Vísir - 14.07.1978, Page 8

Vísir - 14.07.1978, Page 8
8 Helgarblaðið á morgun Meðal efnis: Kristmann Ouömundsson rithöfundur hefur veriö umtalaöur alla sina ævi. Enn hefur hann dregiö aö sér athyglina en nýlega kom út H binda verk eftir Kristmann sem dvelur nú á Hrafnistu. Kvennamúl skáldsins hafa ekki slöur vakiö athygli, þar sem hann hefur hvorki meira né minna en 9 hjónabönd aö baki. t viö- tali viö Visi segir Kristmann bæöi frá hjúskaparöröugieikum sinum og sinni ódrepandi köllun til skáldskaparins. „Ég hefði ekki viljað lifa lífinu öðruvísi..." í kappakstri í Bandaríkjunum Þaö hafa ekki margir islendingar lagt stund á kappakstur aö neinu marki siðan Sverrir Þóroddsson fór út á þá hraöbraut. 1 Helgarblaðinu ræðir Gunnar Salvarsson blaöamaöur viö Asgeir Christensen sem stundar kappakstur i fristundum sinum. „Lœrdómsríkt að glíma við lög eftir aðra" Ómar Þ. Halldórzzon rœðir við hljómsveitina Fjörefni um nýjo hljómplötu og fleira Á förnum vegi Gisli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri, hefur tekiö aö sér aö skrifa pistla fyrir Helgarblaöiö þar sem hann fjallar um ýmsa þætti úr dag- lega lifinu. Fyrsti pistillinn birt- ist á morgun en þar gerir Gisli m.a. aö umtalsefni ..blikkbeljur og göngugötur.” Límósínulúðarnir Punktar úr hraðferð til Ameríku eftir Árna Þórarinsson. Konur í kvikmyndum Guðjón Arngrimsson skrifar um ,,kvennabylt- inguna" sem átt hef ur sér stað í heimi kvikmynd- anna að undanförnu. Og margt fleira helgar- lesefni er í blaðinu að venju. Missið ekki af Heigarbjaðinu ó morgun Köstudagur 14. júli 197H VISIR ■HT \ (" Umsjón: Guömundur Pétursson > j Ópiumvalmúinn en úr honum er upprunniö heróin og morfin undirról eiturlyfjavandans. * Ópíum víkur fyrír hveiti og grjónum Góöar fréttir berast af bar- áttu Sameinuöu þjööanna gegn eiturlyfjunum meö skýrslum FAO (matvæla- og landbún- aðarstofnunar S.Þ.) frá Gullna þrihyrningnum i Asíu, þaöan sem mestur hluti heróins og morfins á eiturlyfjamarkaönum er upprunninn. 1 Burma-hluta þessa fræga ópiumræktarsvæöis hefur 5,700 hekturum ópiumakra veriö breytt i hrisgrjónaakra hveiti- land og aldingarða. Meö öörum oröum þýöir þaö aö fikniefna- deifendur fikniefnadreifendur hafa haft úr 35 smálestum minna af ópiumi aö spila. Burmastjórn hefur náö þess- um árangri meö tæknilegri aö- stoö frá fikniefnadeild Samein- uöu þjóöanna og efnahagslegri aöstoö frá eiturlyfjavarnarsjóöi Sameinuöu þjóöanna (UNFDAC) Þessi breyting átti sér staö á árunum 1976 og ’77, og er Burmastjórn aö visu ögn á eftir þeirri fimm ára áætlun, sem hún geröi um þessa þróun, en engu aö siöur þykir þetta mikil- vægur árangur og sýna þaö aö Burmastjórn sé staöföst i þeirri stefnu sinni aö binda endi á ástand, sem valdiö hefur kviöa og áhyggjum af heim allan. f baráttunni viö eiturlyfja- vandannhafa menn siöasta ára- tuginn beint sjónum sfnum æ meir aö þvi aö ráöast aö rótum hans, nefnilega ræktun óplum- valmúans, sem óplum er unniö úr en siöan heróin og morfin sem eru hin hættulegu og eyöi- leggjandi ávánabindandi efni — Fyrstu skrefin i þessa átt stigu Tyrkir og Bandarikjamenn meö millirikjasamningi, þar sem Tyrkjastjorn lofaöi aö snúa opiumræktarbændum til ann- arrar ræktunar, meöan Banda- rikjastjórn ætlaöi aö standa undir kostnaöinum. — Eitur- lyfjasalar uröu þá aö leita æ meira til Austur-Asiu eftir hrá- efni og þá til Gullna þrihyrn- ingsins. Viöleitni Burmastjórnar i samvinnu viö Sameinuöu þjóö- irnar stefnir aö þvi aö þurrka upp þessa uppsprettu einnig. Meö þaö fyrir augum hefur veriö lagt I viöamikla þróunar- áætlun, sem leiöir til byltingar fyrir ibúa þessa svæöis. Viö fyrstu sýn gæti virst til- tölulega einfalt aö koma ópium- bændum til þess aö snUa sér aö annarri ræktun. Einungis þurfi aö finna þeim uppskeru, sem skili þeim ekki minni aröi en ópiumvalmUinn. En máliö er flóknara en rétt svo. I rauninni er ekki erfitt aö finna aöra plönturæktun fyrir þessa bændur, sem gæti fært þeim betriafkomu. ópiumbónd- inn ber nefnilega tiltölulega litiö úr býtum fyrir valmúauppsker- una sina. Þaö eru milliliöirnir sem hiröa þar stærsta gróöann. En vegna þess hve ópium- ræktarhéruöin eru afskekkt og erfiö yfirferöar, veröur aö taka tillit til þess hve allir flutningar eru erfiöir. Þarf helst aö haga þvi þannig að nýja ræktunin sé mjög verðmæt og aröbær, þótt framleiðslan sé ekki mikil aö vöxtum. Kaffiýmis ræktun fyrir lyfjaframleiöslu, hrásilki og fleira gæti þarna komið i staðinn.Hrisgrjón og hveiti eru sömuleiöis mjög heppileg enda þyrfti þá bóndinn ekki framar að kaupa það annars staðar og flytja að. Þetta er þó hægara sagt en gert. Þessir bændur hafa hingað til stundaö einhæfa ræktun og þurfa nú aö snúa sér aö fjöl- breyttari landbúnaðarháttum. Til þess þurfa þeir tilsögn og þjálfun. Einnig þarf að losa þá úr klóm eiturlyfjasalanna. Þessi einfalda breyting land- búnaöarhátta tekur þvi þarna á sig mynd byltingarkenndra þjóöfélagsbreytinga og lifn- aöarhátta þessa fólks. Efla þarf löggæslu til aö veita þvi vernd fyrir eiturlyfjasölunum, sem fara um héruö i flokkum og veröa naumast aögreindir frá ræningjum og skæruliöum. Verður i sumum tilvikum naumast komist af meö minna en hervernd. Stórátak þarf aö gera i heilbrigöisverndarmál- um og fræöslumálum. Þessir opiumframleiöendur eru flestir neytendur sinnar eig- in framleiöslu, þótt þeir geti ekki flokkast undir eyturlyfja- sjúklinga. Þeir fá sér annaö veifiö reyk úr opiumpípunni, rétt eins og vesturlandabúinn fær sér glas af sterku að liönum vinnudegi, án þess aö vera á- fengissjúklingur. Endir styrjaldarinnar I Viet- nam breytti mjög vinnubrögö- um I óplumræktarhéruöum Gullna þrihyrningsins.Aöur var hrátt ópium fkitt i lestum yfir fjöllin og I gegnum skógana til Hong Kong, Singapore og fleiri verslunarborga. Þar tóku neö- anjaröarverksmiöjurnar viö og breyttu þvl I heróin og morfin. Nú hafa þessar verksmiöjur veriö settar upp I heimahéraö- inu. Þaö var hagræðing til þess aö minnka umfang út flutnings- vörunnar, svo aö smyglarnar gátu nú hæglega falið á sér inn- anklæöa verömæti, sem áöur þurfti langa lest hesta eöa asna til þess aö flytja úr landi. Þar með höföu heimamenn heróin undir höndum og það leiddi svo til eiturlyfjaflknar og vandamáls, sem áöur var óþekkt á þessum slóöum Þetta óupplýsta fólk var sér ekki meö- vitandi um þá hættu. Þessi staðreynd varö öörum fremur til þess aö ýta undir stjórn Burma aö hefjast fyrir alvöruhanda.Þaövar lika oröiö erfiöara aö koma i veg fyrir smygliöaf ástæðunum, sem hér að ofan voru taldar, þegar auö- veldara var að fela nokkur kiló af héróini heldur en áöur nokkr- ar smálestir af ópium. Burma-stjórn átti um þaö aö velja, aö grlpa til róttækra lög- regluaðgeröa og uppræta ópiumræktunina meö valdi. Eöa eins og hún geröi snúa sér til Sameinuöu þjóöanna. Þar hefur sennilega ráðiö það fordæmi sem hún hafði af ágætis árangri Thailendinga nágranna hennar, en þeim hefur oröið mjög ágengt við aö snúa ópiumbænd- um til annarrar ræktunar. Eins var lika til viti til varnaöar hjá einu Asfurlkinu, er beitti vægö- arlausum lögregluaögeröum og tókst undir lokin aö uppræta ópiumræktunina. En meö þvi var tilverugrundvellinum kippt undan fótum bændanna, þvi aö ekkert var látiö koma i staöinn. Sú neyð, sem af hlaust, var átakanleg. Snauöir bændur uröu jafnvel aö gripa til þess aö selja eiginkonur sinar til þess aö draga fram lifiö. Ef gengiö heföi veriö fram af hörku, heföi þaö vafalaust leitt til uppreisnar I þessum lands- hluta. Þar er urmull vopnaöar hópa, enda er ópiumvérslunin I nánum tengslum viö vopnasöl- una. Opiumræktunin gefur fé til vopnakaupa og meiri vopna er þörf til þess aö verja ópíum- uppskeruna, veita yfirvaldinu viönám og til þess aö kúgaópi- umbændur undir vilja eitur- lyfjasalanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.