Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 30

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 30
30 Laugardagur 27. mal 1978. VISIR Verslunarhúsnœði óskast Ca. 100-150 ferm. verslunarhúsnæði óskast nú þegar i Reykjavik. Upplýsingar um stærð staðsetningu og verð sendist augld. Visis merkt „Strax”. BJÖRNÍNN Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 15105 Auglýsing Greiðsla oliustyrks i Reykjavik fyrir timabilið jan.-mars 1978 er hafin. Oliustyrkurinn er greiddur hjá borgar- gjaldkera, Austurstræti 16. Afgreiðslutimi er frá kl. 9.00-15.00 virka daga. Styrkurinn greiðist framteljendum og ber að framvisa persónuskilrikjum við mót- töku. Skrifstofa borgarstjóra. í Reykjavík Umsókn um skólavist Móttaka umsókna um skólavist i eftirtald- ar deildir fer fram i skólanum, dagana 31. mai til 6. júni kl. 9.00-16.00. Öllum umsóknum skal fylgja ljósrit eða staðfest afrit af prófskirteini. Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglum Menntamálaráðuneytisins um nám i framhaldsskólum. Upplýsingar verða veittar af starfsmönn- um skólans við móttöku umsókna. 1. Samningsbundnir iðnnemar: Nemendur hafi meö sér staöfestan námssamning ásamt ljosriti af prófgögnum. 2. Verknámsskóli iðnaðarins: a. Bókagerðardeild: Offsetiðnir, prentiönir og bókband. b. Fataiöndeiid: Kjólasaumur og klæöskuröur. e. llársnyrtideild: Hárgreiösla og hárskuröur. d. Málmiðnadeild: Bifreiöasmiöi, bifvélavirkjun, blikksmíöi kctil-og plötu- sntíði, plpuiagningar, rennismiöi og vélvirkjun e. Kafiönadeild: Kafvirkjun, rafvélavirkjun, útvarpsvirkjun og skrifvéla- virkjun. f. Tréiönadeild: Húsasmiði, húsgagnasmiöi, húsgagnabóistrun, mynd- skuröur, skipa og bátasmiði. 3. Framhaldsdeildir verknámsskóla iðnaðarins. a. Bifvélavirkjun. b. Húsgagnasmiöi c. Rafvirkjun og rafvélavirkjun. d. Ótvarpsvirkjun e. Véivirkjun og rennismiöi f. Húsasmiði (meö fyrirvara um leyfi fræðsluyfirvalda) g. Blikksmíöi (meö fyrirvara um leyfi fræösluyfirvalda) 4. 1. áfangi: Nám fyrir nemendur sem ekki uppfylia skilyröi um inn- göngu i 2. áfanga eöa verknámsskóla iðnaöarins. Innritun fer fram i Vöröuskóla. 5. Tækniteiknun. \ æntanlegir nemendur 2. bekkjar sæki einnig um skóla- vist. Skólastjóri. Iðnskólinn Texti: Halldór Reynisson Jerúsalem er undarleg blanda af helgidómum, nútimatækni og hversdagsleika. Kúpuliinn er hvolfþakiö á Oniar moskunni, helgasta musteri múöhameöstrúarmanna I borginni. Og viö hana bera sjónvarps- Ioftnet og þvottasnúrur. íslenskir guðfrœðinemar voru í ísrael um það leyti sem gerð var árásin á rútuna, sem leiddi til innrásar i Líbanon. Þeir kynntust baeði Aröbum og Gyðingum og meðal annars var slátrað fyrir þá geit I bedúínatjaldi Sá háttur tíðkaðist á miðöldum, að menn gengju suður til Jórsala eða Jerúsalem. Var þá tilgangurinn annaðhvort að fara í krossferð eða pílagrimsgöngu, aðberja á hundtyrkjanum eða afla sér nokkurra verð- leika í augum Guðs. I mars síðastliðnum var enn efnt til suðurgöngu. Þó var það í friðsamlegum tilgangi og án vonar um verð- leika, þvi slíkur hugsunarháttur sæmir illa í lútersk- um sið. Var hér á ferðinni hópur guðfræðinema ásamt mökum. Ennfremur var kennari með í för, prófessor Þórir Kr. Þórðarson, og kona hans Jakobína Finn- boqadóttir. Hér á eftir fylgja nokkrir þættir úr þessari för, at- vik og viðburðir er komu okkur islendingum spánskt eða öllu heldur ísraelskt fyrir sjónir. Byssumenning Fyrir þegn af „þjóö, er þekkir hvorki sverö né blóö”, eins og skáldiö kvaö, var koman á Ben Gurion-flugvöll viö Tel Aviv að- faranótt 12. mars vægast sagt undarleg. Dularfullir borgara- lega klæddir menn i viðum skyrtum, gónandi fránum aug- um á feröalangana og hermenn með litlar, en ógnarlegar vél- byssur, rétt eins og þær er maður sá i draumaheimi kvik- myndanna, var það sem mætti sjónum okkar. Það sem við heyrðum frekar en sáum, vakti óhug i brjóstum okkar og fékk hjartað til að slá ögn hraðar. Okkur var flutt sú frétt, að 12 timum áður heföu skæruliðar Palestinu-Araba ráðist á strætisvagn á strandveginum norður af Tel Aviv og stráfellt á fjórða tug manna. Ekki minnkaði óhugur- inn, þegar okkur var sagt, að staöurinn væri ekki ýkja langt frá flugvellinum og að farþegarnir hefðu verið ferða- menn. Það siðasttalda var þó leiðrétt siðar. Skyndilega vorum við frið- samir Islendingarnir,' óvanir öðru pólitisku ofbeldi en Gúttó- slag eða rúðubrotum i sendiráð- um, komnir á vettvang fólsku- legra mannviga, er skóku alla heimsbyggðina.Meira að segja hefðu hinir vegnu getað verið við — eða svo fannst okkur um dimma nótt suður i framandi landi. Þessa sömu nótt ókum viö upp til Jerúsalem, og var hópnum skipt niður á nokkra 7-manna leigubila. A leiðinni vorum við stöövuð við vegatálmanir. Einn billinn lenti i þvi að vera stöðvaöur af hermönnum er beindu vélbyss- um sinum aö farþegunum, við- búnir að skjóta. Astæðan var sú að númer leigubilsins var mjög

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.