Vísir - 02.08.1978, Síða 10

Vísir - 02.08.1978, Síða 10
10 Miövikudagur 2. ágúst 1978 VISIR VÍSIR Otgefandi: Reyk japrent h/f Framkvæmdastjóri: Davlfi Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnúsólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Verð I lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 slmi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur Skuldabrœðslan og dularfulla skattablómið Glaðningurinn svokallaði er nú kominn einu sinni enn, þessi árlega sending skattyfirvalda til skatt- þegna þessa lands. Skattskrár hafa verið birtar í flestum skattumdæmum, og eru menn að vonum mis- ánægðir með sinn hlut. Svo virðist sem það sé landlæg árátta hér að þeir sem einhverja möguleika hafa á að hagræða tekjum sínum og skattauppgjöri með tilliti til gloppóttra skattalaga noti sér slíkt ófeimnir, og liggur við að slíkt teljist sjálfsagt. Þannig komast margir létt undan hinni sameiginlegu byrði sem lögð er á þegna þjóðfé- lagsins, og sem fyrr þykir mörgum óeðlilega létt í skattpokum þeirra, sem ættu að hafa breiðust bökin. Tiltölulega lítið hef ur farið f yrir árlegum umræðum um skattamál í þetta skiptið í f jölmiðlum, enda hef ur athygli landsmanna svo mjög beinst að pólitíkinni vegna stöðugra tilrauna sem gerðar hafa verið til að mynda nýja stjórn í landinu. Einn þeirra sem kvatt hafa sér hljóðs í tilefni af út- komu skattskrárinnar er Halldór Sigfússon, skatt- stjóri í Reykjavík, og hefur hann vakið sérstaka at- hygli á því, að í raun séu eðlilegar skýringar á ýmsum þeim tölum sem mönnum þykja leyndardómsfullar í skattskránni. Þar á hann við skatta ýmissa aðila sem hafa mikið umleikis en greiða ekki í hina sameigin- legu sjóði í hlutfalli við það. í slíkum tilvikum sé ekki við skattstof una að sakast, heldur verðbólguþróunina sem skattalöggjöfin taki ekki mið af. Skattstjórinn segir að verðbólgan hafi skapað mik- inn og sívaxandj tekjustraum eða gróðalind er falli ut- an við tekjuhugtakið sem álagning tekjuskatts og út- svars hvili á. AAeðan þessi stórfellda gróðalind sé að mestu utan við skattkerfið sé þess ekki að vænta að viðunandi jöfnuður náist í skattlagningu þjóðfélags- þegnanna eða auðvelt veitist að spyrna gegn verð- bólgu og þjóðfélagslega óarðbærri f járfestingu. Þetta er rétt hjá skattstjóranum, og er ástæða til þess að gefa þessum orðum hans gaum. Verðbólgu- gróðann verður að skattleggja með einhverjum hætti. Þjóðfélagið hef ur á síðustu árum tekið á sig nýja og breytta mynd, og það er Ijóst að rammi skattalag- anna hæf ir henni ekki lengur. Það þýðir ekki að setja lítinn ramma utan um stóra mynd. Þjóðfélagsmynd- inni verður ekki breytt, — þess vegna verður að breyta tekjuskattsrammanum, þannig að hann nái utan um þessa nýju mynd. Verðbólgugróðann nefnir Halldór Sigfússon öðru naf ni skuldabræðslugróða og segir að lögmálið sé í því sambandi að komast yf ir einhverjar eignir í fríðu, en þær haldi svo verðgildi sínu í svifi verðþenslunnar á meðan lánin sem fengin voru til þess að komast yfir eignirnar bráðni ,,í eilífum vorþey verðbólgunnar". I þessu sambandi minnir skattstjórinn á að um 1950 þegar dr. Benjamín Eiríksson og Ölafur Björnsson prófessor haf i verið ráðunautar rtkisstjórna, haf i þeir lagt fram hugmyndir að skuldabræðslu- eða skulda- rýrnunarskatti í einhverju formi. Þær haf i ekki fengið hljómgrunn, en síðan hafi þetta verið „dularfulla blómið í skattsögunni", eins og skattstjórinn orðar það. Þótt nokkuð sé nú umliðið f rá því að þessar tillögur voru samdar, væri ekki úr vegi að grafa þær upp og dusta af þeim rykið. Ekki er útilokað að þær gætu orð- ið einhverjum siðbótarmönnum bending um nýjar leiðir til þess að skattleggja skuldabræðsluna, þannig að meira réttlæti geti i 'framtTðinnf rfkf varðandi greiðslur skattþegnanna til hinna sameiginlegu þarfa okkar. POLITISKUR HEIG- ULSHÁTTUR ALÞÝÐU BANDALAGSINS / w V Eiöur Guðnason telur, að allt tal Alþýðu- bandalagsins um vinstri stjórn hafi ver- ið blekkingar einar. Þeir hafi hvorki, ætlað sér i slíka stjórn né neina aðra. Eiður, seg- ir í þessari grein: „Undanfarnar fjórar vikur hafa leitt i Ijós, að Alþýðubandalagið þorir ekki, vill ekki og ætlar sér ekki að takast á við þann vanda, sem nú blasir við í efna- ^hagsmálum". j Alþýðubandalagsins hefur sjaldan eða aldrei komið betur i ljós, en einmitt núna aö undan- förnu. Þegar Alþýðuflokknum var falin forysta um stjórnarmyndun var það samdáma álit flokks- stjórnar og þingflokks Alþýðu- flokks, að samstjórn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks væri liklegust til að skapa þann styrk og samstöðu, sem til þyrfti til lausnar efna- hagsvandanum og til að brjótast úr vitahring verðbólgunnar. Þennan möguleika vildu Alþýöu- bandalagsmenn ekki einu sinni ræöa. Þá var næst besti möguleikinn, að reyna samstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, þótt siðastnefndi flokkurinn væri reyndar næstum ónýtur að kosningum loknum. Jú, við viljum vinstri stjórn, sagði Alþýöubandalagið, en það er hreint fáránlegt að Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokks- ins hafi forystu um myndun slikr- ar stjórnar. Þar með var búið að gefa tóninn. Pólitísk afbrýðisemi Svo mjög sem Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn höfðu Skoðanir verkalýðsforingjanna lamdar niður En eins og áður sagði er Alþýðubandalagið undarlegt fyrirbæri. Málgagn þess hamrar stöðugt á þvi, að það sé verka- lýðsflokkur. Svo furðulegt er það, en satt engu að siöur, að ýmsir af verkalýðsforingjum Alþýðu- bandalagsins voru ekki fráhverfir stjórnar-þátttöku og töldu raunar tillögur Alþýðuflokksins raun- hæfari og reikningslega réttari en undanfærsluleið þeirra Ólafs Ragnars og Lúðviks. En skoðanir þessara manna voru lamdar niður, af þvi aö Alþýðubanda- lagið ætlaði sér ekki i stjórn. Innanflokks snerist þetta upp i deilu milli verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins og róman- tíkusanna með komma þjóð- rembuna, sem sáu fram á að enn einu sinni yrði Alþýðubandalagið að gefa eftir með varnarliðið og aðildina að Nato. Þaö sem ágætur Alþýðuflokksmaður nefndi ,,rang- snúna þjóðerniskennd” varð ofan á. Með öðrum orðum: Okkur varðar ekkert um hagsmuni hins islenska þjóðfélags, enn siður skiptir máli hið góða sem vinstri stjórn gæti komið til leiðar fyrir islenska launþega á þremur ...Ngar þetta undarlega fyrirbrigöi I Islenskum stjórnmálum er búið að eyðileggja tvær tilraunir til stjórnarmyndunar”. Hvað vill eiginlega Alþýðu- bandalagið? spyrja menn þessa dagana, og þá kannski ekki hvað sist þeir, sem kusu Alþýðu- bandalagiö i júni i þeirri trú, að þeir væru að kjósa það til að stjórna landinu, eða minnsta kosti til að hafa áhrif á stjórn landsins. Er nema von, að menn spyrji, þegar þetta undarlega fyrirbæri i islenskum stjórnmálum er búið að eyðileggja tvær tilraunir til stjórnarmyndunar. Þvi er þó raunar tiltölulega auðvelt að svara, hvað það er, sem Alþýðubandalagið vill. Það vill fara i stjórn, þegar fyrir eru fullir sjóðir, og hægt er aö láta vaöa á súöum i tvö til þrjú ár. Fram til þessa hefur rikisstjórn með aðild Alþýöubandalagsins aldrei enst heilt kjörtimabil. Alþýðubandalagið vill hinsvegar ekki fara i stjórn þegar erfiðleik- ar blasa við, þegar vandi er á höndum og taka verður ákvarð- anir, sem krefjast pólitisks hug- rekkis. ,/Við viljum vinstri stjórn" Hinn pólitiski heigulsháttur oröið fyrir vonbrigðum með úrslit kosninganna, þá var það hreint smáræði við vonbrigði Alþýðu- bandalagsins. Þvi er það nú, að pólitisks afbrýðisemi gagnvart Alþýðuflokki hefur stjórnaö þeirra gjörðum, sem umfram allt hafa miðað að þvi að reyna að koma Alþýðuflokki i klemmu og komast hjá þvi að fara sjálfir i stjórn. Ég hygg að flestum muni nú ljóst, að allt tal Alþýöubandalags um vinstri stjórn voru blekkingar einar. Þeir ætluðu sér hvorki i slika stjðrn né neina aðra. Þess- vegna voru viðræður dregnar á langinn, þessvegna var hafnað viðræðum við verkalýðs- hreyfinguna, og þess vegna voru lagðar fram gjörsamlega óraun- hæfar tillögur i efnahagsmálum, með texta ólafs Ragnars Grims- sonar en tölum Lúðviks Jóseps- sonar. Þessar tillögur eru göt- óttar, sem nemur allt að tiu þúsund milljónum fram til næstu áramóta og i þeim er ekki orð um hvaö taka skuli við eftir áramót. Þær gera ráö fyrir afturhvarfi til gamla styrkja og fjölgengis- kerfisins, sem hér var við lýði fyrir 20 árum. Sem sagt, taka upp hafta og leyfafyrirkomulagið, þar sem flokksskipaðir kommissarar sætu yfir hvers manns kosti. fjórum árum, þrátt fyrir nokkr- ar fórnir i fyrstu, meðan verið væri að brjótast út úr vita- hringnum. Gamla reglan: Um- bætur eru bara til bölvunar, þvi þær tefja fyrir byltingunni. Alltaf í stjórnarandstötu Það hefur verið sagt um Alþýðubandalagið, að meira að segja, þegar það hefur verið i stjórn, þá hafi það ævinlega verið i stjórnarandstööu innan rikis- stjórnarinnr. Undarfarnar fjórar vikur hafa leitt i ljós, að Alþýöubandalagið þorir ekki, vill ekki og ætlar sér ekki að takast á við þann vanda, sem nú blasir við i efnahags- málum. Þaö er sjálfsagt ágætt fyrir þá, sem haldnir eru þeirri skoðun, að Island eigi enga sam- leið með vestrænum þjóöum og landið eigi aö vera varnarlaust að kjósa Alþýðubandalagið. En það hljóta aö vera farnar aö renna tvær grimur á alla þá, sem kusu Alþýöubandalagið til að stjórna landinu, þvi þaö viröist eitt af markmiðum flokksins að koma þar hvergi nærri. Eiöur Guðnason

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.