Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 11.03.1978, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 11. mars 1978 KONUR í nYNDLIST eftir Svölu SigurleifsdSttur rKandinsky og Erma Bossi" eftir Gabriele Munter, 1910. mála glermyndir með þessari alþýðulistar-tækni, og þar að auki notar hún svo þær myndir i uppstillingar sem hún málar með oliulitum á léreft. Þegar fyrri heimstyrjöldin brýst út flýja þau Þýskaland til Sviss og þar með lýkur stórkost- legu gróskutimabili i lffi þess- ara tveggja málara. Hann fer siðan til Rússlands 1915 og hún til Sviþjóðar. Hún býr i Sviþjóð og Danmörku styrjaldarárin en flyst siðan aftur til Þýskalands. Þegar Kandinsky giftist Ninu, ungrirússneskrikonu 1917 rofn- ar samband hans og Gabriele. Arin eftir styrjöldina er hún rót- laus og málar litið, en teiknar talsvert. GABRIELE MUNTER Þessi öld sem viðlifum á hefur aliö svo margar stórkostleg- ar myndlistarkonur að ekki er unnt i greinaformi a6 gera þeim og verkum þeirra nein viðhiitandi skil. Undanfarin ár hafa kontið út margar bækur og nokkur timarit sem eingöngu fjalia um myndlistakonur og verk þeirra. Hér á sfðunni er listi yfir yfirlitsbækur, en einnig hafa komiö út fjölmargar bækur um einstakar myndlistarkonur. Þvi mun ég héðan i frá einungis fjalla um myndlistarkonur sem Htt eru þekktar hér I dag. Jafnvel þótt myndlistarkvcnna sé getiö I viðurkenndum listasöguritum er undir hælinnlagt hvernig meöferð þær fá þar. Oft væru þær betur komnár án þeirra kynningar, eins og i „Nútlmaiistasögu” H.H. Arnasons sem segir:„Gabriele Múnter was a charming and decorative disciple of Kandinsky”. (bls. 175) Má vel vera, en nú er vitað að hún var ýmislegt fleira og lifsstarfi hennar mætti lýsa á annan hátt. í „Myndlistarkvenna- skóla” Gabriele Munter fæðist 19. febrúar 1877 i Berlin og eru foreldrar hennar af þýsku bergi brotin en höföu dvalist um tima i Norður—Ameriku. Sem barn hafði Gabriele takmarkaðan áhuga á skólanáminu en stund- aði hestamennsku, hjólreiðar og útilif. Hún teiknaði mikið en kynntist ekki myndlist á heimili sinu, heldur voru tónlist og bók- menntir aðal áhugamál fjölskyldunnar. Tuttugu ára gömul heldur Gabriele til Dusseldorf i þvi augnamiði að leggja stund á myndlistarnám, en sú borg er þá rómuð fýrir góða myndlv staskóla. Konur fá þó ekki inni i hinni opinberu myndlistarakademiu og þvi sættir Gabriele sig i fyrstu við að nema i „Myndlistarkvenna- skóla”. Henni finnst þó námið ekki sérlega upplifgandi og hættir þar til að komast með eldri systur sinni í heimsókn til ættingja i Bandarikjum Norö- ur-Ameriku. Þær systur ætla I upphafi aðeins i stutta heim- sókn, en endirinn er sá að þær dvelja þar i tvö ár. Á þessum tima ferðast þær mikið, sér- staklega um Texas og Arkans- as. I þessum ferðum skissar Gabriele mikið i fyrstu en eftir að henni áskotnast myndavél tekur hún myndir af kappi. Gabrielekemurafturheim til Þýskalands 1901, þá tuttugu og fjögura ára gömul. 1 viðtali við E. Roditi 1959 segir hún um þann tima meðal annars: „Arið 1901 ákvað ég að flytja til Munchen. Fyrir þann tlma hafði enginn hvatt mig til dáða á myndlistarsviðinu. Þýskir málarar neituðu að trúa þvi að konur hefðu myndlistarhæfileika og mér var neitað um inngöngu I Akademiuna i Munchen. A þessum tima gátu konur aðeins lagt stund á myndlist- arnám i einkatimum eða i stúdiói Sambands myndlist- arkvenna”.. Sambúð með Kandinsky Gabriele sækir tíma i ofan- greindu stúdiói en gefst fljótlega upp á náminu þar. Um þetta leyti sér hún skúlptúra eftir Husgen sem hrifa hana. Þessi Husgenkennir þá við nýstofnað- an skóla sem nefndur er Phalanx og þar innritar Gabriele sig. Hinn rússneski Wassily Kandinsky (1866-1944) er kennari þar og einn af stofn- endum skólans. Gabriele sækir tima til Husgen og Kandinsky. Hún er mjög áhugasöm við námið og er dyggilega hvött af Kandinsky. Margir nemenda Kandinsky hafalátið I ljós aðdá- un á honum sem kennara og i porpi sem nefnist Murnau og stendur við rætur Bæheimsku- alpanna, þegar Gabriele kaupir þar hús. Þarna i Murnau mála þau af miklum krafti, stunda garðrækt og fábrotið lif. Þau eru þó ætið I tengslum við myndlistarlifið i Munchen og taka virkan þátt i hræringum i myndlist þar. Þau eru á meðal þeirra sem stofna „hið nýja^bandalag myndlistar- manna I Munchen” 1909, en þeg- ar mynd eftir Kandinsky er hafnaö á sýningu Bandalagsins 1911 ganga þau úr þvi. Asamt fleirum stofna þau sýningarhóp sem nefnir sig „Der Blaue Reit- er” og á fyrstu sýningu þess hóps sýnir Gabriele sex mál- verk, en fjórtán grafik-myndir á annarri sýningunni. Að lokinni þeirri sýningu leysist hópurinn upp og sýnir ekki saman oftar. Undir áhrifum alþýðu- listar A þessum árum málar Gabriele myndir af fólki innan húss, kyrralifsmyndir og af landslagi. Hún sker lika myndir i tré og þrykkir. Málverk henn- ar verður fyrir miklum áhrifum af tréskurðarmyndum, hún ein- faldar flatarskiptinguna og not- ar tiltölulega fáa liti. Þótt hún sé hluti af Biaue Reiter-hreyfing- unni og á margan hátt sterkt ,Frá Bæheimi" eftir Gabriele Munter, 1936. mynd sem Gabriele málar 1910 er hann i hinni táknrænu „kenn- arastellingu” (sjá meðfylgjandi mynd). Phalanx-skólinn er lagður niður ári seinna en með Gabrielu og Kandinskj' tekst mikil vinskapur og búa þau saman rúman áratug. A þeim tima ferðast þau mikið, aðal- lega suður á bóginn og allt til Afriku. Þau setjast að i litlu tengd hugmyndafræði hennar er hún nær frönsku Fauve-istunum með tilliti til litameðferðar en aðrir meðlimir Blaue Reiter. Á þessum tima er Kandinsky að fást við óhlutlæga myndgerð en Gabriele heldur sig við sin fyrri myndefni. Hún hrifst af bæheimskri alþýðulist, bæði glermyndum og styttum. Hún og fleiri i Blaue Reiter hópnum Útskúfun 1 lok þriðja áratugsins sest hún aftur að i Murnau og fer að mála landslag að nýju. Þegar hún sýnir 1937 i Munchen eru myndir hennar teknar niður af nazistum og stimplaðar sem „úrkynjuð list”. 011 striðsárin málar hún á laun í Murnau og þar til hún deyr 1962 er hún virkur málari þar. Maðurinn sem er félagi hennar þetta seinna Murnau-timabil heitir Dr. Johannes Eichner og skrifar hann athyglisverða bók sem hann nefnir „Kandinsky og Gabriele Munter”. Þessi bók á án efa eð vera einhvers konar svar Gabriele við þvi að I drög- um að ævisögu Kandinskys sem Nina kona Kandinskys, skrifar og gefur út i tilefni 60 ára afmælis hans, er ekki einu orði minnst á samband hans við Gabrielu, né dvöl hans i Murnau. Þessi útskúfun Gabriele er vafalaust að vilja Kandinskys. Sama ár og bókin kemur út, 1957, gefur Gabriele einnig borgarlistasafni Munchen 61 málverk eftir s jálfa sig, 120 málverk eftir Kandinsky ásamt hundruðum grafik-mynda og teikninga eftir hann, allt frá timabilinu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Þessi gjöf er sú stórkostlegasta sem þessu safni hefur hlotnast. Nú rúmum áratug eftir dauða hennar er auðveldara en fyrr að meta þessa miklu myndlistar- konu sem sjálfstæða myndlist- armanneskju en ekki sem smástirni fylgjandi plánetunni Kandinsky. Eftir þvi sem tim- inn liður breytast stærðarhlut- föll þessara myndlista-hnatta stöðugt, Gabrielu i hag. BÆKUR UM MYNDLISTAR- | KONUR: „A history of women artists” eftir Hugo Munsterberg. Otg. 1975 af Clarkson N. Potter, N.Y. „Art and sexual politics” eftir T,B,Hess & E.C.Baker. Otg. 1971 af Collier Books, N.Y. „From the center”eftirLucy R. Lippard. Otg. 1976E.P.Dutton& Co. N.Y. „Our hidden heritage” efhr Eleanor Tufts. Otg. 1974 af Paddington Press, N.Y. „Women artists 1550-1950” efhr Ann Sugherland Harris & Linda Nochlin. Otg. 1976 af A.A.Knopf, N.Y. TIMARIT: „Heresis”, P.O.Box 766, Canal Street, N.Y., N.Y. 10013, U.S.A. „The Feminist Art Journal”, 41 Montgomery Place, Brooklyn, N.Y. 11215, U.S.A. „Womenart Magazine”, P.O.Box 3358, Grand Central Station, N.Y., N.Y. 10017, U.S.A. .. . KJORBUÐ MELABRAUT 57 Seltjarnarnesi Sími 20785 Opið alla daga til kl. 22.00 ATH. Einnig laugardaga og sunnudaga SJALFSAFGREIÐSLA: Brauð Mjólk Kjötvörur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.