Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 23
23 vtsm Laugardagur 27. mal 1978. „Stundum veröa tilfinning- arnar skynseminni yfirsterk- ari”. „Hjarta mitt er ekki út- brunnið, þótt logar ástarinnar liafi leikið um það”. hafa verkefnin ekki verið af léttara taginu, svo sem Mattheusarpassia og Jó- hannesarpassia, Jólaðratoria, Magnificat og H— moll messa Bachs, Messias eftir H9ndel o.fl. o.fl. bað sýnir hver itök góð list á i hugum almennings, þeg- ar flutningur hennar nær að hrifa áheyrendur,” „En Pólýfónkórinn hefur lika verið sumum þyrnir i augum. Til eru tónmenntastofnanir i Reykjavik, reknar af almanna- fé, sem beinlinis virðast styrkt- ar til að rífa niður starf Pólýfón- kórsins. bannig er nemendum Söngskólans i Reykjavik bann- að að halda áfram að syngja i Pólýfónkórnum, þótt þeir hafi sungið þar áður, en samtimis er Pólýfónkórnum synjað um fjár- veitingu til starfs sins, og hefur hann þó árum saman rekið stærsta söngskóla landsins^með töluverðum árangri að talið er.” „Um þetta og fleira, sem lýtur að tónlistarmálum á íslandi vil ég helst ekki ræða i fjölmiðlum að sinni, fremur en árin sem ég var námsstjóri i tónlist en var synjað um nokkra fyrirgreiðslu til starfs mins af hálfu ráðuneytisins. bað er geymt en ekki gleymt, og biður betri tima. Birtist kannski i ævi- sögunni, þegar þar að kemur.” #/ Ekki þótt þess verður að koma fram á tónlistar- hátíðum Reykjavíkur" - En er nú ekki afráðið að Pólýfónkórinn haldi áfram? „bað er mörgu háð. Skorað hefur verið á mig aö taka upp taktstokkinn að nýju, en við bið- um og sjáum hvað setur. Kórinn nýtur mikils álits erlendis og mörg boð hafa borist um að hann komi fram á tónlistar- hátiðum, t.d. á Spáni, býska- landi, Kanada, Bandarikjunum og Bretlandi. Hins vegar hefur hann ekki þótt þess verður að koma fram á tónlistarhátiöum Reykjavikur.” „Ég hef ekki tima til að sinna svo timafreku og kröfuhörðu starfi lengur. beir sem borga 80 þúsund krónur i skatta alla daga ársins eiga ekki margar tóm- stundir frá þvi að vinna fyrir þeim og styrkja óhófseyðslu þjóðfélagsins. Og slik skattpin- ing sér fyrir þvi að ég er ekki af- lögufær að reka stofnun eins og Pólýfónkórinn fyrir fé úr eigin vasa.” //Heiðarleikinn fyrsta| boðorð" „Fyrirtæki mitt krefst lika allrar minnar starfsorku, svo að það haldi velli. En ég nýt hvers starfs, sem ég vinn og geng að þvi heils hugar. Ferðamálin eru heillandi, þótt illa sé að þeim búið hér á landi og gjaldeyris- málin alveg sérkapituíi i heimsviðskiptunum. Ég hef átt þvi láni að fagna að vinna brautryðjendastarf i ferðamál- um Islendinga, og það hefur sparað mörgum stórfé og veitt gleði og hætta heilsu. Einhvérn tima verður það ef til vill metið að verðleikum." Fyrirtæki þitt er orðið stórt. Hvernig fórstu að þvi að ná for- ystu i erfiðri samkeppni? ,.Á islenskan mælikvarða er Útsýn stórt þjónustufyrirtæki og er með um 100 manns i vinnu vfir sumarmánuðina þvi að auk starfseminnar hér heima eru skrifstofur og margvisleg önnur þjónusta á 6 stöðum við Miðjarðarhaf, i Torremolinos og Lloret de Mar á Spám. Lignano á Italiu, Portoroz og Porec i Júgóslaviu og Vouliag- meni i Grikklandi. bú komst svo að orði að Pólýfónkórinn hefði orðið viðmiðun i sönglifi ts- lendinga. Margir telja að Út- sýnarferðir hafi ekki siður orðið viðmiðun i ferðamálurn þeirra. bað hefur vakið almenna at- hygli hve reynt hefur verið aö stæla Útsýn og apa allt eftir meira að segja ferðakynning- arnar sem útsýn heldur reglu- lega á Hótel Sögu á veturna. Fyrirtæki mitt hefur aflað sér almenns trausts og umfangs- mikilla viðskipta vegna þess að aldrei hefur verið reynt að blekkja viðskiptavininn með fölskum auglýsingum né selja honum neitt annað en það sem hann getur reitt sig á. Ferða- skrifstofan Útsýn tekur á sig feiknaáhættu á hverju ári til þess að ná sem hagstæðustum samningum sem siðan koma farþeganum til góða i hagstæð- um fargjöldum og bestu fáan- legri aðstöðu. Svo gamaldags er ég i viðskiptum að ég tel heiðar- leika vera þar fyrsta boðorð. En tslendingar eru kröfuharðir og vandlætingasamir. bótt þeim sé veitt miklu meiri þjónusta og betri aðbúnaður en tiðkast hjá erlendum ferðamannahópum, kunna ekki allir að meta það. Oft gleymist farþeganum að verið er að veita þjónustu sem ella hefði kostað hann tvöfalt þrefalt eða jafnvel fjórfalt meira hefði fyrirgreiðsla ferða- skrifstofunnar ekki komið til og þó nýtur hann margvislegrar þjónustu i ofanálag. Ég er fylgj- andi frjálsri samkeppni sé hún heiðarleg en ég hef nú ekki allt- af átt þvi láni að fagna og á raunar ekki enn eins og aug- lýsingar keppinautanna bera með sér upp á siðkastið.” //Enginn annar er frjáls maður" — bú hefur farið viða. „Vist hef ég séð mikið af heiminum og margt af þvi lært. Ég elska Italiu. — Hefur þig alltaf langað til að búa á Islandi? „Nei, stundum hefur þolin- mæðin verið á þrotum og ekki er vist að ég verði alltaf hér. begar ég var litill drengur bað ég til Guðs á hverjum degi að hann hjálpaði mér til að verða góður maður sem gæti gert islensku þjóðinni gagn. Ég vona að lif mitt skilii einhver góð spor eftir sig.Ég hef reynt að hlýða kalli skyldunnar og leggja minn skerf til þjóðfélagsins. Mér þyk- ir vænt um Island og ég reyni lika að láta mér þykja vænt um landann, hvernig sem hann er. betta er margt vænsta fólk”. Botninn i þetta viðtal sláum við með þessum orðum Ingólfs: „brátt fyrir myrkraöfl i hugum margra, ofbeldi sem birtist i mörgum myndum, eiröarleysi og lifsflótta nútimans, trúi ég enn á hæfileika mannsins til aö lifa i friði og sátt við náungann og sig sjálfan, og rétt hans til aö vera hann sjálfur og móta sitt eigið lifsmunstur, óháður múg- hugsun samfélagsins. Enginn annar er í minum augum frjáls maöur” STUÐNINGSMENN D-LISTANS Kjósum snemma Kosning hefst ki. 9 f.h. og lýkur kl. 11 e.h. Kosið verður i Melaskóla, Mið- bæjarskóla, Austurbæjarskóla, Sjómannaskóla, Laugarnesskóla, Langholtsskóla, Breiðagerðisskóla Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla Breiðholtsskóla, Fellaskóla og Ölduselsskóla. r n BIFREIÐAAFGREIÐSLUR /4ÐALSTÖÐVAR NES-MELAR- VESTURBÆR- MIÐBÆR Héðinn h/f Nýlendugötu 45 simi 29377 AUSTURBÆR-HLÍÐAR- HÁALEITI Reykjanesbraut 12 (Landleiðir) simi 20720 4 linur LAUGARNES-LANGHOLT-VOG- AR-HEIMAR - ÁR B Æ R - SMÁÍ BÚÐ A-BÚSTAÐA-FOSS- VOGUR Skeifunni 11 simar 84848-35035 BAKKA-STEKKJA-FELLA- HÓLA-SKÓGA- og SELJAHVERFI Seljabraut 54 simi 76366 (3 linur) UTANBÆJARAKSTUR Skeifunni 13 simi 82222 (3 linur) v________________________J f ^ ALMENN UPPLÝSINtiAMIÐ- STÖÐ Allar upplýsingar varðandi kosningarnar eru gefnar á vegum D-listans i sima 82900 (5 linur) UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOF- AN i Valhöll, Háaletisbraut 1 simar 84302-84751 84037-85547 SJÁLFBOÐALIÐAMIÐSTÖÐVAR Það fólk, sem vill starfa fvrir D- listann á kjördag, er beðið um að koma eða hafa samband við sjálf- boðaliðamiðstöðvar D-listans Skeifunni 11 (suðurhlið) simar 26562-27038 V__________________________J SIGUR REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.