Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 18
Laugardagur 11. mars 1978 vMm Svona lita elstu spilin i safni Kagnars Fjalars út. er Grænland sýnt fast við Norður-Ameriku. Sem dæmi um spil sögulegs eðlis eru hér spil, sem segja frá deilum kaþólikka og mótmælenda i Bretlandi. Þau eru frá 1678 og nefnast „Hið hryllilega páfasamsæri.” Onnur landafræðispil frá 1678 segja frá helstu borgum hinna ýmsu landa. A Islandi eru þar talin til helstu borga Bessastað- ir, Hólar og Skálholt.” „Ein spilin voru gefin út i til- efni 100 daga stjórnartimabils Napóleons. Þar táknar hjartað franska herinn, spaðinn þann breka, laufið þann rússneksa og tigullinn þýska herinn. Tveir pakkar eru frá frönsku stjórnarbyltingunni. þau voru gefin út árið 1 og 2 eftir nýja timatalinu þeirra, sem miðað- ist við byltinguna. 1 þessum spilum voru kóngurinn og drottningin lögð niður. 1 staðinn fyrir kónginn kom „hinn vitri”, i stað drottningarinnar kom „hin dyggðuga” og i stað gosans „hreystin”. 1 öðrum spilunum er Rousseau laufkóngurinn. Spil frá þessum tima eru mjög fágæt, en auk þessara tveggja stokka á ég myndir af flestum þeim spilum, sem þá voru gefin út. Sem enp eitt dæmi um söguleg spil má nefna spil frá þræla- striðinu, en þá voru gefin út spil af þvi tilefni bæði i Norðurrikj- unum og Suöurrikjunum.” Að skera niður kjöt og fisk 1 safni Ragnars Fjalars eru mörg önnur spil sem veita skemmtilega og hagnýta fræðslu. Þarna eru spil sem sýna hvernig á að skera niður kjöt og fisk, spil með myndum úr skáldverkum, stjörnufræði- spil, spil með nótum, sem hægt er að leika eftir, sé þeim rétt raðað saman. Þá eru þarna reikningslistar- spil frá 1711. Af þeim eru aðeins fjögur eintök til i heiminum. Tvö þeirra eru á breskum söfn- um, enskur safnari á eitt og Ragnar Fjalar það fjóröa. ' 11 Tlic Artiek or Poi.AR 1.AND //v /flax. Ky' 1 flel ilMtl r.P>s//L- A •/.> n }jfJ/aaTi. ' f .’ P’ n . f/ ■ r Þetta spil er úr einum landa- fræðistokknum. Það á að til- greina helstu borgir á Græn- landi og tslandi. tslensku „borgirnar” eru Bessastaðir, Hólar og Skálholt. Sýnishorn af spilum Tryggva Magnússonar með karikatúrum af þekktum islenskum stjórnmálamönnum. islenskir stjórnmála- menn á spilum „Island á tiltölulega margar, listrænar spilagerðir,” sagði Ragnar Fjalar. „Til dæmis teiknaði Tryggvi Magnússon mjög skemmtilega karikatúra af stjórnmálamönnum, sem þó komu aldrei út. Slikir kárika- túrar eru mjög algengir i spil- um, en mér finnst þessi ákaf- lega vel gerð, mun betur en sambærileg erlend spil. Vinur minn, Guðbrandur Magnússon hefur fullgert myndirnar og hyggst gefa út bók um sögu spilanna, þar verða myndir af þessum spil- um. Þau sýna islenska stjórn- málamenn um 1940-45. Sjálf- stæðisinenn eru spaðaspilin, framsóknarmenn laufið, al- þýðuflokksmenn tigull og sósial istar hjartað. Meðal þeirra manna, sem þarna eru myndir af, má nefna Emil Jónsson, Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Eystein Jónsson, Einar Olgeirs- son, Halldór Kiljan Laxness, Jakob Möller og Vilhjálm Þór. Á hverju mannspili eru myndir af tveimur mönnum. Hér á ég lika myndir af teikn- ingum Astu Sigurðardóttur, málara, sem eru mjög listrænar og fallegar. Þær eru af þjóð- sagnarpersónum og var Ásta svo til búin að teikna mannspilin og ásana. Væri mjög æskilegt að þessi spil kæmu út.” „Ein er sú spilagerð, sem ég hef haft ákaflega mikinn áhuga á. Þetta eru svokölluð trans- formationspil, sem komu út á fyrri hluta 19. aldar. A bak við spilamerkin i þessum spilum eru teiknaðar myndir og eru þá spilamerkin ýmist grimur, hatt- ar, föt, stólbök eða eitthvað an- að. Er þetta gert af mikilli hug- vitssemi og mannspilin eru venjulega handunnin. Ég á nokkuð mörg spil af þessari gerð. Þau elstu eru sennilega frá 1803 og eru mynd- irnar á þeim úr leikriti Shake- speares „Sem yður þóknast”, en það er um hina sjö aldra mannsins.” Ekki verðgildið „Það hefur farið mikill timi hjá mér i þetta safn á liðnum ár- um, en undanfarið hef ég ekki haft mikinn tima fyrir þetta,” sagði Ragnar Fjalar. „Ég geri nú aöeins boð i betri pakkkana og kaupi aðeins fáa pakka á ári. Þó fylgist ég alltaf með þvi hvað er á markaðnum með samböpd- um við erlenda klúbba safnara. Það er alls ekki verðgildi spil- anna, sem veldur áhuga minum á að safna þeim. Ég hef alltaf haft gaman af gömlum hlutum og ég safna spilunum fyrst og fremst til að hafa eitthvað fal- legt til að horfa á og til að eign- ast eitthvað fágætt.” BETRA ER GEYMT EN GLEYMT „Skóreru hamingju- merki,r segir Guðmunda Petersen, sem safnar postulinsskóm og öðrum skóm úr ýmsum óttum Guömunda Petersen meö postulinsskóinn sem hún erföi frá ömmu sinni. A borðinu má meöai annars sjá gömlu tréskóna hennar. ,, Þetta byrjaði með því að ég erfði tvo litla tré- klossa og einn postulinsskó frá ömmu minni, þegar ég var unglingur," sagði Guðmunda Petersen í samtali við Helgarblaðið, en hún á nú talsvert gott safn af litlum skrautskóm. ,,Tréskórnir eru frá Belgíu og fékk amma þá f rá syni sínum árið 1912. Þeir eru ekki mikið fyr- ir augað, en postulínsskórinn fannst mér alltaf, og f innst enn það f ínasta sem til er," sagði Guð- munda. Lengi vel voru aðeins þessir þrír skór í eigu Guðmundu, en fyrir 22 árum fór þeim að f jölga og síðan haf a stöðugt verið að bætast skór í saf n- ið. Flestir vinargjafir „Annars getur þetta tæplega talist vera safn,” sagði Guð- munda. „Ég hef ekki safnaö skónum skipulega, heldur eru flestir þeirra vinargjafir sem mér hafa borist á liðnum árum. Sérstaklega hafa ein kunn- ingjahjón min fært mér marga skó frá ferðalögum sinum. Þar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.