Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 27. mal 197S. VISIR MILLJÓNAMÆRINGURINN JIM SLATER SEGIR FRÁ SÍl hefja bresku skákiþróttina upp tilmeirivegsmeðþviað styrkja Hastingsmótið, sem fer fram árlega. Hugmyndin var að stækka það og gefa okkar ungu efnilegu skákmönnum fleiri tækifæri til þess að verða alþjóðlegir meistarar. Þvi marki gátu þeir einungis náð með þvi aö tefla á nægilega sterkum mótum. Okkar besta mót var Hastings-mótið, og það var ekki nógu stórt. Fjöldi keppinauta þeirra var mjög takmarkaður. A meðan mundi þeim ekki boðiö til móta erlend- is, fyrr en þeir væru orðnir alþjóðlegir meistarar. Þetta var sjálfhelda. Sá styrkur, sem ég veitti Hastingsmótinu, fór lágt og hafði ekki vakið neitt umtal. Heimsmeistaraeinvigið átti eftir að verða annar hand- leggur. Fischer von vestursins Fyrri tvo áratugi höfðu RUss- arnir algerlega drottnað yfir skákheiminum, uns Vesturlönd tefldu fram tveim framúrskar- andi skákmönnum, Bobby Fischer frá Bandarikjunum og Bent Larsen fra Danmörku. Serlega sýndist Fischer vera undravert efni, en honum háði duttlungafull skaphöfn. Hann var i vissum skilningi skákinni þaö, sem Rúmeninn Nastase var tennisnum um tíma. 1 un d a n U rs 1 i t u m heims- meistarakeppninnar voru átta skákmenn orðnir eftir og skyldu tefla tiu skáka einvigi. Fischer var settur niðurá móti Taiman- ov frá Rússlandi. BUast mátti við leikslokum á borð við sex jafntefli, en annarynni þrjárog hinn eina, þegar svo sterkir skákmenn etja kappi saman. Þegar þarna er komið skáksög- unni eru umsamin jafntefli al- gegn fyrirbrigði, en þá kom Fischer til skjalanna. Honum var meinilla við friðsamleg jafntefli og tefldi til sigurs. Hann tók Taimanov eins og hnifur sker bráðið smjör, og Duttlungafull fram- koma skáksni llingsins Bobby Fischer fyrir ein- vigi hans við Spassky í Reykjavík sumarið 1972 varð þess valdandi að augu heimsins beindust að einvíginu og islandi vikum saman. Fischer kom sífellt með nýjar kröfur og þegar einvígið átti loks að hef j- ast lét hann þau boð út ganga að hann kæmi ekki nema vinningsupphæðin yrði hækkuð en hún nam 125.000 dollurum. Þegar hér var komið sögu var þolinmæði manna þrotin. Skáksam- band Islands lýsti því yfir að ekki yrði um að ræða neinar breytingar frá fyrri samningum. Forseti FIDE dr. Euwe lýsti því yfir laugardaginn 1. júlí að ef Fischer yrði ekki kominn til Islands á há- degi þriðjudaginn 4. júlí yrði hann úr leik. Að morgni mánudags bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að Fisch- er ætlaði ekki að koma nema gengið yrði að kröf- um hans. Heims- meistaraeinvígið virtist vera farið út um þúfur áður en hæfist. I Reykja- vík beið heimsmeistarinn Spassky eftir áskorand- anum Fischer ásamt tug- um erlendra frétta- manna. Eftirvæntingin var geysileg en öll sund virtust lokuð. Siðdegis á mánudag bárust þau tíðindi að breskur auðmaður Slater að nafni, hefði boðist til að leggja fram 50 þúsund sterlingspund til að hækka vinningsupp- hæðina. Þetta jafngilti 11 milljónum íslenskra króna og það var ekki að sökum að spyrja^morgun- inn eftir kom Fischer með Loftleiðavél frá New York. Fréttin var á for- síðu heimsblaðanna, en menn voru litlu nær um það hver þessi Slater væri og hvað varð til þess að hann bjargaði einvíginu á svo óvæntan hátt á ell- eftu stundu. Nú hefur Slater hinn breski birt endur- minningar sínar og þar segir frá því þegar hann ákvað að leggja fram 50 þúsund pundin og bjarga einvíginu. —SG HRINGDII DA VID FROST, SEM HRINGDI í KISSINGCR, „....Éghafði fylgst af athygli með aðdraganda heims- meistaraeinvigisins i skák, sem hefjast átti snemma i jUli. Sjálf- ur hafðiég hætt að tefla, eftir að ég lauk skóla. Það tók of mikinn tima, krafðist of mikillar ein- beitni, meöan ég var að færa endurskoðun. Hér fyrrum i Hertford Street hafði Herbert Despard glætt að nýju skák- áhuga minn með þvi að biðja' mig að hjálpa sér að bæta tafl- mennsku sina. Ég haföi gaman af að tefla á nýjan leik, og tók um tíma til við að sækja skák- klUbb einn i London. Fljótlega tók ég þó bréfskákina fram yfir þvi að hana gat ég iðkað við meiri hentugleika, þegar ég kom heim á kvöldin. Eftir kvöldmat sat ég gjarnan fyrir framan sjónvarpsskjáinn með skákborð við hlið mér. Mér tókst nokkuð vel við bréfskák- ina og hækkaði i styrktargráð- um, uns svo var komið, að frek- ari framför útheimti töluvert mikla vinnu og fyrirhöfn. Ég haföi haldið við kynnum minum frá æsku við Leonard Barden, sem hafði verið Bretlands- meistari og er i dag einn af fremstu skákdálkahöfunum blaðanna. Að hans ráði fór ég að leggja hönd á plóginn við aö SCM AFTUR verölaunafénu, fimmtiu þúsund sterlingspundum, sem honum fannst aö ætti að tvöfalda. Mánudagsmorgun einn i jUli var ég i bifreiö á leið inn I London hálfleiður vegna þess að Fischer kynniað hætta við að tefla við Spassky eftir alla eftir- væntinguna. Kom mér þá skyndilega i hug, að ég gæti auðveldlega seö sjálfur af fimmtiu þUsund sterlingspund- um til að verðbæta einvigislaun- in. Auk þess að ég mundi sjálfur geta haft smágaman af öllu uppistandinu, sem það ylli, gæti þaðriðið baggamuninn og veitt skákunnendum um heim allan HRINGD vann sex skákirgegn núll. Næst var hann settur niður á móti Larsen, og þótt menn veðjuðu á Fischer var búist við tvisýnni hildi. En þegar á hólminn kom vann Fischer aftur sex skákir gegn núll. Þvilikt og annað eins hafði aldrei gerst I skákheimin- um, og i fyrsta sinn horfði til þess að Rússunum urði veitt einhver keppni. I siöasta kandi- dagtaeinviginu mætti Fischer Petrosian, shiildar varnarskák- manni, sem hafði verið heims- meistari á undan Spassky. Fischer vann fyrstu skákina, en tapaði annarri. Næstu þrjár urðu jafntefli, og leit út sem Fischer heföi misst skriöinn. Einhverjir sögðu, að hann hefði fengið slæmt kvef, og allir i skákheiminum veltu fyrir sér, hvorthanngæti náð sér aftur á fyrri ferö. Þeir urðu ekki von- sviknir. Eftir þennan stundar- dvala tók Fischer aftur upp sigurþráðinn og vann fjórar skákir i röð á móti Petrosian. Þar með var Fischer orðinn áksorandi Spasskys. Menn væntu þess, að þetta yrði ein- stakt einvlgi, þvi að Spassky var snilldar sóknarskákmaður eins og Fischer og hafði vakið athygli strax á æskuárum. Fékk hugmyndina á leið i vinnuna. Meðan á undirbúningi ein- vigisins stóð á Islandi, fór Fischer að bera sig illa undan einvigisreglunum og þá sérlega

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.