Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 11
VISIR Miðvikudagur 9. ágúst 1978 11 Það er gott að leggja sig fyrir átök kvöldsins. t hrúgunni má greina koll. Litið við á Laugarvatni Myndir: Jens Alexandersson Ja, ég giska á aö það séu svona um 1500 manns. Tæmist það sem af er tekið, Ef tjaid þitt er stutt. ,,Veistu það, að hann Raggi fór á ball með Stinu”. Visir var kom- inn að Laugarvatni. Það var verslunar- mannahelgi og fjöldi fólks hafði safnast saman þar, liklega um 500 tjöld. Héldu sumir að mannskapurinn hefði flutt sig vegna þess hversu ströng áfengisleit var á Rauð- hettuskemmtuninni. Flestir voru „fullir og vitlaus- ir” eins og það stendur en þó sátu vinalegheitin i fyrirrúmi eins og endranær og jafnvel flugurnar sýndu mannskepn- unni bliðuhót. „Lifsins laut” Menn voru sjálfum sér nógir um skemmtiatriði enda engin sérstök dagskrá i boði. Gitar- ariiir glömruðu og allir sungu með/neira aö segja litla stúlkan i brúna kjólnum. Einstaka maður var litið hrifinn af hljóm- listinni og einni mættum við stelpunni.sem rogaðist með allt sitt hafurtask i fanginu. Hún sagðist vera að flytja, „bara til að hafa eitthvað fyrir stafni”. „Leggstu hér i lifsins laut” raulaði einn strákurinn og bauö framhjágangandi stelpum faðm sinn útbreiddan. „Oj en ógeð”. Þær höfnuðu allar boðinu/þeim fannst menn vel geta verið svo- litið „dannaðir” þótt það væri visir að kjarri i kringum þá. „Mamma verður stolt af mér” Fylleriiö ágerðist og undir miðnætti var komið það sem fagmenn kalla „dúndrandi fyll- eri” á staðnum. Samt sveif sama vinarþelið yfir vötnum. „Mamma verður stolt af mér, ég er að drekka fullorðinsvin”, sagði ein stelpan þegar við spurðum hana hvort henni væri sama þótt það kæmi mynd af henni i blööunum. Strákur hafði aðra skoðun: „Það liöur yfir kellingarhelvitiö”, sagði hann Hér er tjaldstæði. Hreina llnur Kysstu mig min mjúka mær. með það. Hei, þú þarna,þaö er grasá buxunum þlnum. og þóttist ferkar stærri en minni. Einhvers staðar hafði slegið i brýnu: „Hann kveikti þrisvar i hárinu á mér, svo ég sló hann utanundir og sagði hon- um, að nú væri nóg komiö og ég færi að leggja mig”, Þær rædd- ust við tvær vinkonur i miklum ákafa. ,, Heill sé forseta vor- um...” An sýnilegs tílefnis þótti ein- hverjum ástæða til að hylla for- seta vornog fósturjörð meðfer- földu húrrahrópi nærstaddra. Siðan gekk flaskan hringinn, sem raunar er ekki algengt þeg- ar forsetinn er hylltur. Vist er það, aö full ástæða er til að hylla forsetann með húrra- hrópi, en satt að segja, þá var mannfögnuðúrinn á Laugar- vatni ekkert til að hrópa húrra fyrir. — ÓM. Það er sumar I svipnum og brosið hlýtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.