Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 10
10
r
utgelandi: Reykjaprent h/l
Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Palsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömund
ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guöjón Arngrimsson,
Jón Einar Guöjónsson, Jónina Mikaelsdottir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns
son, Oli Tynes, Sæmundur Guövinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlit og hónnun: Jon
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Laugardagur 27. maf 1978. VtSlR
“,,,m ' .................
Auglysmga- og sölustjóri: Páll Stefanssor
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Petursson
Aug lysingar og skrifstof ur: Siðumula 8
simar86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjorn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakið.
, Því bærinn er þrátt fyrir allt
hin brosandi veröld
á bak við myrkur og regn!
Þannig yrkir borgarskáldið
Tómas Guðmundsson. Að undan-
förnu hefur staðið kosningaslag-
ur um Reykjavík. Frambjóð-
endur hafa málað borgina
ýmsum litum i því skyni að draga
til sín kjósendur. En hvað sem
liður ágæti f rambjóðendanna,
hefur enginn þeirra skilið borg-
ina eins og Tómas.
Kristján Karlsson hefur sagt
um Tómas Guðmundsson: ,,Full-
yrða má, að enginn listamaður
hef ur átt jaf nríkan þátt i að móta
hugmyndir landsmanna um
Reykjavík sem nútímaborg með
stórborgorlífi langt umfram
stærð sina né vekja skyn þeirra á
fegurð hennar. Þar sem önnur
skáld yrkja um útsýnina frá
Reykjavík, yrkir Tómas um út-
sýnina inn á við í bænum".
Á morgun kjósa menn. Þá
skiptist útsýnið inn á við í bænum
nokkru máli. Eðlilegt er að menn
haf i mismunandi af stöðu til þess,
hvernig stjórna eigi vaxandi
borgarsamfélagi. AAenn miklast
yfir því sem gert hefur verið á
síðasta kjörtimabi li, fram-
kvæmdum við útivistaraðstöðu
borgarbúa og garðrækt, dagvist-
unarstof nununum, þjónustu-
byggingunum fyrir aldraða og
verndun gamalla húsa, svo dæmi
séu nefnd. Og menn benda með
stolfi á það sem hrinda á i f ram-
kvæmd á næsta kjörtímabili við
eflingu atvinnulifsins.
Svo eru hinir, sem ekki komast
út úr myrkri og regni. Þeir benda
á dagvistunarstofnanirnar, sem
ekki voru reistar, ráðstafanirn-
ar, er átti að gera í þágu atvinnu-
lifsins, geiturnar, sem ekki.finn-
ast í borginni, og einhver þeirra
lýsti Reykjavik sem allsherjar
fátækrahverfi í þeirri trú að
slíkur vitringur hlyti að fá at-
kvæði borgaranna.
Allur er þessi málflutningur
gagnlegur f yrir þá sem á morgun
velja stjórnendur Reykjavíkur-
borgar. Inn á milli þessara Ijósu
og dökku mynda eru svo fléttað-
ar hugleiðingar um ólik grund-
vallarsjónarmið. Á annan veg-
inn er lýst nauðsyn þess að leggja
borgina undir sósíaliskt kerfi, en
á hinn veginn er því hiklaust
haldið fram að best muni gagn-
ast hér eftir sem hingað til að
láta borgaraleg frjálshyggju-
sjónarmið ráða ríkjum.
En þó að þessar vangaveltur
séu líka gagnlegar, sjá borgar-
búar ekki allar hliðar Reykja-
víkur í gegnum sjóngler stjórn-
málaf lokkanna. Það sem vantar
er útsýnið úr glugga borgar-
skáldsins, inn á við i bænum.
Það er langt síðan Tómas Guð-
mundsson sá strætin fyllast af
Ástum og Tótum með nýja hatta
og himinblá augu. Og nú hefur
önnur kynslóð tekið við af hinni.
Tómas fann saltlykt og tjöru-
angan um ströndina víða vega.
Hann sá bátana dotta letilega í
naustum. Hann fann i „fagnandi
hraða" bæjarlífsins tákn nýs
tíma. Hann fór ekki á mis við ást-
ina fyrir sunnan Frikirkjuna. Og
i bernsku vorrar athvarfi,
Austurstræti, grípur þúsund
hjörtu gömul kæti. Þó að menn
hafi lært þar að skrópa úr lífsins
skóla, varð það skáldinu ekki að
yrkisefni í bölsýnisræðu. Þvert á
móti.
Þeir sem setið hafa í myrkrinu
og flutt bölsýnisræðurnar upp á
síðkastið um fátækrahverfið
Reykjavík hafa misst mikils.
Þeir hafa aldrei fengið að lita
borgina úr glugga Tómasar og
vaf asamt er að þeir nái svo langt
í líf inu jafnvel þó að þeir komist í
borgarstjórn. Ef til vill snúast
borgarstjórnarkosningarnar á
morgun um það fyrst og fremst
út um hvaða glugga menn vilja
lita.
Tómas Guðmundsson hefur
ekki aðeins vakið skyn manna á
fegurð borgarinnar. Hann hefur,
hvað sem líður pólitískum fram-
kvæmdaræðum og pólitískum
bölsýnisræðum, sýnt mönnum
fram á, að á bak við myrkur og
regn er bærinn þrátt fyrir allt
brosandi veröld. Annað vegar-
nesti er í sjálfu sér óþarft í kjör-
klefann.
„Þannig
er
bœrinn"
Hér á landi hafa draugar lifað góðu lífi allt frá
upphafi íslensku þjóðarinnar. Oraugarnir skipa
veglegan sess í bókmenntum okkar. Einhver
minnisstæðasta frásögn Grettissögu er um viður-
eign kappans og Gláms. Krökkt er af draugasögum
i þjóðsögunum, og þeir voru í miklum metum, sem
gátu sagt slíkar sögur.
Á þessari öld rafljósa er fremur hljótt um mór-
ana og skotturnar, og þykir mörgum það miður. En
hvað er að gerast í draugamálum í útlöndum?
ERU DRAUGAR
LÍKA
í ÚTLÖNDUM?
Fyrir ekki alllöngu tóku aö
gerast dularfullir atburöir á
skrifstofu lögfræöings nokkurs
i borginni Rosenheim i sunnan
veröu Bæjaralandi. Niöþungur
skjalaskápur færöist úr staö,
skúffur þeyttust úr skrifboröi,
myndir á veggjum snerust viö
eöa duttu á gólfiö, ljósapipur i
ioftinu snerust i ljósastæöum og
sprungu, hlutir tókust á loft,
öryggi sprungu aö ástæöulausu,
simasambönd snarbrjáluðust,
buldu við brestir....
Fjöldi manna varð vitni aö fy-
rirbærum þessum, verkfræö-
ingur, lögreglumenn, kennarar,
eölisfr,æöingar, sálfræöingar,
starfsmenn skrifstofunnar og
viöskiptavinir. Þar sem ekkert
lát ætlaöi að veröa á hamagang-
inum, var ekki um annað að
ræða en kveöja til hinn heims-
kunna „draugaveiðara” Hans
Bender, prófessor viö sálar-
rannsóknastofnunina i Frei-
burg.
Reimleikar
Bender þessi komst brátt aö
þvi, að fyrirgangurinn varð ekki
nema nitján ára gömul skrif-
stofustúlka, Annemari, væri til
staðar.
Væri stúlkan annars staðar
varö engra reimleika vart.
Prófessorinn hefur ritaö
skemmtilega bók um slika
reimleika, og nefnist hún Fjar-
skynjun, skyggni og hugarorka.
Mörg þessara fyrirbæra endur-
taka sig viða. Hlutir fljúga um
stofur, dyr og veggir húsa fá
bylmingshögg, harölokaðir
gluggar og rammlæstir skápar
opnast sjálfkrafa, þungir hlutir
færast úr staö eöa takast á loft,
munir berast inn i læst herbergi
og sýnir birtast.
Sum þessara fyrirbæra má
rekja til unglinga á gelgju-
skeiði, sem eiga i gifurlegum
innri átökum, og þá leysist
þessi griðarlega orka úr læð-
ingi, sem kemur af staö öllum
látunum. Bender er þeirrar
skoðunar, að unglingarnir geti
ekki haft stjórn á þessari hugar-
orku
AAan fram í tímann
Bender álitur, aö draugar séu
til.
Hann og aöstoöarfólk hans
vinna að rannsóknum á alls
kyns fyrirbærum eins og til
dæmis skyggni, hugsanaflutn-
ingi, hugarorku og ófreski.
Sennilega er erfiöast að átta sig
á siðastnefnda fyrirbærinu, þvi
að það takmarkast hvorki af
tima né rúmi. Hvað eftir annað
hefur sannast, að fólk hefur get-
að lýst óorönum atburöum.
Þetta fólk man fram i timann.
Dularfullt
Þá er hugsanaflutningur
dularfullt fyrirbæri. Húgsanir
geta borist á milli fólks, sem
gætt er ákveðnum eiginleikum,
þótt það tali ekki sama tungu-
mál, og fjarlægö skiptir engu
máli. Sovéskir visindamenn
hafa gert velheppnaðar tilraun-
ir á þessu sviði, þar sem hugs-
anir bárust um 700 km vega-
lengd.
Sovétmenn hafa lika gert til-
raunir með hugarorku. Miöill-
inn Nina Kulagina getur flutt úr
stað hluti, sem liggja á borði
fyrir framan hana.
Með tilraunum sem þessum
þykir sannað, að hugarorkan sé
til, og næst er að skýra hvernig
fólk getur leyst úr læðingi orku,
sem er miklu meiri en likams-
styrkur þess.