leiötoga sina i hvaða samfél- agi sem er. Þetta er fjarri þvi að vera raunsætt, og kannski allra sist i okkar meðförum. Hugmynda- og siðfræði Kinverja er allt önn- ur en okkar, auk þess sem ekk- ert okkar hefur komið til Kina. Og ekkert okkar veit hvað þaö er að vera svangur, eins og margar persónurnar I leikn- um”. Einfaldur búningur Guðrún Svava Svavarsdótfir, leikmynda og búningateiknari, benti þvi á að engin tilraun væri gerð til að breyta leikurunum i Kinverja með andlitsfarða og þessháttar. „Búningarnir eru einfaldir”, sagði Guðrún Svava. „Þetta eru tötrabúningar, sem íeikhópurinn hefur sjálfur saumað, aðallega úr léreftspok- um”, sagði hún. „Leikmyndin er sömuleiðis einföld i sniðum, enda er ekki gert ráð fyrir öðru i leikritinu”. Eina marktæka prófiö — Þetta mun vera i fyrsta sinn sem leikhópurinn kemur opinberlega fram. Áður hefur verið farið með verk um skóla, en þetta er i fyrsta sinn sem þau eru ofurseld mati gagnrýnenda og hins almenna áhorfanda. „Þetta er i rauninni eina marktæka prófið sem hægt er að leggja fyrir leikara”, sagði Briet. „Það er að leika fyrir áhorfendur. önnur próf koma að litlu gagni ef leikarinn stend- ur sig ekki á sviðinu”. „Beint i atvinnuleysiö". — Nú hefur ekki borið mikið á þeim leikurum sem útskrifast hafa úr skólanum á siðastliðn- um tveim árum. Það var þvi ekki úr vegi að spyrja hvað tæki við, eftir að vetrarverkinu er lokið. „Við erum útskrifuð beint inn i atvinnuleysið” var svarið. „Það er reyndar hlutur sem við gerðum okkur grein fyrir þegar við sóttum um að komast að I skólanum. Það hefur nú i nokk- urn tima verið um atvinnuleysi að ræöa i leikarastétt”. „Þau sem hafa útskrifast sið- an skólinn hóf göngu sina hafa mörg lagt stund á kennslu, kannski sett upp leikrit i skólum og fáein hafa reyndar fengið tækifæri hjá leikhúsunum”. Spjolloð YÍð leiklistQrnemo og Dríet Héðinsdóttur, leikstjóro, í tilefni frumsýningar Nemendoleikhússins ó leikritinu Fonsjen,| sem fjollor um otburði í kínversku byltingunni Fá tækifæri „Annars finnst okkur að fáirl fái tækifæri. Viss hluti leikara i [ hverri sýningu má vera ófag- lærður, og það hafa leikhúsin notað sér vegna þess aö það er ódýrari starfskraftur”. „Svo vita lika allir að þaö erj sama fólkiðsem er fastráðið hjá leikhúsunum og vinnur siðan | hjá útvarpi og sjónvarpi”. „Reyndar er gert ráð fyrir þvi I i drögum að kennsluskrá fyrir j Leiklistarskólann að við fáum á siðasta ári tækifæri til að vinna sjónvarpsvinnu og útvarps-1 vinnu. Siðustu árgangar hafa ekki fengið þessi tækifæri, en hinsvegar lukum við okkar út- varpsverkefni á 3. ári og höfum ekki gefið upp alla von um að komast að hjá sjónvarpinu. — Hvað með eigið leikfélag? „Þaö er svo til alveg útilokað. Samkvæmt lögum frá alþingi fá þrjú leikhús á landinu, leikhúsin i Reykjavik og á Akureyri, styrk frá rikinu, en ekki er til nein reglugerð um styrki til frjálsra leikhópa”. „Það fylgir þessu slikur kostnaður að það er ekki nema á fárra færi að leggja út I þetta. En við erum bjartsýn”. —GA | Búningar og sviðsmynd eru eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Á myndinni er leikhópurinn allur. Atriöi úr Fansjen: greinilegHr aðtil átaka kemur. Texti: Guðjón Arngrímsson Myr.dir: Jens Alexondersson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.