Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 11. marz 1978, VISIR íslensk útgáfu- starfsemi stend- ur nú miklu fast- ari tátum..." Rœtt við nokkra helstu hliómplötuútgefendur landsins Viðtöl: Póll Pálsson Myndir: Jens Alexandersson Oft er talað um hve lifandi tónlistarflutningur, — er þá sérstaklega átt við popptónlist/ sé á miklu undanhaldi hér á landi. Meginástæða fyrir þessarri þróun er talin tilkoma diskótekanna/ sem kippt hafi stoðunum undan starfsgrundvelli popphljómsveita og má benda á þessu til stuðnings/ að nú bjóða aðeins tvö veitingahús höfuðborgarinn- ar upp á popphljómsveitir, í stað 5-6 áður. En segja má að í þessu tilfelli, sem svo oft áður, sanni málsháttur- inn, eitt kemur þá annað fer, gildi sitt. Jafnhliða þvi sem hljómplatan hefur verið að gera tónlistarmenn atvinnulausa á veitingahúsum, hef- ur hún skapað þeim starfsskilyrði annars staðar, nefnilega i upptöku- sölum. Stúdióin Hljóðriti og Tóntækni, sem upp risu um svipað leyti og diskótekin hófu innreiðsína í skemmtanalíf landsmanna, hafa valdið stökkbreytingu í íslenskri hljómplötuútgáfu. Helgarblaðið fór fyrir skömmu á stúfana og ræddi við nokkra helstu hljómplötuútgefendur landsins, Steinar Berg, Svavar Gests, Magnús Kjartansson hjá Hljómplötuútgáfunni h.f. ogólaf Haraldsson Fálkan- um. „oooíJÍfflíiKaÍ'íítLiiSpI [o)(aiff §®ínn) Ih®i(alff ypplhSÍ'iíDff ®ffy D@fixa)ff y(nKalD°ffooo'"7 S.G.-hljómplötur hafa að baki 14 ár við hljómplötu- útgáfu. Á þvi tímabili hefur fyrirtækið gefið út 188 plötutitla, að litlum plötum meðtöldum. Það þarf sjálfsagt ekki aðskýra fyrir lesendum Helgarblaðsins hvað skammstöfunin S.G. stendur fyrir. Það eru sennilega fáir Islendingar, sem ekki hafa heyrt Svavar Gests oft nefndan á nafn. En hvernig skyldi honum hafa gengið á síðasta ári? Slöasta ár var alveg prýöi- legt, þakka þér fyrir. Annars er eitt áriö ekkert ööru betra hjá mér, þvi nýjar plötur eru ekki nema hluti af þvi sem ég er aö bjástra viö. Ég er meö u.þ.b. 80 plötur á sölulista sem sifellt er verið að endurútgefa eftir efni og árstiöum. — Hver þeirra platna sem þú hefur gefið út, hefur náð mestri sölu? Það er alveg hiklaust þjóð- lagaplata Savanna triósins. Ég hef nú samt ekki nákvæma tölu seldra eintaka, vegna þess aö þetta var ein af fyrstu plötunum sem ég gaf út og þá var alls óvist, hvort framhald yröi á starfseminni, þannig aö ég haföi ekki neina sérstaka „statistik” um þær mundir, en þessi plata seldist einmitt mjög mikiö fyrstu árin. En ef ég ætti aö giska á einhverja tölu, þá væri hún einhversstaöar á bilinu 15- 20 þús. eintök. 1 fyrra seldist afturámóti platan Hvit jól með Silfurkórn- um best og einnig gamanplata Jörundar. Flest annaö seldist lika vel, nema ef vera skyldi sólóplata Björgvins Gislasonar, sem seldist ekki einsog ýmsir höföu gert sér vonir um. Of margar lélegar plötur — Finnst þér ekki vera gefn- ar út of margar islenskar plötur á ári, miöað viö hve markaöur- inn er lltill? Það eru gefnar út of margar lélegar plötur á Islandi. Væru þessar lélegu jafn góöar og þær góöu, þá væri markaðurinn siö- ur en svo litill. Sennilega eru islenskar plötur ekki nema 5% af heildarplötusölu I landinu og með þvi aö bæta islenska efniö, væri örugglega hægt að auka hlut þess um 5-10% og það myndi hafa mikiö aö segja fyrir þessa starfsemi tölulega séö. — Hvað ertu svo meö á prjón- unum varöandi hljómplötuút- gáfu á þessu ári? Ég hef yfirleitt gefið út svona 12-15 nýjar plötur á ári og held mig aö öilum likindum áfram við það. Nú þegar liggja fyrir þrjár fullunnar plötur og eiga þær aö koma út með hækkandi sól. Sú fyrsta verður i þjóölaga- stil og sungin af Kristinu Ólafs- dóttur. Undirleik hennar er stjórnaö af Atla Heimi Sveins- syni og ég hef þann grun aö plata þessi veröi langlif hjá þjóðinni. Siöan kemur út plata með orgelleikaranum Jónasi Þóri, sem spilað hefur inn 14 islensk lög. Einsöngvarakvart- ettinn sem skipaöur er Siguröi Björnssyni, Guömundi Jónssyni Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni mun einnig láta frá sér heyra á óvæntan hátt. Og ýmis- legt fleira er i stööugri athugun. islenskir tónar Fyrirtækið á einnig Islenska tóna og frá þeim er væntanlegt eftir svona 4-5 vikur tvöfalt albúm sem inniheldur 30 lög sungin af Sigurði ólafssyni, en þessi lög hafa ekki fengist meö honum i mörg ár og er eftir- spurn mikil. Frá Islenskum tón- um veröur endurútgefiö á þessu ári efni á 3-4 aörar breiöskifur, en þaö fyrirtæki á svo mikiö efni fyrirliggjandi, aö þaö má hik- laust gefa út árlega 5-6 plötur i nánustu framtiö, án endurtekn- inga. Þaö biöur þvi stórt verk- efni þar og ég tel aö islenskt tón- listarlif eigi eftir aö njóta góös af þeirri útgáfu á margan hátt. Þetta eru allt islenskar laga- smiöar sem eiga erindi til allra. Happdrætti — Er til einhver formúla fyrir söluhárri hljómplötu? Nei og það er þaö sem gerir þetta svo spennandi. Þetta er einsog sildveiöarnar voru i den tid, happdrætti mikið, og ekki nema fyrir menn meö hraustan maga og stáltaugar aö standa i þessu. Reyndar ætti öllu heldur að likja þessum bransa við fjár- hættuspil þar sem háar upphæö- ir eru lagðar undir, en happ- drætti þar sem maöur kaupir bara nokkra miða á 700 kr. Þaö versta er, aö nái ekki plata I dag aö slá I gegn á fyrstu 4-5 vikun- um eftir útgáfu, þá selst hún bara alls ekki neitt. Hérna áður fyrr gátu menn þó veriö vissir um aö fara ekki slyppir og snauöir útúr fyrirtækinu. Fálkinn h.f. er elsta hljómplötuforlag landsins, og á þessu ári er liðin nákvæmlega hálf öld frá því að það gaf út fyrstu plötuna. Siðan hefur Fálkinn gefið út hljómplötutitla svo að hundruðum skiptir. Hljómplötuútgáfa er raunar aðeins hluti af allri starfsemi fyrirtækisins. Við hittum að máli ólaf Haraldsson, forstjóra Fálkans. — Hvernig vegnaði ykkur i útgáfunni á siöasta ári? — Við gáfum út 5 plötur á sið- asta ári. Tvær seldust ágætlega en hinar ekki eins vel. Otgáfan kemur þvi svona sæmilega út. Það komu út færri titlar en ’76, en engu að siður var meöalupp- lag ákaflega svipað. 1 heild var sala á islenskum plötum minni i fyrra en áður, sem stafaöi af þvi að markaðurinn var yfirkeyrö- ur af islensku efni. — Af hverju var markaðurinn yfirkeyrður? — Til skamms tima, eða þar til Hljóðriti tók til starfa, komu ekki út nema fáeinar islenskar plötur á ári. Þvi var mörgum orðið virkilega mál að gera plöt- ur, þegar almennilegt stúdió reis i landinu og ruku allir, sem töldu sig hafa eitthvað fram að færa, upp til handa og fóta að gefa út. Afleiðingin var svo hið mikla flóð islenskra platna ’76, sem sló hinn almenna plötu- kaupanda út af laginu og varð þaö til þess, að margur útgef- andinn kom út úr þessu með m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.