Vísir - 03.06.1978, Page 9
VISIR Laugardagur 3. júni 1978
9
Þannig leit húsiðút eftir að Bretarnir höfðu yfirgefiö það.
Stofan I dag.
gætu ekki byggt hagkvæmt á
þennan máta.
Þau Hanna og Páll reistu i
raun annað hús inni i Bretahús-
inu, þar sem þau hlóðu vikur-
veggi innan á súlurnar.
Gluggarnir i húsinu eru dálit-
ið sögulegir. Þeir sem snúa út
að Hafnarfjarðarveginum eru i
blýumgjörð og þetta eru glugg-
ar sem Hanna og Páll komu
með heim frá Danmörku og
settu fyrst upp i bragganum, en
klipptu siðan i sundur og komu
fyrir i gluggagötunum i húsinu i
Fossvoginum. Gluggarnir sem
vita út i Fossvoginn eru frá vini
þeirra sem hirti glugga úr
bröggum, sem átti að fara að
rifa. Þeir sómá sér vel.
„Einhver mestu vonbrigðin
hjá okkur i allri byggingarsög-
unni, var það þegar einhverjir
þokkapiltar tóku sig til og stút-
uðu hverri einustu rúðu i glugg-
unum” sagði Hanna og bætti þvi
við að það hefði verið ljót að-
koman þá, eftir að þau höfðu
eins og venjulega gengið innan
úr Herskóla i Fossvog. „Eftir að
við létum jeppann fyrir þakið
var ekki um annað að ræða en
að ganga” sagði Páll.
Gestir taka fljótlega eftir þvi
að veggir hússins hafa ekki ver-
ið pússaðir. Hver er ástæðan?
„Þær eru eiginlega tvær. Við
áttum aldrei pening á þessum
árum og auk þess erum við svo
sérvitur að okkur finnst ágætt
að hafa þetta svona.” sagði
Páll.
Hvaðan er nafnið „Rauða
húsið” komið? „Upphaflega
ætluðum við að kalla húsið
„Hangandi” eftir kletti hér rétt
hjá. En þegar ég hugsaði til þess
að fá bréf stiluð á Hönnu
Ragnarsson, Hangandi, ákváð-
um við að láta það vera. Siðan
var ákveðið að fjárfesta i rauðri
málningu og hafa húsið sem
sagt rautt og þar með var nafnið
komið.” sagði Hanna en heim-
ilisfang hjónanna er með ein-
faldara móti____„Rauðahúsið,
Fossvogi, tslandi.”
Enga fyrirgreiöslu að fá
Hanna og Páll hafa komið sér
upp þessu húsi án þess, á 10 ára
byggingarferli hússins, nokkurn
tima að skulda eina einustu
krónu. „Ég reyndi að fá lán úr
lifeyrissjóði, en þeir hlógu aö
mér þegar þeir vissu að engin
lóðarréttindi fylgdu húsinu”
sagði Páll og lét þess ennfremur
getið að húsið hefði alla tið verið
tryggt sem hús i byggingu. Það
hafi verið eðlilegt meðan fram-
kvæmdir stóðu yfir, en siðan
hafi átt að breyta þessu en
Brunabótafélagið, sem haföi
hús Reykjavikur i tryggingu,
hafði neitað að tryggja þaö, er
vitað var að engin ióðarréttindi
fylgdi.
Jafndýrtog aö byggja frá
grunni
Hjónin vildu taka það sérstak-
lega fram, að þessar breytingar
á húsinu hefðu kostað þau jafn-
mikið og að byggja frá grunni
nýtt hús. Sögðust þau hafa
fylgst vel með þessu þar sem
kunningi þeirra fór að byggja á
sama tima. Þau hefðu hins veg-
ar neyðst til að fara svona að,
þar sem enga fyrirgreiðslu var
að fá. „Viö sjáum hins vegar
ekki eftir neinu og ósjálfrátt
þykir manni mikið vænna um
þetta hús heldur en ef við hefð-
um keypt ibúð eða reist alveg
nýtt hús” sagöi Páll og vakti at-
hygli okkar á þvi, að öllu fall-
egri stað væri vart hægt að búa
á. Fuglalif væri mikið þarna og
til dæmis hefðu sömu endurnar
(par) komið ár eftir ár og fengið
eitthvað gott hjá Hönnu.
Þau hafa komið sér upp garði,
sem hefði þótt heldur ótrúlegt i
upphafi, þar sem umhverfi
hússins var tóm rauðamöl, og
kol voru þarna á við og dreif frá
timum Bretans. „Ég kem enn
þann dag i dag niður á kol þegar
ég er að stinga upp i garðinum”,
sagði Hanna sem á, að sögn
Páls allan veg og vanda af
garöinum. „Viö byrjuðum á þvi
að keyra mold i garðinn, en eng-
an gróður var að finna þar
þegar við fluttum. Skyndilega
steyptist allt út i baldursbrám
þannig að allt varð alhvitt. Þær
þurftu svo jafnskyndilega og
þær komu. Þá komu Vall-
humalstimabil og Njóli fylgdi.
Næst fengum við Blóðberg og nú
er þetta mest gras og mýri, sem
er reyndar að nokkru leyti af
manna völdum” sagði Hanna og
benti á hvað þaö væri stórkost-
legt aö fylgjast svona með þró-
un náttúrunnar.
Fágætir húsmunir
Það er ekki nóg með það, að
Rauöahúsið sé merkilegt jafnt
að utan sem innan heldur eiga
flestir eöa allir húsmunir Páls
og Hörínu sér langa sögu. Flestir
eru þeir komnir frá Danmörku
og má þar nefna sófa sem gerð-
ur er úr 400 ára gamalli útskor-
inni kistu, þar sem þrjár hliðar
hennar fá að njóta sin. Þá eiga
þau koparkatlasett, 12 stykki,
þar sem 5 minnstu katlarnir eru
„spunnir” úr smámynt. Eitt-
hvað mun til af þessum kötlum i
Sviþjóö og eru þeir fágætir á
söfnum i Kaupmannahöfn og
ekki vitað að jafnframfelld
„seria” sé þar að finna.
Þau eiga forláta islenska
klukku, sem Páll sagði að væri
gott dæmi um islenska sveita-
iðnaöinn. Þá er ótalin fjöldi
málverka sem Páll hefur málað
og prýða alla veggi heimilisins.
Páll og Hanna voru að lokum
spurð að þvi, hvort þau væru
haldin einhverri ástriðu fyrir
þvi sem gamalt væri. „Nei, ekki
er hægt að kallað það ástriðu, en
hins vegar höfum við gaman af
gömlum munum og berum virð-
ingu fyrir þeim.” sagði Páll.
Þegar hér var komið sögu
þótti okkur timabært að kveðja
þetta yndislega hús, sem er tal-
andi dæmi um það, hvað hægt er
að gera, þar sem hugmynda-
auðgi og listfengni eru annars
vegar.
—BA — I
Þannig leit stofan út áður en hafist var handa.
A þessari mynd sést glöggt hversu þétt braggarnir stóöu. Gamla
konan hét Helga og var amma Ketils Jenssonar.
Þetta er kofinn sem Páll og Hanna bjuggu i og reistu reyndar vift-
byggingu viö.
gat þess i leiðinni að ekki hefði
byggingarmeistarinn fengið
greitt i reiðufé heldur hefði
samist svo að um hann fengi
jeppabifreið sem þau áttu fyrir
vinnuna.
Hanna og Páll fluttu inn um
það bil ári eftir að þau skoðuðu
húsið fyrst. Og bjúggu fýrsfú 2
árin i eldhúsinu. „Við fengum
okkur tvo divana sem við kom-
um fyrir i eldhúsinu;þar höfðum
við komiö upp eldhússkáp sem
Páll hafði fengið úr gömlu skipi.
Svo höfðum við primusjþetta var
allt og sumt” sagði Hanna. Þau
höfðu ekkert vatnssalerni og
heldur ekki útikamar fyrsta 1/2
árið. „Þegar klósettið kom var
þvi komið fyrir uppi á lofti og
þetta sögðum við að væri eina
húsgagnið á efri hæðinni,” sagði
Páll.
Þau þurftu að leggja gólf i
húsið þar sem það gamla var
gjörsamlega ónýtt. Byrjað var á
þvi að aka rauðamöl i það og
siðan steypt yfir og loks settar
asfalt-plötur. Sögðu þau aft
aldrei hefðt verið kvartað yfir “
golfkulda i þessu húsi.
Tvöfaldir veggir og
gluggar úr bragga
Páll sagði að Bretar hefðu
byggt hús sin hér á þann máta
að þeir hefðu reist þau i járn-
styrktar sementssúlur og siöan
hefðu múrsteinar verið settir á
milli. Hann kvaðst oft hafa velt
þvi fyrir sér hvort Islendingar