Vísir - 29.06.1978, Side 2

Vísir - 29.06.1978, Side 2
Fimmtudagur 29. júni 1978 VISIR Hvern viltu sem næsta for- sætisráðherra? Olafur Eggertsson, nemi og sjó- maður: Er ekki gott að sjálf- stæðismaður sé áfram i forsætis- ráðherrastólnum? Hvernig væri aö leyfa Albert að spreyta sig? Steindór lljartarson, verkstjóri: Ég gæti vel hugsað mér að Geir Hallgrimsson yrði áfram for- sætisráðherra. Hann hefur mesta revnsluna. Friðþjófur Helgason, ljósmynd- ari: Ég held að það sé enginn nógu góður til þess að gegna þessu embætti. Guðfinna Sva varsdóttir, af- greiðslumaður: Er ekki best að auglýsa bara eftir honum eins og borgarstjóranum? Ilalla Guðmunrisdóttir, kennari: Eg hugsa að ég vilji Benedikt Gróndal. hann litur svo vel út á rrr.n'l bað er sjálfsagt að lofa honum að spreyta sig Codex Regius ó V • sytimgu í Árna- stofnun, frœgust allra íslenskra bóka i Möðruvallabók eru ellefu sögur. Þar eru varðveittar islendingasögurnar t.d. Laxdæla, Njála og Egilssaga. Handritið er bundið i tréspjöld, sem er upprunalegt band handritsins. Jón Samsonarson kemur bókinni fyrir í sýningarkassa. Islendingar ekki nógu áhugasamir. „Hingarkoma margir útlend- ingar á þær sýningar sem haldnar eru hér yfir sumarmán- mikinn og ætla mætti. Að visu koma kennarar með nemenda- hópa i safnið og þeir sýna þvi sem þar er að finna mikinn áhuga. Eins og fyrr segir erum við tslendingar enn að fá sendingar frá Danmörku. „Við fáum skrá Hátt á sjöunda hundrað handríta komið til landsins ,,Við höfum fengið hátt á sjöunda hundrað hand- rita hingað til lands frá Danmörku og enn eru að berast sendingar. Við fá- um þær næstum vikulega og það koma nokkrar bækur í einu", sagði Jón Samsonarson handrita- fræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í spjalli við Vísi, þegar við litum þar inn. Nú stendur yfir sýning hand- rita i stofnuninni og verður hún opin i allt sumar. Sýningardag- ar eru þriðjudagar, fimmtudag- ar og laugardagar og opið er frá 14 til 16. Þar verða til sýnis ýms- ir mestu dýrgripir islenskra bókmennta og skreytilistar frá fyrri öldum, t.d. Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók og merkasta handrit Islendinga- sagna, Möðruvallabók. Flateyjarbók er einstök að því leyti að hún segir meira af uppruna sínum en önnur miðaldahandrit. Jón Samsonarson les formála Flateyjarbókar, þar sem stendur að Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson hafi ritað bókina, en sá síðarnefndi sá um skreytingar, sem eru mjög fallega gerðar. uðina. Sérstaklega eru þaö Þjóðverjar sem eru áhugasam- ir”, sagði Jón. Hann sagði að Islendingar sýndu sýningunum ekki nægilegan áhuga, ekki eins yfir þau handrit sem koma hingað, en samt er það alltaf jafnspennandi að opna pakk- ana. Handritin koma hingaö þegar endanlega er búið að Hópur Dana voru i stofnun Árna Magnússonar þegar við litum þar inn. Hér er einn starfsmaður stofnunarinnar að leiðbeina þeim og fræða um handritin. Visismyndir Gunnar V. Andrésson ganga frá þeim i Kaupmanna- höfn, en þar er gert við þau og þau ljósmynduð áður en þau eru send úr landi. 011 fara handritin sjóleiðina til Islands”, sagði Jón. Frægust allra íslenskra bóka. Þeir sem leggja leið sýna á sýninguna i Stofnun Arna Magnússonar sjá þar frægustu bók allra islenskra bóka, Codex Regius, eða Konungsbók. Brynjólfur biskup Sveinsson gaf bókinni nafnið Edda og kenndi við Sæmund fróða. Kvæðin i bókinni kannast flestir við, en það eru Eddukvæðin, sem fjalla um heiðin goð og hetjur i forn- eskju. Brynjólfi biskupi var vel ljóst hvilikur dýrgripur skinn- bókin var og lét hann skrifa hana upp oftar en einu sinni. Hann sendi bókina Friðriki þriðja Danakonungi, ásamt fleiri merkum skinnbókum árið 1662. Hún var siðan varðveitt i Konungsbókhlöðunni i Kaup- mannahöfn og hlaut þar nafn sitt, Konungsbók. A sýningunni er einnig stærsta skinnbókin Flateyjar- bók. Hún er i svo stóru broti að aðeins tvö blöð fengust úr hverju kálfskinni. Bókin er 202 siöur og fagurlega skrifuð og skreytt. Þar er einnig Möðru- vallabók, en hún hefur m.a. að geyma Islendingasögur. Fremst er Njálssaga, en i bók- inni eru einnig Laxdælasaga, Fóstbræðrasaga, Viga-Glúms- saga og Egilssaga, svo dæmi séu nefnd. Bréfabók Brynjólfs Sveins- sonar er einnig að finna á sýn- ingunni. Þær voru upphaflega 21 bindi, en af þeim hafa 14 bækur geymst i safni Arna Magnús- sonar. Þriðjungur hefur glatast. Sú bók sem sýnd er á sýningunni nú er tólfta bindið, en þar er að finna eiðstaf Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Geymd í kjallaranum. Eftir hvern sýningardag eru handritin tekin úr sýningar- kössunum og sett i handrita- geymsluna i kjallaranum. Þar eru þau geymd þar til næsta sýningardag i myrkri og i ákveðnu raka og hitastigi. Starfsmenn Arnastofnunar þurfa þvi að fara mörg spor með handritin sem á sýningunni eru og reyndar að setja hana upp fyrir hvern sýningardag. Sýn ingarsa1uri nn er skemmtilega skreyttur ef svo má að orði komast, með sýnis- hornum af rithönd Arna Magnússonar, sem stækkuð hef- ur verið upp á sérstaklega gerð- ar plötur. Einnig eru myndir af skreytingum úr handritum á veggjum. —KP.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.