Vísir


Vísir - 14.07.1978, Qupperneq 4

Vísir - 14.07.1978, Qupperneq 4
Eitt af verkum Schmidt á sýningunni i GalleríSuöurgötu 7 Gallerí Suðurgata 7 Vatnsfitamyndir eftir þýskan listamann Þýski listamaöurinn Peter Schmidt opnar sýningu á verk- um sinum I Galleriu Suðurgötu 7 á laugardag kl. 16. Schmidt er fæddur i Berlin, en fluttist fyrir striö til Bretlands, þar sem hann hefur starfaö siö- an. Schmidt hefur fengist viö fleira en myndlist, t.d. kvik- myndun, tónlist, grafik og bóka- gerð. Siöastliöin tvö ár hefur hann eingöngu helgaö sig vatns- litatækni, en árangur þess starfs má sjá á sýningunni. Meöan á sýningunni stendur verður leikin af segulbandi tvö verk eftir tónlistarmanninn Brian Eno. Hann hefur m.a. starfaö I popphljómsveitum og var einn stofnenda „Roxy Music”. Hann hefur starfaö t.d. með David Bowie, Robert Fripp og John Cale. Sýningin veröur opin daglega til 30. þessa mánaöar frá kl. 16 til 22 virka daga, en frá 14 til 22 um helgar. —KP. Myndlistarsýningar Kjarvalsstaöir: Nýlistarsýning Listasafniö: Amerisk grafik- sýning Suöurgata 7: Sýning Peter Schmidt. Opiö til kl. 22 Asgrimssafn: Sýning á verkum Ásgrims Jónssonar. Opiö alla daga nema laugardaga frá kl. 13.30- 16.00 Hnitbjörg: Sýning á verkum Einars Jónssonar. Opiö frá 13.30- 16.00. Ekki á mánudögum. Höggmyndasafn Asmundar Sveinssonar opiö laugardag kl. 14-16. Söfn Sædýrasafniö opiö 10-19 Arbæjarsafn opiö kl. 13-18 Arnagaröur: Handritasýning opin laugardag kl. 11-16. Náttúrugripasafniö: Opið laugardag og sunnudag kl. 13.30-16.00 Leikhús Nemendaleikhúsiö Lindarbæ sunnudag kl. 20.30. Listasafn íslands: FRABÆR FARANDSÝNING Afbragössýning á grafikverk- um bandarisku nstakonunnar Louise Nevelson hefst á morg- un í Listasafni lslands kl. 14, en ráðgert er aö sýningin standi yfir i tvær vikur. Nevelson fæddist i Kiev i Rússlandi um aldamótin en fluttist fimm ára gömul til Bandarikjanna og hefur búið þar siðan. Hún hefur tekiö þátt i samsýningum og haldið einka- sýningar viða um heim. Var hún m.a. fulltrúi Bandarikjanna á Biennale Internazionale D’Arte i Feneyjum árið 1962 og stórar yfirlitssýningar á verkum henn- ar hafa verið haldnar i Whitney Museum of American Art i New York og Museum of Fine Arts i Houston i Texas. Tvær stórar farandssýningar á verkum hennar fóru á árunum 1973-1974 um Evrópu og Bandarikin. Þessi sýning á verkum Nevel- son, sem nú er i Listasafninu er einnig farandsýning og kemur hún hingaö til lands frá Lissa- bon og er Island siðasti við- komustaðurinn áður en hún fer til Bandarikjanna. Menningar- stofnun Bandarikjanna hefur annast fyrirgreiðslu sem gerði það kleift að sýningin er hér nú. Nevelson hefur lengst af lagt stund á höggmyndalist, en graf- ikin hefur lengi átt itök i henni. I sýningarskrá segir: ,,A löngum listferli hefur hún að visu ekki lagt stund á grafik nema öðru hverju. En þó aö grafisk verk hennar séu litil að vöxtum, miö- Ferðalög um helgina Ferðafélag íslands: Gengið ó Hrafntinnusker og íshellar skoðaðir Þrjór helgarferðir Feröafélag islands stendur fyrir þremur heigarferöum um þessa helgi og veröur lagt af staö I þær allar i kvöld klukkan 20.00 frá Umferðarmiðstöðinni. Fariö veröur i Þórs- mörk og gist þar i húsi Feröafélagsins, Far- arstjórar veröa þeir Rúnar Már Jóhannsson og Jón Snæbjörnsson. önnur feröin verður I Landmannalaugar en þar á Feröafélagið einnig hús. Fariö verö- ur i gönguferöir og meöal annars gengiö upp á Hrafntinnusker og skoöaöir Ishellar. Far- arstjórar I þeirri ferö verða þeir Kristinn Zophaniasson og Magnús Guömundsson. Þá verður einnig farin ferö i Kerlingarf jöll og Hveradali i kvöld og er fararstjóri i þeirri ferö Arni Björnsson. A laugardginn veröur svo farin ferö meö Fagranesinu frá Isafiröi til þess aö sækja fólkiö sem fór á Hornstrandir fyrir viku.Far- ið verður klukkan 13.00 frá Isafiröi og getur fólk sem statt er á Vestfjöröum eöa Isafiröi farið I dagssiglingu fyrir Horn og noröur Furufjörö, sem mun að sögn kunnugra veröa ógleymanleg sigling. Þá veröur lagt af stað i sumarleyfisferöir Ferðafélagsins á laugardagsmorguninn klukkan 8.00. Fariö verður I Kverkfjöll, Hvannalindir og suöur Sprengisand og tekur feröin 9 daga. Fararstjóri I þessari ferö er Torfi Agústsson. Loks er svo á vegum Feröafélagsins fariö í rólega gönguferö á sunnudaginn og verður- lagt af stað klukkan 13.00. Gengiö veröur á Mosfellsheiði og fariö i Borgarhóla. Farar- stjóri er Hjálmar Guðmundsson. —SE. Ferðir Útivistar: w Utilegumanna- byggðir skoðaðar — helgarferðir í Þórsmðrk og Kjöl Þessa helgi veröa farnar tvær helgarferöir og ein dagsferö á sunnudag, en þá veröur far- iö i Þjófabálkahella og Þrihnjúka, sem reyndar sjást vel frá Reykjavik”, sagöi Einar Guöjohnsen hjá Ctivist i samtali viö Visi. A föstudagskvöld verður lagt af staö I Þórsmörk. Einnig veröur fariö á Kjöl og dvalið I tjöldum á Hveravöllum. Komiö verður heim úr báöum þessum feröum á sunnudag. Lagt veröur af staö I eftirmiðdagsgöngu á sunnudag kl. 13 og Þjófablkahellar skoöaöir. Þetta er létt og skemmileg ganga aö sögn Einars. Skoöaöar veröa gamlar útilegu- mannabyggöir. 1 hellum sjást greinileg merki um að útilegumenn hafa hafst þarna við. m.a. eru þarna hlaönir bálkar. „Viö höfum ekki haft nema eina dagsferö um helgar i júlímánuði, vegna þess aö þá eru svo margir í sumarleyfum og fara þá i lengri feröir. Feröum veröur svo aftur fjölgaö I ágúst”, sagöi Einar. Otivist hefur skipulagt sex daga ferö aust- ur 1 Hornafjörö en lagt verður af staö á þriöjudag. Gengiö veröur um Hoffellsdal og svæöiö fyrir vestan jökul. „Þarna er mjög mikið af fallegum steinum og viö höfum nefnt þessa ferð steinaleitarferö, en auövitaö er þarna margt annaö sem viö skoöum enda náttúrufegurö mikil”, sagöi Einar Guöjohn- sen. —KP. Norrœna húsið: íslensk þjóðlög kynnt Fremur dauft hefur veriö yfir tónleikahaldi i höfuöborginni upp á siökastiö og eru án efa margir, sem hafa saknaö tónlistarinnar. Númun hins vegar veröa ráöin bók á þessu þar sem Félag is- lenskra einsöngvara veröur meö tónleika á föstudagskvöldum i Norræna húsinu i juli og ágúst og eru þeir fyrstu i kvöld klukkan 21.00.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.