Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 21

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 21
vism Laugardagur 27. maf 1978. S»"»ur "Æ «á"“m V r-á?r^mr^ö»áfr^ l\^'0'“im"m *»«" SSSSfl W"""3 i\wrW^i«a»f,'.'3S&>9ar v __ 1\ „Þao.'*'SvrW.obónd» 09 -S „Sennilega smíðagalli að eiga svo sfórf ftjarfa*«M.,rr síðari hluti viðtals við Ingólf Guðbrandsson Vllt«9lsiddflAndrésdlétfir MyndirtðensarV.iln^réssðR gæggsg] /,Tengslin við móður náttúru mikilsverð" Og stuttu siðar vindum við okkur aftur i timann. „Ég fæddist i sveit og eyddi bernskuárum minum á Siðu i Vestur-Skaftafellssýslu. Þar er náttúrufegurð mikil og stórfengleg sýn til fjalla og jökla á báðar hendur. Vafalaust er fegurðarskyn mitt að verulegu leyti mótað af þessu umhverfi og hrikalegum andstæðum náttúrunnar.” „Tengslin við móður náttúru eru mér mikilsverð, og ég nota hvert tækifæri sem gefst á sumrin til dvalar i sumarhúsi minu á Þingvöllum. Þar er náttúran töfrum gædd. Og hvergi finn ég tengslin við móður jörð betur en þar og i Skaftafellssýslu. En þaðan á ég minar fyrstu bernskuminn- ingar.” Stalst í kirkjuorgelið þegar færi gafst — Eftir hverju manstu fyrst? „Það er furðulegt að fyrstu minningar bernskunnar eru tengdar tónlist. Ég man alltaf þegar læknirinn á Breiða- bólstað, góður vinur okkar, settist viö orgelið og tónarnir svifu út i loftiö.” „Siðan ólst ég upp á kirkju- staðnum Prestbakka i nokkur ár þar sem faðir minn var bóndi. Og stalst i kirkjuorgelið hvenær sem færi gafst. Einu sipni kom presturinn aö mér þegar ég þandi orgelið svo undir tók. En ég hlaut engar snuprur fyrir, heldur bað hann mig aö spila við messuna næsta sunnu- dag. Þá hef ég liklega verið tiu eða ellefu ára.” „Þrátt fyrir litilsháttar til- sögn fór ég á mis við þá tónlistarkennslu i æsku sem ég hefði þurft að fá og hefði ef til vill breytt öllu lifi minu. A unglingsárum i Reykjavik lærði ég tónlist mér til gamans, en mig óraði ekki fyrir þvi þá, að ég ætti eftir að verða fyrstur Islendinga til þess að stjórna flutningi nokkurra stærstu vandmeöförnustu og veglegustu tónsmiða allra tima. Sejnna komst ég til tónlistarnáms i Bretlandi og Þýskalandi og nam viö Guildhall School of Music i London og tónlistarháskólann i Köln... Þá uppkominn maöur.” //Hiklaust hamingjusamur maður" — Manstu hvers þú óskaðir að verða sem litill drengur? „Hugur minn stóð einkenni- lega nærri tónlistinni frá 21 upphafi og einskis óskaði ég mér frekar þá, en að fá að fara til Reykjavikur og læra að spila á stóra pipuorgelið hans Páls Isólfssonar. Ég varð aldrei nemandi Páls i beinni merk- ingu, en fáir Islendingar hafa uppörvað mig og hvatt jafn mikið og hann. Enda hreifst ég mjög af list hans. Og hann var alltaf boðinn og búinn til að- stoðar i upphaíi tónlistarferils mins.” „Stórir listamenn eru alltaf litillátir. En ég átti þvi láni aö fagna að njóta handleiðslu frábærra kennara á stuttum námsferli minum erlendis. En timinn er afstæður og ærið misjafnt hvernig mönnum nýtist hann. Aðeins fáum auðn- ast að ná langt i listinni. Þótt allri ævinni sé varið til. Það þarf stóran anda til að skilja stórfenglega tónsmið og koma henni til skila. Viðkvæmni og ástriðu getur sá einn náð fram i tónverki, sem sjálfur er gæddur þessum eiginleikum. Sá sem er litill i sálinni, sljór i skilningn- um og slappur i tilfinningum sinum, nær aldrei árangri i túlk- un sinni á tónlist. Hversu mikiö sem hann lærir og kann til verka i faglegri merkingu.” — Ert þú hamingjusamur maður i dag? „Ég er hiklaust hamingju- samur maður. Veraldleg gæði skipta mig ekki höfuðmáli, — það er gott að njóta þeirra; en þau eru ekki lifstakmark.” — í hverju er hamingjan fólg- in? „Hún er fólgin i hinu veitandi lifsviðhorfi. I þvi að gefa — gefa af sjálfum sér. Að gefa góöar hugsanir. Þær geisla út frá þér eins og birta berst frá ljóskeri. Hinar einu sönnu gjafir eru gjafir hjartans. Ast, skilningur, samúö, gleöi, umburðarlyndi og fyrirgefning. Og gjafir hugans, hughreysting, hugmyndir, hug- sjónir og hollráð.” //Hamingjan birtist lika i hinu smáa..." „Endalaus uppfylling ytri þarfa tryggir ekki hamingju. Þvi hún er fólgin i þvi sem gerist innra meö okkur sjálfum. Hamingjan er hugarástand. Hún er ekki undir þvi komin aö gera það sem okkur langar aö gera. Heldur þvi aö langa til aö gera það sem viö þurfum að gera. Hamingjan er fólgin i fullnægjunni sem fylgir góðu verki. 1 lausn vandasams við- fangsefnis sem krafðist alls hins besta i okkur sjálfum. En ham- ingjan birtist þeim lika i hinu smáa, sem hafa augu og eyru opin fyrir fegurðinni.” „Gamall indverskur máls- háttur segir: hjálpaöu báti bróður þins að landi og sjá þinn kemst einnig yfir.” — Hvaö áttu erfiðast með aö „Hér er náttúran töfrum gædd”. A Þingvöllum á Ingólfur sumar- hús. Hér er hann þar ásamt Gordon Honeycombe, breskum sjón- varpsmanni og rithöfuudi. ______

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.