Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 27. mal 1978. VISIB n Ég er kœrulaus og þ „Ég ætla aö taka hérna nokkrar nótur”, segir hann „og svo skulum vib koma á rúntinn.” Og svo förum vib á rúntinn. Magnús stoppar hér og þar, skokkar inn i verslanir og skrif- stofur og sýnir fólki reikninga sem þaö segist ekki geta borgaö, en honum viröist standa á sama og leikur á als oddi. Ég bendi honum á aö nú sé hann hljóöfæraleikari meö hljóm- sveit, sessionmaöur, lagasmiö- ur, eigi hlut i upptökustúdiói, hljómplötuútgáfu og verslunum og spyr hvort sólarhringurinn sé alltaf nógu langur. Þab er auö- séö aö honum finnst spurningin vitleysisleg enda hlær hann aö henni. „Já, ég hef nú alltaf hugsað þannig að sólarhringurinn sé nógu langur. Ég hef gert mér þaö aö leik vegna þess hvaö ég er kærulaus aö vera alltaf á þönum. Þetta er i lagi meðan maöur er ungur en einhvern tima verður að gera sér grein fyrir þvi að nú sé nóg komið. Annars er ég ekki svo mikið i viöskiptunum. Meöeigandi minn sé um reksturinn á útgáfunni og reyndar á sjálfum mér lika auk þess sem ég hef viöskiptafræðing til að sjá um þær hliðar. Þessi störf væru ósamræmanleg ööruvisi. Nei, ég er bara i snattinu af þvi ég hef gaman af aö keyra um bæinn og skoöa fólkið.” Mikill rólegheitamaöur minum afsiöppuöustu augna- blikum voru þegar öörum fannst allt vera aö fara i vit- leysu. Ég er óhemju kærulaus og þakka guði fyrir það. Sennilega er þaö stærsta vöggu- gjöfin.” Nú ertu sennilega kunnastur fyrir róleg og melódisk lög eins og t.d. Svefnljóö, Litill drengur og To be grateful. Fljótt á litiö sér maður fátt sameiginlegt meö þessum rólegu lögum og daglegu lifi höfundarins... „Já þaö er kannski rétt að lögin stinga i stúf við sjálfan mig sem performer, en sannleikurinn er sá aö ég er mjög meyr og mikill rólegheita- maður. Þótt fólk vilji kannski ekki trúa þvi þá er ég mjög afslappaður dags daeleea. alltaf jafn rólegur og mörg af Kökukef lisskoöanir — Þú talaöir um vitleysu. Er ekki upplagt aö tala svolitiö um þjóömál i framhaldi af þvi? „Þaö er sjálfsagt ekki heppi- legt fyrir mig sem listamann að tala um skoöanir minar á þjóö- málum. Ég er ekki fylgjandi þessum kökukeflisskoöunum sem ætlast er til að allir hafi i dag. Kökukeflisskoöunum já. Það að renna kökukeflinu yfir allt og undir dags daglega til að gera allt slétt og fellt. Þó það sé erfitt að koma með patentlausn- ir þá er þó enginn vandi að sjá að við stefnum i tóma vitleysu. Ég er óhemju hægri sinnaöur og finnst vanta almennilegan hægri flokk, nú eða þá aö hægri flokkurinn þori að vera hægri flokkur. Fólk misskilur algjör- lega þessi hugtök — hægri og vinstri. Það setur hugtakið hægri i samband viö fasisma ■ WlHm I ::0: 'Æ lll: .. X ■ ■ "VK ■' í • ' " ■ ■ É MÉltt 0 §1 mm 5 '\ kÆ' Vl'i I-'ív ■' « •w#s«, -v?'' ,.•tev Magnús Kjartansson hljómlistarmaður er þekktur fyrir að fara eigin leiðir og láta ekki hefðir eða venjur stjórna lífi sfnu. Og kannski var það þess vegna að þegar undirritaður fór fram á viðtal stakk Magnús upp á að sameina gaman og alvöru og fara í bió. Vjðtalið gæti ég tekið meðan á sýningu stæði. Ég varð að vonum heldur óhress og baðst undan svoleiðis myrkraskrifum svo Magnús dró tillöguna til baka, sagðist verða niðri á skrifstofu Hljóm- plötuútgáfunnar klukkan hálf þrjú. Minnugur þess að framkvæmdamenn eru sjaldnast við á þeim tíma sem þeir tiltaka hugðist ég nú vera sniðugur og mætti á staðinn klukkan tvö. En þetta var þá hreint ekkert sniðugt hjá mér, Magnús ekki við og ekki væntanlegur fyrr en eftir klukkutíma. Klukkan þrjú er hann riýkominn og nýfarinn aftur og verður ekki við fyrr en fjögur. Tæplega fjögur er hann ókominn en eftir tuttugu mínútna bið birtist kappinn loksins og spyr sakleysið uppmálað hvort ég sé búinn að bíða lengi. sem auðvitaö er bannorð og á meðan allt sem er til vinstri er tilfinninganæmt og gott og blitt þá er hægri eitthvaö svart og feitt i hvitri skyrtu og er mis- kunnarlaust.” Slá í rassinn á rikisstjórninni „Ég tel aö þjóöfélagið sé hálf lamaö af verkalýösdyntum og vorkenni rikisstjórninni aö þurfa aö standa I þessu. Hún er i rauninni gerð út af verka- lýðnum til aö halda hlutunum gangandi og það er verkalýös- forustan sem stjórnar henni. Rikisstjórnin er ekki annað en dúkkur eöa eigum við að segja dráttarhestar. Verkalýösforus- tan situr i vagninum og slær á rassinn á þeim og segir til um hvað hratt á að aka.” „Hjá mörgum stórfyrir- tækjum úti þykir það ekkert vandaverk að byggja tvö hundruðþúsund manna þorp. Fólkið flytur inn i tilbúnar ibúð- ir og fyrirtækið ræöur einn hag- fræöing til að stjórna þorpinu. Við tslendingar getum hins veg- ar ekki komið okkur saman um neitt i sambandi við þetta þorp sem þó er búið að byggja.” Hrepparembingur og sósíalismi „Annars er byggb á íslandi allt of dreifð. Tvö hundruð manns hér og þrjú hundruö þar og hvert smá þorp heimtar sundlaug, barnaskóla, fjöl- brautarskóla, flugvöll, vega- kerfi, sima, rafmagn og fleira og fleira. Allt fyrsta flokks. Ef þetta fæst ekki er talað um mis- munun og til að sýna fram á óréttlætið er bent á verðmætin sem þessar tvö hundruö hræður skila i þjóðarbúið. Eins og þetta fólk gæti ekki skapaö þessi verðmæti þó byggðirnar væru færri og stærri. 1 þessum smá- þorpum má ekki bila skuttogari þá er allt plássið i rúst nema þá að takist að kria út leyfi til að einhver annar skuttogari landi þar afla sem yfirleitt fæst ekki út af einhverjum hrepparemb- ingi. Fólkið i næsta þorpi segir: af hverju ættum við að fara að láta ykkur hafa fisk þegar viö höfum vinnu til tvö á nóttunni við aflann úr okkar togara? Það er nefnileg það að allir kalla sig sósialista en eru i rauninni harðsviraðasta einstaklings- hyggjufólk. Ég hef flækst viða og rætt þetta við fólk, bæði i svona smáþorpum og viðar. Hljómgrunn? Ja, þegar fólk ypptir öxlum og segir að þetta sé jú tóm vitleysa þetta fyrir- komulag þá kvarta ég ekki. En svona er þetta nú samt, segir fólkið svo, eins og þaö réttlæti eitthvað. Sannleikurinn er sá að þaö er fræðilegur möguleiki að skapa fólki betri lifsskilyröi, ekki bara hér heldur i öllum þessum heimi en þá verðum við lika að breyta um stefnu.” — Djöfuls keyrsla er þetta, segi ég þvi nú breytir Magnús um stefnu og ekur inn á Lauga- veginn. Hann flautar afsakandi um leið og hann svinar fyrir bil sem staðnæmist upp við hliðina á okkur. Ég er við frumstæð skilyrði að reyna að hripa upp eftir Magnúsi en eins og núna koma við og við einhver óskiljanleg orð i bókina þegar hreyfingar bilsins taka ráðin af höndum skrifarans. En Magnús kippir sér ekki upp við þetta og fullyrðir að hann sé bæði róleg- ur og öruggur bilstjóri. Fátæka fólkið í Reykjavík „Kannski er auðvelt að skilja öll þessi orð þannig að ég sé á móti fólkinu úti á landi. En það er ekki rétt. Aftur á móti er byggðastefnan gengin út i öfgar. Það er alltaf dregin upp sama myndin — af fátæka fólkinu úti á landi og bisnessmönnunum og viðskiptaspekúlöntunum i Reykjavik. En þetta er töluvert ýkt mynd. Úti á landi getur fólk hálfdrepið sig á vinnu fyrir eitt rifbein úr gullkálfinum en i Reykjavik hefur fólk ekki tæki- færi til þess þótt það vildi. Fátæka fólkiö er nefnilega allt samankomiö i Reykjavik þar sem þvi er staflað i blokkir og kassa meðan þessir úti á landi barma sér en byggja þó ein- býlishús sem mundu gera jafn- vel Rolf Johansen rauðan af öfund”. — Þetta voru þjóðmálin. Hvað með þig og þin mál? „Ég er mjög hamingjusamur maður og hef ekki yfir neinu að kvarta i einkalifinu. Ef ég kvarta þá kvarta ég viö sjálfan mig. Ég hef ekki búið mér til neinn guð uppi i Alþingishúsi sem ég skamma ef hann bæn- heyrir mig ekki. Þjóðmál og pólitik eru ekki allt”. Veit ekki af hverju menn láta fara svona með sig Nú býður Magnús uppá kaffi svo við förum heim til hans og setjumst inn i stofu. Jackson Browne fær að risla sér á plötu- spilaranum og Magnús heldur áfram viðtalinu milli þess sem hann talar i simann. „Ég skal segja þér að ég ætla að fara að stofna mitt eigiö fyrirtæki. Publishing eða production company á ensku. Ég veit ekki hvernig við þýöum það. útbreiðslustarfsemi? Mig langar að notfæra mér þá reynslu sem ég fékk gegnum starfið hjá Sunnu og taka þá að mér alls konar auglýsingaher- ferðir. Semja lög fyrir auglýsingamyndir og fl. og fl. Þetta fyrirtæki á einnig að sjá um reksturinn á mér sem hljómlistarmanni. 1 þessu starfi þarf ég hljóðfæri og gott segul- band og nota t.d. mikið af kass-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.