Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. maí 1978. visrn I KOSNINGASJÁ VÍSIS UM HVAÐ SNÚAST KOSNINGARNAR í REYKJA VÍK — að mati þeirra sem eru í baróttusœtunum? Guðrún Helgadóttir „Einrœði Sjálf- stœðisflokksins eða íhlutun félagslegra afla" — segir Guðrún Helgadóttir Til þess eru kosningar á f jögurra ára fresti að fólk i borg og bæ — kjósendur — segi álit sitt á gerðum þeirra sem meö stjórn mála hafa farið. Þessi réttur kjósenda er alltof sjaldan nýttur. Þess i stað virðast margir ganga á mála hjá ein- hverjum stjórnmálaflokki fyrir lifstið hvernig svo sem allt velt- ist. Þeir sem vilja nota kosninga- rétt sinn svara þvi á sunnudag- inn hvort þeir vilja hafa einræði Sjálfstæðisflokksins áfram i Reykjavik eða hvort þeir vilja meiri ihlutun félagslegra afla. Borgarmál snúast um það al- mennt og yfirleitt á hvað borgararnir leggja áherslu i framkvæmdum i borginni og hverjir skuli njóta þeirra peninga sem þeir leggja s jálfir i borgarsjóð. Við Alþýðubanda- lagsmenn teljum ekkiað hagur Reykvikinga hafi verið þar efst- ur á blaði i' stjórnartið ilialdsins heldur hagur fámennra hags- munahópa einkagróðans undir verndarvæng skoöanabræðra hans i borgarkerfinu. Við höfum sýnt fram á þetta með óyggj- andi rökum og lagt fram stefnu- skrá okkar i borgarmálum sem menn ættu að kynna sér. Þá gætu þeir séö að hiín er býsna ólik stefnu Sjálfstæðismanna. Reykviskt verkafólk svarar þvi h'ka i þessum kosningum, hvort það sættir sig við að kjarasamningar séu rofnir skömmu eftir undirskrift allra aðila. Borgarstarfsmenn svara þvi hvort framkoma borgaryfir- valda i launadeilunni 1. og 2. mars hafi verið þeim að skapi. Við Alþýðubandalagsmenn ætlum að vera i þjónustu fólks- ins i borginni en ekki láta það hafa okkur á launum við að þjóna eigin duttlungum eins og ihaldið hefur gert f 60 ár. Hálfrar aldar œgi- vald Sjálfstœðis- flokksins býður spillingunni heim — segir Eiríkur Tómasson Eirikur Tómasson Borgarstjórnarkosningarnar snúast fyrst og fremst um það hvort dregið verði úr ægivaldi Sjálfstæðisflokksins hér i Reykjavik. Það er i alla staði óeðlilegt að sami stjórnmála- flokkur ráði einu og öllu f stjórn eins sveitarfélags i hálfa öld — slikt hlýtur að bjóða heim spill- ingu. Allir æðstu embættismenn borgarinnar —að ég hcld — eru f lokksbundnir sjálfstæðismenn enda sitja hagsmunir flokksins en ekki borgarbúa i fyrirrúmi þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Dæmi um þetta er sú ákvörðun borgarstjórnarmeiri- hlutans að synja samvinnu- hreyfingunni um lóð undir vöru- markað þar sem hægt hefði ver- ið að bjóða 10% lægra vöruverð en annars staðar þekkist. Var þessi ákvörðun tekin með hags- muni okkar borgarbúa fýrir augum? Fleiri dæmi mætti nefna en til þess gefst ekki tæki- færi hér. Sé litið á úrslit siðustu borgar- stjórnarkosninga stendur Framsóknarflokkurinn lang- næst þvi af minnihlutaflokkun- um þremur að bæta við sig manni i borgarstjórn. Hætta er á að atkvæði sem greidd eru Al- þýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu nýtist ekki þar sem hvort flokkurinn þarf aö fá tæp þrjú þúsund atkvæði i viðbót frá siðustu kosningum til að bæta við sig manni. Þeir sem vilja draga úr áhrifum Sjálfstæðis- flokksins hér i Reykjavik gera það þar af leiöandi á raunhæf- astan hátt með þvi aö greiða B-listanum atkvæði á sunnu- daginn kemur. „Jafnaðarstefnu Alþýðuflokksins" — segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir „Kosningarnarsnúastum það hvort menn styðji stefnu Sjálf- Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. stæðisflokksins, sem aðhyllist kapftaliskt þjóðfélag líkt og i Bandarikjunum, eða stefnu Al- þýðubandalagsins,sem aðhyllist stefnu sósialisma eins og i rikj- um Austur-Evrópu, eða jafnaðarstefnu Alþýðuflokksins, sem rikt hefur i mörgum lönd- um Vcstur-Evrópu og á Norður- löndum. Það er mikilvægt fyrir alla lýðræðissinna að styrkja og styðja Alþýðuflokkinn i kom- andi kosningum”, sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, kennari þeg- __ ar Visir innti hana eftir þvi um hvað kosningarnar snúast i Reykjavik á sunnudag. Siðastliðið haust tók Sjöfn sæti sem varaborgarfulltrúi i borgarstjórn og jafnframt sæti sem fulltrúi I félagsmálaráði. Hún hefur mikið tekið þátt i félagsmálum á undanförnum árum jafnframt því að sinna húsmóður- og kennarastörfum, en hún er kennari við Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. —H.L. Sigurjón Fjeldsted „Ábyrga stefnu Sjálfstœðisflokks- ins eða sósíalisma Alþýðubandalagsins" — segir Sigurjón Félsted ,,Það er ekki að furða, þótt eitt útbreiddasta dagblað lands- ins varpi fram þeirri spurningu „Um hvað er kosið”, þar sem i ljós hefur komið hér i Reykjavik a.m.k., að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins hafa reynt að komast hjá þvi að segja rétt og satt frá. Vinstri flokkarnir, nema þá Framsóknarflokkurinn, ef dæma má af tölu Kristjáns Benediktssonar i útvarpsum- ræðum s.l. þriðjudagskvöld, ætla kjósendum að trúa þvl, að hér i Reykjavik verði kosið um kjaramál og landsmál, þó alls staðar annars staðar á landinu sé kosið um sveitarstjórnar- og bæjarmál. Satt best að segja, er þessum mótherjum Sjálfstæðismanna veruleg vorkunn, vegna slikrar andlegrar fátæktar f borgar- málum. Reykvikingar ganga nú að kjörborðinu til þess að velja fulltrúa i borgarstjórn, sem fara mun með borgarmál, en ekki landsmál. Málaflokkar Reykjavíkur- borgar eru margir og umfangs- miklir eins og vera ber i borg, þar sem nær helmingur lands- manna býr, og þvi snúast þessar kosningar ekki um neinn ein- stakan málaflokk, heldur, hvort Reykvikingar vilja áfram fylg ja stefnu ábyrgs meirihluta Sjálf- stæðisflokksins i borgarmálum, eða kalla yfir sig sósíalíska stefnu undir forystu Alþýðu- bandalagsmanna”. Sigurjón Fjeldsted er fæddur og uppalinn i Reykjavik. Þar hefur hann búið lengst af, aö undanskildum 5 árum, sem hann bjó á Egilsstöðum og einu ári sem hann bjó erlendis. Sigurjón er skólastjóri Hóla- brekkuskóla i Breiðholti og hefur auk þess starfað sem fréttaþulur sjónvarps f tæp 5 ár. —H.L. LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7 Lee Cooper mótar tiskuna - alþjóölegur tiskufatnaöur smöinn eftir þinum smekk, þínu máli og þínum gæöákröfum. Nýju barnabuxurnar frá Lee Cooper

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.