Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 11
11 vísm Laugardagur 11. mars 1978 SVIPf'iYNDIR AF AWERTKU Eftir Ölaf Hauksson FLEIRI SJÓNVÖRP EN KLÓSETT Þrír af hverjum tiu Amerikönum segja helsta tómstundagaman sitt vera að horfa á sjónvarp. Yfirgnæf- andi meirihluti Amerikana horfir eitthvað á sjónvarp a.m.k. einu sinni á dag. Fleiri amerisk heimili hafa sjónvarp en innanhuss salemisskál. Vinsælustu þættirnir — hrakfallabálkarnir Laverne og Shirley, og sambýlisfólkið i „Three’s Company”, þar sem karlmaðurinn þykist vera kynvilltur til aö mega búa með stúlkunum tveimur. Það er varla hægt að komast hjá þvi að horfa á sjónvarp i Ameriku. 984 sjónvarpsstöövar sjá til þess að sjónvarpsgeislinn kemst inn á hvert heimili. Flest heimili ná fleiri en einni stöð. Stærri markaðir, á borð við Reykjavik, og stærri, bjóða oft upp á átta til þrettán mismun- andi útsendingar. Stórborgirnar hafa flestar útsendingarnar. Yfirleitt er þó ekki hægt að ná öllum sendingum nema með þvi að hafa kapalsjónvarp. Þá greiðir sjónvarpseigandinn kapalfyrirtækinu fyrir að leiða linu inn til sin. Flestar sjónvarpsstöðvarnar hefja útsendingar eldsnemma að morgni, og ljúka þeim um miðja nótt með sýningum á gömlum kvikmyndum. Frétta- timar i sjónvarpi að morgni dags hafa að miklu leyti leyst morgunblöð af hólmi. Af um 1750 dagblöðum i Ameriku koma ekki nema rúmlega 300 út að morgni dags. Hin eru sið- degisblöð. En fréttatimar eru ekki nema brot af útsendingum. Amerískt sjónvarp er fyrst og fremst skemmtitæki. Flestar stöðvar bjóða upp á svipað dagskrár- efni. Aðeins nöfn leikaranna og þáttanna eru mismunandi. Morgun- og eftirmiðdagsdag- skrá ameriskra sjónvarps- stöðva er sér fyrirbrigöi og eins hjá flestum stöövum. Dagskráin höfðar fyrst og fremst til þeirra sem eru heima á þessum tima, húsmæðra, barna og fólks sem hætt er að vinna úti. Astarvellur yfirgnæfa dag- skrána fyrrihluta dagsins. Þessir þættir eru kallaðir „soap operas”, og þykja ekki vandað- ir. Aðrir þættir fyrrihluta dags eru t.d. skemmtiþættir, spurn- ingaþættir og barnaþættir. Oft eru þetta þættir sem búið er að sýna hundrað sinnum áður. En þeir njóta alltaf einhverra vin- sælda. Gamlar kvikmyndir eru einnig sýndar fyrri hluta dags- ins. Þegar fer að rökkva og siga á kvöldið breytist dagskráin aðeins. Þá eru fréttir, bæði staðarfréttir og innlendar og erlendar fréttir. Siðan koma nýjustu þættirnir, nær eingöngu skemmtiþættir (leikþættir) og lögguþættir. Eftir kvöldmat er fjöldi sjónvarpsáhorfenda hvað mestur, og samkeppnin þá hvað hörðust milli sjónvarpsstöðv- anna um þessa áhorfendur. Fleiri áhorfendur þýða hærra auglýsingaverð og þar með meiri ágóði. Þrjú stórfyrirtæki sjá um meirihluta allrar dagskrárgerð- ar fyrir ameriskar sjónvarps- stöðvar. Þessi fyrirtæki, ABC, NBC og CBS, öll staðsett i New York, selja sjónvarpsstöðvum útsendingar sinar. Fyrirtækin hafa tekjur af sölu dagskrárinn- ar, og af sölu auglýsinga sem sendar eru út með henni. Sjón- varpsstöðin sem kaupir dag- skrána fær ákveðinn tima i hverjum þætti til að selja stað- arauglýsingar. Þannig borga auglýsingar allan kostnað við sjónvarpsútsendingar, og afnotagjöld þekkjast ekki. Dagskrá stórfyrirtækjanna þriggja býður aðallega upp á misjafnlega góöa skemmti- þætti. Efnið er útþynnt frá fyrri þáttum, og hefur ekki annan til- gang en að fá fólk til að hlæja. Þetta er „ameriskur” húmor, sem útlendingum þykir oft litið fyndinn. Kannanir vestan hafs sýna að eftir þvi sem fólk hefur meiri menntun þá horfir það minna á sjónvarp, og ungt fólk horfir minnst allra á sjónvarp. Hins vegar horfa börn mikið á það. Mörgbörn horfa á sjónvarpallt að sex tima daglega. Einhver mældi út að á uppvaxtarárum sinum sjái börn tæplega 20 þús- und morð i sjónvarpi i Ameriku. Fyrir þá sem ekki vilja létt- metið er „menningarsjónvarp”, eða PBS. Þar eru sýndar fræðslumyndir, viðtalsþættir, ballett, óperur o.sv.frv. PBS á nokkurri velgengni að fagna, þótt áhorfendafjöldinn sé ekki jafn mikill og að „skemmti- stöðvunum”. Yfirleitt standa amerisk stórfýrirtæki fjárhags- lega að baki PBS, þar sem engin eru afnotagjöldin. Baráttan um áhorfendur veldur þvi að dagskrá allra stöðva er svipuð. Akveðnar teg- undir sjónvarpsþátta draga aö flesta áhorfendur, og þá bjóða stöðvarnar upp á slika þætti. ABC dagskráin hefur trónað á toppnum aö undanförnu. Mun- urinn milli efstu og neðstu dag- skrár er þó ekki teljandi, og aö meðaltali horfir um 30% sjón- varpsáhorfenda á hverja dag- skrá. Um 90 milljónir Amerikana horfa á sjónvarp hvert kvöld, og þessi tala fer yf- ir 100 milljónir ef eitthvað sér- stakt er á seyði. Tvö fyrirtæki reikna út viku- lega með skoöanakönnunum hversu margir horfa á hvern þátt hjá öllum dagskrárstöðv- unum. Vinsælasti þátturinn i vetur hefur veriö „Laverne & Shirley”, hálftima ABC skemmtiþáttur um tvær stúlkur sem vinna i bjórverksmiðju og eru alltaf fjárvana. Hláturinn er kreistur út úr áhorfendum með þvi að láta stúlkurnar vinna sig út úr einhverri klipunni meö allskonar hamagangi og látum. Þætti af þessu tagi kalla Amerikanar „situation comedy”. Annar mjög vinsæll skemmti- þáttur frá ABC býður upp á mun vandaðri húmor, og minni vit- leysu. Sá heitir „Three’s Company”, og fjallar um tvær stúlkur og einn karlmann sem búa saman i ibúð. Þessi þáttur er afskaplega vandaður, og virkilega fyndinn. Hann á mikiö erindi i islenska sjónvarpiö (það er ekkert ofbeldi). Þótt meirihluti ameriskrar sjónvarpsdagskrár hafi að geyma ódýra skemmtiþætti og ástarvellur, þá má finna perlur inn á milli. T.d. má nefna frétta- þátt CBS, „60 Minutes” (sem hefur m.a. fjallað um Island). Þessi klukkutima þáttur hefur kafað ofan i ótrúlegustu mál, og flett ofan af aliskonar svindli og sviksemi. Ekkert er sparaö til þáttarins og ársútgjöld hans nema rúmlega einum milljarði króna. Þegar minnst er á ameriskt sjónvarp má ekki sleppa aö nefna iþróttir. Mikill hluti útsendingartima á laugardög- um og sunnudögum fer unair iþróttir, aðallega baseball og ameriskan fótbolta. Að sitja við sjónvarp, horfa á fótbolta og drekka bjór er iðja milljóna Amerikana um hverja helgi. Nokkrum sinnum hefur komið fyrir að eiginkonur hafa orðið svo pirraðar á sjónvarpsglápi eiginmanna sinna um helgar, aö þær skutu þá til bana. Sá sem þetta ritar hefur rætt við nokkra Islendinga sem hafa séð sjónvarp bæði á Islandi og i Ameriku. Allir sem rætt var við sögðust taka islenska sjónvarp- ið fram yfir það ameriska. Þeir bentu á að meirihluti ameriskr- ar dagskrár væri ómerkilegt rusl, og að I heild væri ameriskt sjónvarp aöeins skemmtitæki. Þeir sögðust aldrei finna þá til- finningu aö þeir væru aö missa af neinu þótt þeir kveiktu ekki á sjónvarpinu. Hins vegar byði islenska sjónvarpið upp á ýmiss konar innlenda dagskrá sem væri gagnleg fyrir þjóömála- umræðu. Þar að auki væri islenska sjónvarpið með stutta dagskrá, og minni hætta á að fólk eyddi timanum i sjónvarps gláp. Enn einn mun, og ekki siður mikilvægan, benti einn viðmæl- andinn á: „Þessar djöf... auglýsingar i ameriska sjón- varpinu gera mig vitlausan. Þaö eru auglýsingar á fimm minútna fresti, sem slita allt i sundur og gera mann óskaplega pirraðan. Bara vegna þeirra þoli ég ekki að horfa á ameriskt sjónvarp”. Meira um ameriskt sjónvarp i næsta pistli. ER GIGT NÚTÍMASJÚKDÓMUR? Verkamennirnir, sem reistu pýra- midana i Egyptalandi, þrælamir i Róm til forna og vikingamir þjáð- ust allir af gigt. Allir fá gigtarverki einhvern tima á ævinni. Þetta er kannski ekki svo einkennilegt, þvi að sjúkdómsheitið gigt er haft um hina margvislegustu verki. Orð- ið gigt er ekki af norrænum upp- runa, þó að svo gæti virst, held- ur þýsk afbökun á latneska orð- inu gutta, sem þýðir dropi. Þótt margt sé nú vitað um gigtarsjúkdóma, skal viður- kennt, að ekki er vitað með vissu, hvað veldur langvarandi liðagigt, slitgigt og vöðvagigt. Einkenni slitgigtar hafa fundist á elstu beinagrindum, og fóta- gigt var velþekktur sjúkdómur meðal Egypta, Grikkja og Róm- verja til forna. Liðagigt þekktist ekki fyrr en á 18. öld Það er furðulegt, að bráð liða- gigt, sem getur gert menn að ör- yrkjum, þekktist ekki fyrr en i lok átjándu aldar. Um aldamót- in 1800 lýsti franskur læknir sjúkdómnum. Hann lýsir honum þannig, að konur verði einkum fyrirbarðinu á honum. Hnúarn- ir bólgni, vöðvarnir á fingrun- um hverfi og sjúklingarnir verði nánast máttvana. 1 Englandi bar snemma á við- leitni til að greina liðagigt frá fótagigt, sem orsakaðist oft af blýeitrun i vatnsleiðslum og eit- un i portvins- og sérrfámum. F’ótagigtarsjúklingur gat vænst þess að fá bata með þvi að ástunda bindindi, en engin örugg ráð voru til við liðagigt. Um og eftir miðja átjándu öld tóku að berast lýsingar á liða- gigt frá öðrum löndum Evrópu. Nú var sjúkdómurinn ekki ein- skorðaður við konur, heldur gat hann lagt karla og jafnvel börn i rúmið. Svo virðist sem þessi plága hafi kviknað fyrir tæpum tvö hundruð árum svipað og kyn- sjúkdómurinn sýfilis nokkru áð- ur. Sjómenn Kólumbusar, sem lentu i ástarævintýrum vestan- hafs, báru þennan ófögnuð með sér til Evrópu. En liðagigt er ekki smitandi á sama hátt og sýfilis. Um það bil einn af hverj um hundrað fær árlega bráða gigt. Þeirsem búa i löndum, þar sem loftslag er temprað, verða einkum fyrir barðinu á liðagigt. Þó að liöagigt sé tiltölulega nýlegur sjúkdómur, hefur slit- gigt hrjáð mannkynið frá fyrstu tið. Hennar verður vart bæði i liðamótum og vöðvum. Verkamennirnir, sem reistu pýramidana i Egyptalandi, þrælarnir i Róm i fornöld og sið- ar vikingarnir þjáðust margir hverjir af gigt. Erfiðisvinna og rakt loftslag eykur vanliðan sjúklinganna. 1 fornöid álitu menn, að orsökin væri sú, að vessar likamans hefðu eitrast, en þeir sem voru uppi á miðöld- um, álitu helst að þeir heföu orðið fyrir örvum álfameyja eða bölvun galdranorna. Það er svo einkennilegt, að þeir, sem verst eru haldnir af slitgigt, geta fengið bót meina sinna á þann hátt, að sýkti liður- inn er fjarlægður og nýr liður er settur i staðinn, derður af manna höndum. Hins vegar hafa tiltölulega litlar framfarir orðið i meðferð vægra tilfella slit- og vöðvagigtar frá fyrstu tið. Þá var mælt með sólböðum i heitum sandi, en nú þykja heitir bakstrar, hljóðbylgjur og ljós- böð gefa besta raun. Ylurinn dregur úr verkjum, en læknar ekki. Nú er unnt að rannsaka starfsemi einstakra brjósk- og vöðvafruma, bæði heilbrigðra og sjúkra, og þegar i ljós koma óeðlilegar efnabreytingar er mögulegt að stöðva með lyfjum framsókn gigtarsjúkdómsins. Umfangsmiklar rannsóknir á gigtarsjúkdómum á undanförn- um áratugum hafa leitt af sér framfarir i meðferð flestra gigtarsjúkdóma, en þó virðist liðagigt hafa setið á hakanum. Samt standa vonir til þess, að rannsóknirnar beri árangur i framtiðinni og gigt verði einn þeirra sjúkdóma, sem manns- andinn beri gæfu til að sporna gegn og útrýma loks með öllu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.