Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 11
VTSIR Laugardagur 27. maf 1978. n ..Þetta byrjaöi allt á þvjf að herma eftir kenn- urum i gagnfræðaskólanum. Krökkunum virtist líka það vel. Ég kom síð^h fyrst fram opinber- lega á skemmtun hjá átthagafélagi Ingjalds- sands og þetta hefur svo þróast svona stig frá stigi". Jóhannes Kristjánsson er nafn sem sennilega á eftir að heyrast oft í framtíðinni. Jóhannes fæst við eftirhermur og hefur náð ótrúlega góðum árangri á stuttum tíma. Hann er tuttugu og tveggja ára gamall og síðan í vetur hefur hann haft meira en nóg að gera — enda tími árshátíða og kosningafunda. i apríl og maí hefur hann verið upptekinn um hverja einustu helgi. Alvara „Það má kannski segja að ég hafi verið uppgötvaður á flokks- þingi framsóknarmanna i vetur”, segir Jóhannes. „Eftir þá skemmtun fóru tilboðin að koma frá öðrum en vinum og kunningj- um, eins og alltaf hafði verið áð- ur. Lengi vel bannaði ég alveg að ég væri auglýstur, enda var ég bara i þessu að gamni minu. En nú sé ég ekki annað en ég verði að snúa mér að þessu af alvöru”. Jóhannes er bóndasonur frá Brekku á Ingjaldssandi i ön- undarfirði. Hann flutti suður fyrir þrem árum, var einn vetur i bændaskólanum á Hvanneyri, annan i Reykjavik en er nú við nám á uppeldisbraut i Fjöl- brautaskólanum i Keflavik. „Ég hef verið að fikta við að herma eftir fólki alveg frá blautu barnsbeini. Maður tók eftir tökt- um hjá fólki og hermdi eftir lát- bragðinu. Svo fylgdi röddin með. Svona er þetta reyndar enn, og verður sjálfsagt alltaf hjá mér. Maður eins og „sér” röddina. Ég á ákaflega erfitt með að herma eftir fólki sem ég hef ekki séð”. „Ofæfði" „Til að byrja með hélt ég reyndar að það þjónaði engum til- marga á undan honum, en svo kemur þetta allt i einu, vonandi”. „Svo er lika hægt að æfa of mikið. Ég ofæfði mig t.d. svo á Einari Agústssyni einu sinni, að út kom Sighvatur Björgvinsson”. Hlandkoppur Jóhannes heldur mest uppá Ómar Ragnarsson af þeim eftir- hermum sem nú eru starfandi. Annars segist hann ekki hafa séð kollega sina á sviði i langan tima. „Ætli séu ekki fimmtán ár sið- an ég sá Ómar Ragnarsson skemmta i það eina skipti sem ég hef verið á skemmtun með hon- um. Ég gleymi þvi aldrei. Ég var smá-polli og sat framarlega i salnum. Ómar var eitthvað að handleika hlandkopp, og tók sig allt i einu til og skvetti úr honum úti sal. Ég fékk alla gusuna beint á mig. Ætli megi ekki segja að þá strax hafi ég fengið eldskirnina. Mig langar orðið mikið til að sjá hann skemmta”. Jóhannes segist að siálfsögðu eiga sér uppáhaldS'raddir. „Ég held að ég hljóti að tala fyrir munn flestra þeirra sem fást við eftirhermur þegar ég segi að ég haldi mest uppá þær raddir sem ég næ best. Að öðru leyti geri ég ekki upp á milli þeirra. Lúðvik er mjög skemmtilegur, Óli Jó og Geir eru lika i uppáhaldi”. ■ : „Byrjaði a kennurunum I skóla" spjallað við Jóhannes Kristjánsson, eftirhermu Rikisstjórnin litur málið að sjálf- sögðu mjög alvarlegum aug- um.... gangi aö æfa þetta. Ég hélt að ef maður næði ekki röddinni eins og skot þá gæti maður eins hætt við hana. En ég er nú kominn af þeirri skoðun. Það er hægt að ná flestum röddum með þvi að æfa sig. Þó ekki öllum”. „Ég hef til dæmis ekki náð Gisla Halldórssyni almennilega. Ætli maður verði ekki aö taka hann á segulband. Ég hef verið á rangri braut meö hann, eins og Við Alþýðubandalagsmenn.... Segulband Eins og hjá öðrum hermikrák- um eru stjórnmálamenn áber- andi á prógramminu. „Ég hef hlustað á eldhúsdagsumræður frá þvi að ég var átta ára”, sagði Jó- hannes, „og hef alltaf haft jafn- gaman af þvi. Ég hef reyndar tekið þær uppá segulband nú sið- ustu árin. Siðan ég kom suöur hef ég lika setið mikið á þingpöllum og hlustað á umræður á alþingi”. „Sumir þingmennirnir eru lika allt ööru visi i sjónvarpi heldur en þegar þeir halda ræður á fundum. Það er auðvitað eðlilegt. Þeir tala lægra, sitja við borð og svo fram- vegis. Það getur þvi veriö mjög lærdómsrikt að sjá þessa kalla i sjónvarpinu”. Dagskrá Jóhannesar er um fimmtán minútna löng, en veröur oft miklu lengri. „Yfirleitt er þaö þannig þegar maöur er kominn uppá svið, að undirbúna dagskrá- in fer öll úr böndum. Þá er um að gera að láta þetta mótast af gest- unum. Oft gefst það best”, sagði Jóhannes aö lokum. GA Ritstjórn Vfsis fékk smá«sýnishorn af prógrammi Jóhannesar, og viröist eftir myndinni aö dæma lika oii Jó er einn af uppáhaldsköllunum hans Jóhannesar. vel. Viðtal: Guðjón Arngrímsson Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.