Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1978 5 Hérna standa þeir félagar i hnapp og lesa frásögn Vfsis af islenskum kappakstursmönnum i Kaiifornfu. A myndinni eru frá vinstri Sigurður Jörundsson, Þórður Þórmundarson, Bjarni Haraldsson og Sverrir Óiafsson. Visismynd: SHE sem starfar á Keflavikurvelli og þurfti þvi ekki að gréiða af honum tolla og önnur innflutningsgjöld. Þá sló umboðið af verði bilsins sinn skerf og þvi fékkst hann á þessum kjörum. Mikill kostnaður, samfara þátttöku í slíkri keppni Við spurðum þá félaga að þvi hve mikiö þeir fengju i auglýsing- ar á bilum sinum fyrir svona keppni. Þeir sögðu að fyrir Húsa- vikurrallið hafi til dæmis Þórður selt auglýsingar fyrir 140 þúsund krónur, en Visisrallið yrði væntanlega stærri keppni og þvi hugsanlega meira upp úr henni að hafa. Þess ber þó að geta að upp- hæðir þessar teljast varla neitt sérstakar þvi mikill kostnaður er þvi samfara að taka þátt i slikri keppni. Þá bjuggust þeir við þvi að um- boðið veitti bónus fyrir góða frammistöðu. Til dæmis hefði Sigurjón fengið 200 þúsund fyrir fyrsta sætið i Húsavikurrallinu. Auk þess ætti hann i vændum bón- us frá verksmiðjunum. Búast mætti við svipaðri þjónustu um- boðsins nú. Þórður og Bjarni voru að bylta sinum bil og hann var vélarvana þegar við hittum þá að máli á dögunum. „Við erum svona með annað augað i Eall-Skódanum” sagði Þórður þegar hann var spurður að þvi hvort bill Sverris yrði ekki nýttur sem fyrirmynd. Vongóðir um frammistöðu sína. Þeir voru allir mjög bjartsýnir á frammistöðu sina i Visisrallinu og Sigurður tjáði okkur að þeir Sigurjón á Alfa-Romeo bilnum hefðu mikinn áhuga á að koma fyrir i bil sinum sérstöku „tjúningarsetti” með tvöföldum blöndungi og knastás. Þannig gætu þeir komið honum i um 130 hestöfl og stæðu þá mun betur að vigi i væntanlegri keppni. Aðspurðir um það hver þeirra yrði liklegastur sigurvegari i Visisrallinu litu peir á hvorn annan, brostu i kampinn og sögðu að það yrði að koma i ljós. —HL Sverrir ólafsson „nærir” Rall-Skódann með smuroiiu. Sverrir sagðist vera feikiiega ánægður meö Skódann og vildi ekki fyrir nokkurn mun skipta á honum og öðrum bfl. Vísismynd: SHE SAMNINGAR LEIKARA OG RÍKISFJÖLMIÐLA: Hvernig eru núgild- andi samningar? Mikil leynd hvílir yfir samningunum Samningar standa nú yfir milli Félags islenskra ieikara og Rikisútvarpsins um greiðslur vegna leiklistarflutnings i sjón- vami eins og skýrt hefur verið frá hér í Visi. Ekki hefur fengist upplýst um hvað einkum er deilt, en ósam- komulag um orlofsgreiöslur mun þó vera þar ofarlega á blaði. Þá hafa leikarar boðað vinnustöövun frá og með 10. ág- úst, hafi ekki tekist samningar fyrir þann tima. Til þess að gefa lesendum blaðsins örlitia hugmynd um nýverandi samning um greiðslu tÚ leikara fyrir flutning I sjón- varpi, er hér birt eitt og annað úr samningi þeim sem nú er I gildi og undirritaður var 24. júní 1976. Greitt fyrir línufjölda. Leikarar fá greitt fyrir hver ja linu, og er hlutverkum skipt i flokka eftir linufjölda, og eru lágmarkslaun fyrir 0 til 5 llnur 10 þúsund krónur. Siðan hækka greiðslur fyrir hverja li'nu, til dæmis eru greiddar 35 þúsund krónur fyrir 101 til 150 linur, og 70 þúsund krónur fyrir 501 til 600 línur. Laun þessi eru grunngreiðsla, en að auki skal greitt æfinga- kaup kr. 2.200,- fyrir hverja æfingu. Sérstaklega er samið fyrir hlutverk sem fara yfir 600 linur, svo og fyrir „afbrigöileg” hlutverk, til dæmis þögul. Hver „sjónvarpslina” telst 40 stafa- bil. Þá fáleikararálaggreittfyrir ákveðinn fjölda leikrita, hækk- un um 5% viö fimm og tiu hlut- verk. Einnig er greitt 5% álag á kaup þeirra leikara sem náð hafa 50 ára aldri, og önnur 5% við 60 ára aldur. Hlutverka- fjöldinn er miöaður við 4. flokk ogþar fyrirofan (51 til 100 linur, 30 þúsund krónur). Fyrir þátttöku i óperum og óperettum gilda svo sérstakar reglur, og þar eru lágmarks- greiöslurfrá 17 þúsund krónum upp I 70 þúsund krónur. Enn gilda svo sérstakar regl- ur fyrir þátttöku I skemmtiþátt- um upplestur og fleira. Enn má nefna, að greiðslur hækka ef leikarar eru við vinnu fjarri heimilum sinum, eða ef unnið er á helgidögum, og fæði er greitt þegar leikarar eru við vinnu si'na úti á landi, eins og tiðkast i flestum kjarasamning- um. Orlof og lifeyrissjóður. Ofan á allt það kaup sem um ræðirísamningi þessum, greið- ir Rikisútvarpið 8.33% orlof, og að viöbættu 1% i sjúkrasjóð Félags > i'slenskra leikara og 0.25% i byggingasjóð félagsins. 1 lifeyrissjóð F.l.L. skal sjón- varpið greiða 6% iðgjald á móti 4% iðgjaldi listamanna, og^ber sjónvarpinu að standa skil á iö- gjaldagreiöslum Grunnkaups- og vísi- töluhækkun. Allar greiðslur skv. samningi þessum skulu hækka i samræmi við þær hækkanir, er veröa kunna á B15 launaflokki rlkis- starfsmanna, svo og vegna al- mennra hækkana i launaflokk- um, og hækkar þá viðmiöunar- flokkurinn i samræmi viö þaö. Allar þær fjárhæðir sem hér hafa verið nefndar hafa þvi hækkað mikið frá þvl samningurinn var geröur fýrir röskum tveimur árum. Þá má nefna, að Rlkisút- varpiö greiðir árlega 300 þúsund krónur i Menningarsjóð (Utan- fararsjóö) F.t.L. Leynd yfir viðræðun- um. Undarleg leynd hefur hvilt yf- ir samningaviðræðum Ríkisút- varpsins við leikara, og hefur ekki einu sinni verið frá þvi skýrtum hvað erdeilt. Þá hefur ekki fengist staðfest hvenær vinnustöðvun á aö koma til framkvæmda. Hefur þvl blaðiö orðið að afla sér þessara sjálf- sögðu upplýsinga eftir ýmsum krókaleiðum. Þa má einnig geta þess, að samningar þeir sem nú eru i gildi hafa ekki legiö á lausu, heldur var farið með þá eins og mannsmorð. Er það næsta undarlegt, þegar þess er gætt, að hér er um að ræöa kjara- samning opinberrar stofnunar við launþegafélag. Ekki er ljóst hvenær búast má við fréttum af samningaviðræð- um, en línurnar ættu þó aö skýr- ast strax eftir helgi. —AH. GIsli Alfreðsson, formaður Félags islenskra leikara. Hann hefurekkert viljað iáta hafa eft- ir sér um yfirstandandi kjara- deiiu. Ekki einu sinni viljað segja hvenær vinnustöðvun á að hefjast. Jón Þórarinsson, formaður Lista- og skem mtideildar sjón- varpsins (LSD). Hann neitaði að láta gildandi samninga af hendi við blaðamenn, eða skýra frá innihaldi þeirra. Samningar þessir voru þó undirritaðir fyrir rúmum tveimur árum. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Rikisútvarpsins. Hann vill ekkert um kjaradeiiuna segja, og ekki láta af hendi núgildandi kjarasamninga frá árinu 1976. Aður en hann tók þá ákvörðun hafði hann samband við út- varpsstjóra, Andrés Björnsson. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.