Vísir - 14.07.1978, Síða 5
aö viö þau kynstur sem hún
hefur skapaö i höggmyndalist-
inni þá eru þau órofa þáttur i
skapandi hugsun hennar, tæki
til þess aö kanna og_ fullvinna
atriði, sem skipta meginmáli”.
A sýningunni eru um það bil
30 verk, bæði steinprent, æting-
ar, akvatintur, klippimyndir,
blýintaglio, lágmyndir og plak-
at.
Það er svo sannarlega vel
þess viröi að bregöa sér i Lista-
safnið og skoöa þessa sýningu á
verkum Nevelson, sem sýnir
glögglega margbreytileika
grafiktækninnar. Þá dregur þaö
ekki úr gildi sýningarinnar að
Jóhannes Jóhannsson listmálari
hefur unnið mjög gott verk viö
uppsetningu myndanna og gerir
sýninguna i heild mjög lifandi.
Sýningin stendur eins og áöur
segir y fir i tvær vikur og er opin
daglega frá 13.30 til kl. 16.00 —
eöa á sama tima og Listasafn
Islands.
—ÞJH.
Sumortónleikarnir í Skólholtskirkju:
Hefjast um helgina
Þau GlUmur Gylfason orgel-
leikari og Heiga Ingölfsdóttir,
sembaileikari leika I SkUUiolts-
kirkju nU um helgina á hinum
árlegu sumartónleikum, sem
þar eru haldnir. Þau Glúmur og
Helga munu leika á morgun og á
sunnudaginn kl. 15. Á efnis-
skránni eru einleiks- og sam-
leiksverk fyrir orgel og sembal,
m.a. verk eftir Carlton, Tom-
kins, Pachebel, Pasquini Scar-
latti og Lucchinetti.
Heildarefnisskrá sumartón-
leikanna sem veröa um hverja
helgi fram I miöjan ágíist er aö
venju mjög fjölbreytt. Veröa
m.a. flutt verk frá 16., 17. og 18.
öld og einni nútimaverk og þar á
meöal ný verk eftir Atla Heimi
Sveinsson og Leif Þórarinsson.
Flytjendur á tónleikunum I
sumar auk þeirra Helgu og
Glúms, eru þau Manuela Wiesl-
er flautuleikari, Sigurður I.
Snorrason klarinettuleikari,
Öskar Ingólfsson klarinettuleik-
ari og Hafsteinn Guömundsson
iagottleikari.
Þaö er tilvaliö fyrir þá, sem
leið eiga um Biskupstungurnar
aö gefa sér tíma til þess aö
skoöa þennan merkisstaö. I
Skálholti hafa geymst sögulegar
minjar m.a. sjást þar leifar af
gömlu virki, sem reist var
staönum til varnar áriö 1548 og
vöröu Sem skólasveinar hlóöu á
sinum tlma og kölluö er Skóla-
varöa. Þá eru þar skemmtileg
jarögöng milli dómkirkjunnar
og bæjarhúsanna og skólans
sem grafin hafa veriö upp og
reft yfir aö nýju.
Sumartónleikarnir eru haldn-
ir i hinni veglegu kirkju, sem
teiknuö var af Heröi Bjarnasyni
húsameistara rikisins.en bygg-
inghennarhófstáriö 1956. Graf-
hýsi Skálholtsbiskupa eru i
kjallara kirkjunnar og eru þar
margir merldlegir legsteinar. I
turni kirkjunnar er geymt dýr-
mætt einkabókasafn.
Sumartónleikarnir standa I
eina klukkustund laugardag og
sunnudag, en aö loknum tón-
leikunum á sunnudaginn veröur
messaö kl. 17.
—ÞJH.
A tónleikum þessum veröa flutt
islensk þjóölög og sönglög bæöi
gömul og ný, og eru þeir einkum
ætlaöir fýrir útlendinda til aö
kynna þeim islenska tónlist
og munu skýringar fylgja, bæöi á
ensku og einu Noröurlandamáli.
en aö sjálfsögöu eru allir landar
hjartanlega velkomnir.
I kvöld munu söngkonurnar
Guörún Tómasdóttir og Inga
María Eyjólfsdóttir sýngja og
veröurundirleikari á þessum tón-
leikum Jónina Gisladóttir.
—SE.
Guörán Tómasdóttir söngkona.
LANDSMOT
HESTAMANNA
1978
Landsmót hestamanna
er haldið að Skógarhólum dagana 12.-16. júlí
DAGSKRÁ
Föstudagur 14. júli
Sunnudagur 16. júli
Klukkan:
13.00 öllum einstaklings kynbótahrossum og
gæðingum riöiö inn á völl
13.30 Mótið sett af formanni Landssambands
hestamannafélaga, Albert Jóhannssyni
14.00 Spjaldadómar gæöinga I A flokki
14.00 Kynbótahryssur kynntar
15.00 Unglingakeppni 10-12 ára
16.00 Stóðhestar kynntir
17.30 Undanrásir kappreiöa — stökk 250 m,
350 m og 1500 m brokk — fyrri spretti
20.00 Gæöingaskeiö á Suöurbraut
21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá).
Laugardagur 15. júli
Klukkan:
10.00 Kynning á söluhrossum
13.00 Stóöhestar — dómum lýst
14.00 Töltkeppni — keppt til úrslita
15.30 Kynbótahryssur — dómum lýst
16.00 Unglingakeppni 13-15 ára
17.00 Brokkkeppni — seinni sprettur
17.15 Skeiö — fyrri sprettur
17.30 MiIIiriölar f 350 m og 800 m stökki
18.00 Söluuppboð á hestum
21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá)
Klukkan:
11.00 Helgistund I Hvannagjá, Hr. Sigurbjörn
Einarsson biskup predikar
12.30 Hornaflokkur Kópavogs leikur undir
stjórn Björns Guðjónssonar
13.00 Hópreiö hestamanna inn á mótssvæöi
13.10 Avörp flytja Landbúnaöarráðherra og
formaöur stjórnar B.l.
14.00 Kynbótahryssur I dómhring —verðlaun
afhent
14.30 Stóöhestar I dómhring — verölaun
afhent
15.30 10 bestu gæðingar I A flokki — verö-
launaafhending
16.00 10 bestu gæöingar I B flokki — verö-
launaafhending
16.30 Verölaunaafhending, unglingar, tölt og
gæöingaskeiö
17.00 Seinni sprettur skeiö — verölaunaaf-
hending
17.30 Urslit kappreiöa, stökk: 250 m, 350 m,
800 m — verðlaunaafhending
19.00 Dregiö I happdrætti landsmóts hesta-
manna
Formaður framkvæmdanefndar, Bergur Magnússon slitur
mótinu.
Framkvæmdanefnd landsmóts, áskilur sér rétt til breytinga á
dagskrá.
ATH.: Dansleikir verða haldnir föstudags- og laugardagskvöld
að Aratungu og Borg. Hljómar leika fyrir dansi i Aratungu og
Kaktus að Borg.
Kappreiðar — Gæðingadómar — Kynbótahross
Kvöldvökur o.fl.
Hittumst á Skógarhólum — Hátíð hestamanna
Framkvæ mdanefndin