Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 5
vism Laugardagur 3. júnl 1978
Telly Savalas gegnum tiöina: Hinn ungi Telly, ca.1933*, með hár á höfðinu,sem þulur hjá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna skömmu
eftir 1930; með 5 ára syni sínúm, Nicholas; með þriðju konu sinni Sally Adams; með uppáhalds keppnishestinum sínum, og í einum
f jórtán dollaragrína sem hann á...
Af griskum ættum
Æviferill Telly Savalas gæti
orðið efni i ótrúlegasta
framhaldsflokk. Hann er sonur
griskra innflytjenda og fæddist
á Manhattan-eyju fyrir 50-55 ár-
um.Aí einhverjum ástæðum vill
hann ekki segja nákvæmlega til
aldurs. Hann var skirður Ari-
stoteles og af þvi er gælunafnið
Telly dregið.
Christina móðir hans var
kjörin ungfrú Grikkland á
heimssýningunni i New York
1939-1940 þótt hún ætti fimm
börn. Nú er hún 71 árs gömul.
Hún er ágætur málari og af-
burðakona á allan hátt.
Nicholas, faðir Telly, dó árið
1948. Hann var braskari og Telly
segir aö fjölskyldan hafi ýmist
verið vellauðug eða blásnauð —
aldrei þar á milli.
Áfall
Siðari heimsstyrjöldin hófst
um það leyti sem Telly var að
Ijúka gagnfræðaprófi, og hann
gekk fljótt i herinn.
,,Ég tala ekki um striðið”,
segir hann. „Það voru hryggi-
legir timar. Ég er kominn af til-
finninganæmu fólki. Ég hélt ég
hefði kynnst ýmislegu misjöfnu
en ég hafði aldrei fyrr séð mann
missa bæði hendur og fætur i
sprengingu. Ég varð að vera
innan um lifandi lik i heilt
ár....”
Eftir miklar fortölur fæst
Telly til að játa aö hann hafi
særst og dvalist ár á hersjúkra-
húsi.
Telly fór i háskóla þegar hann
slapp úr herþjónus.u og lauk
prófi i sálarfræði. „Freud er
mesti þrjótur, sem Guð hefur
skapað”, segir hann. Að námi
loknu hóf hann störf hjá Upplýs-
ingaþjónustu Bandarikjanna og
kleif skjótt upp metorðastigann.
Mörgum árum seinna geröist
hann útvarpsmaöur og stýrði
þætti sem vann til fjölda verö-
launa.
Þá varð það sem hann stofn-
aði sumarleikhús. Þaö voru
stærstu mistök sem honum hafa
orðiö á á ævinni. Hann sat uppi
með 200.000 dala skuld. Hann
hefði orðið alla ævi aö greiða
hana upp svo að hann hvarf af
sjónarsviðinu og fór heim til
móður sinnar.
1 tvö ár hafði hann sig litt i
frammi, en svo var það ein-
hverju sinni að kunningi hans
spurði hvort hann gæti visað sér
á leikara, sem gæti talað með
evrópskum hreim, til að fara
með lítið hlutverk i sjónvarps-
ieikriti. Það varö úr að Telly tók
sjálfur að sér hlutverkið og þar
með hófst listferill 37 ára gam-
als manns.
Innan skamms fékk hann
hlutverk lögregluþjóns i kvik-
mynd, sem Burt Lancaster lék i
og nefndist „Ungu villimennirn
ir”. Hlutverkið var ekki merki-
legt en Lancaster og leikstjór-
anum, John Frankenheimer,
þótti Telly góður og þegar þeir
tóku til við „Fuglamanninn i Al-
catraz” réðu þeir Telly i litið
hlutverk. 1 meöförum hans tók
hlutverkið að vaxa og hann var
útnefndur til Oscars-verðlauna
fyrir besta leik i aukahlutverki.
Upp frá þvi lék hann i fjölda
kvikmynda. Oftast lék hann
bófa, brjálæðinga og ofstækis-
menn. Hann lék Pilatus i „Sög-
unni miklu”. Þar lék hann
krúnurakaður og hefur ekki lát-
ið ár sitt vaxa siðan.
Andhetja
Kojak varð til þegar sjón-
varpskvikmyndin „Marcus
Nelson-moröin” var gerð. Telly
haföi verið valinn til að leika
lögregluforingjann. Þá voru
andhetjur mjög i tisku. Ollum
bar saman um að foringinn
skyldi bera „sláandi” tveggja
atkvæða nafn og einhverjum
datt ihug orðið „Kojak”. Það er
ekki griskt, en þótt gott. Telly
hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik
sinn i myndinni, sem varð upp-
haf myndaflokksins.
Ein ástæða vinsælda Kojaks
er vafalaust sú hve mikil vinna
og alúö hefur verið lögð við alla
persðnusköpun. Kojak talar t.d.
ósvikið New Nork-mál með til-
heyrandi „slangi” sem tæplega
er skiijanlegt öðrum en ibúum
stórborgarinnar.
Savalas leggur að mestu til
texta sinn frá eigin brjósti.
Honum er meinilla við allan
utanbókarlærdóm. Hann beitir
borgarmálfari, orðafari eitur-
lyfjaneytenda og undirheima-
lýðs og tekur upp á ýmsum
tiktúrum eins og t.d. að sjúga
sleikipinna til aö draga úr reyk-
ingum.
Aöur en myndatakan hefst
bendir hann á linu i handritinu
og stynur mæöulega: „Hvers
lags kjaftæði er þetta eiginlega?
Frank, i eöli þinu ertu
sviðingur? Þetta er hryllingur”.
Hann veltir vöngum. „Hér
kemur það: Frank, þú ert
samansaumaðri en nokkur
kúfiskur. Hvernig er þetta?
Gott? Fint”. Jim McAdams,
framleiðandi Kojakmynda-
flokksins, segir: „Telly leggur
mest til frá sjálfum sér allra
leikara sem ég hef unniö með”.
Telly Savalas fær framlag sitt
lika vel borgað, fimmtiu þúsund
dali á viku, og viðurkennir að
hann komi launum sinum að
mestu i lóg.
„Mér finnst gaman að
sóíunda og gefa. En ég get lika
veriö nægjusamur”, segir hann.
Hann á milljón dala hús i Los
Angeles, lúxusibúð i Lundúnum,
fjórtán bila og frægan kapp-
reiðafák.
Telly er alls staðar i miðdepli.
Hann skyggir á Paul Newman
og sjálfa Englandsdrottningu i
samkvæmum. Annars bregst
hann illur við.
Frægðin
Eftir að Telly varö stór-
stjarna fer hann ekki spönn frá
rassi án fjölmenns fylgdarliðs.
Hann hefur ekki tima til ab lesa
bækur og hann er orðinn vanur
að fá hverja ósk uppfyllta.
Þreytist hann kemur maður og
nuddar fótleggi hans. Svengi
hann er honum sóttur matur.
Þegar hann gerist óöruggur
þyrpast aðdáendurnir að honum
og fullvissa hann um ágæti
hans.
Fegurðin
Konur sækjast sérstaklega
eftir félagsskap Tellys þótt hann
sé óllklegasta alheimskyntákn
siðan Kissinger var og hét.
Og hann hefur hjálpaö
mörgum manninum sem haft
hefur minnimáttarkennd vegna
skalla. Haft er eftir áströlskum
sölumanni: „Þaö er illt að
viðurkenna það, en ég var að
hugsa um að fá mér hárkollu
áður en Kojak kom til
sögunnar”.
Telly Savalas er einnig
óvenjulegt kyntákn að þvi leyti
að hann er ástrikur faðir. Hann
er þrikvæntur og á fjögur börn á
aldrinum 3—25 ára.
„Hvað er faöir? Ekki einhver
náungi sem sendir ávisun,
heldur úrræðagóur og hjálp-
samur maður”,segir Telly.
Hann kveðst vera góður vinur
eiginkvennanna fyrrverandi og
nú á hann Sally nokkra Adams,
rúmlega þrituga, enska þokka-
gýöju.
Ævintýri
Auk þess sem Telly leikur
Kojak skemmtir hann á nætur-
klúbbi, syngur inn á hljómplötur
og hefur nýlokið að skrifa hand-
rit að kvikmynd sem hann ætlar
að leika i. „Ég hef gaman af að
semja ævintýri”, segir hann.
Ósköp venjulegur dagur liður
þannig: Hann fer i kvikmyndun,
siðan æfir hann skemmtiatriði
sitt eða syngur inn á plötu og fer
loks i samkvæmi þar sem hann
vekur aödáun og athygli hinna
gestanna fram á rauðan
morgun.
Fréttamaður spurði hann ný-
lega: „Tekuröu þér aldrei fri?”
Telly virtist bregða. „Hvaö
sýnist þér þetta eiginlega
vera?” spurði hann á móti.
Allttil
að
grilla
Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill-
tengur, viðarkol og uppkveikjulög-
ur. Ekkert af því má gleymast þegar
ætlunin er að njóta Ijúffengs mat-
ar undir beru lofti.
Litið á sumar- og feröavörurnar á
bensínstöövum Shell.
Oliufélagið
Skeljungur hf