Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 9
9 Hvers vegna láta heimafrúrnar börn sfn á leikskóla þegar ófétin, sem vinna úti, mega það ekki? spyr bréfritari. Heimavinnandi konur taki börn sín af leikskólum — fyrst þeim er svo onnt um börnin sín — segir bréfritari Vinnandi kona skrifar: Þetta bréf langarmig aB hefja á sömu orðum og bréf eitt sem birtst hefur í Visi tvívegis: „Lengihefurmiglangað til að koma minu hjartans máli á framfæri”. — Mitt hjartans mál er sem sé að reyna að sporna gegn þeim ranglátu árásum sem við vinnandi konur verðum fyrir. Já, vinnandi — dönsku- slettuna „úti”—vinnandi er mér meinilla við og nýyrðið heima- vinnandi, sem reyndar er einnig dönsk afbökun, hljómar ank- annalega i eyrum þeirra sem stunda atvinnu og einnig heimil- is- og uppeldisstörf. Tveggja barna móðir hefur málflutning sinn á þvi að ráðast á fæðingarorlofið sem hún kall- ar reyndar styrk. Hvor okkar skyldi hafa misskilið hlutverk fæðingarorlofsins? Ég hef talið það vera leyfi frá störfum af þeim augljósu ástæöum aö kona getur hvorki sjálfrar sin né barnsins vegna komið til starfa strax eftir fæðingu. Atvinnurek- andinn hins vegar þarf ekki að þjálfa upp nýjan starfsmann. Þetta eru ekki laun fyrir að eignast börn eins og sumir virð- ast halda. Hins vegar er leitt til þess að vita ef konur eru farnar að mis- nota þessi réttindi með þvi aö segja upp störfum sfnum og fá greitt fæöingarorlof. Orlofið ætti einmitt að vera trygging fyrir þvi aö þær komi aftur til starfa. Vilji þær hætta eiga þær ekki að fá greitt neitt fæðingarorlof. Þá er komið að siðari lið bréfsins sem fjallar um dagvist- un. Húsmóðirin fárast yfir þvi hve miklu fé sé eytt í að greiða með börnum ,,úti”—vinnandi kvenna og telur sig spara ó- sköpin öll fyrir riki og bæ. Þeim sem leyfa sér slikar fullyrð- ingar skal bent á eftirfarandi: Á heilsdags -da g vistuna rstof nun - um eru ekki börn giftra kvenna, nema um námsfólk sé að ræöa. Vinnandi konur hafa ekki sama rétt tii að koma börnum sinum í leikskóla og þær sem heima eru. Þær siðarnefndu skammast sin ekkert fyrir aö færa sér þjónustu þessara stofn- ana i nyt. Þá vaknar ^purningin, hvers vegna er öðruvisi fyrir barn að vera á leikskóla ef móöirin er i vinnunni á meöan en hún er heima á meðan. Við vinnandi konur verðum fyrir sifelldum ásökunum fyrir vanrækslu og hvað eina en barni húsmóöur- innar er hollt að vera á leik- skóla. Égvilaðendingu hvetja allar heimafrúr til að ihuga þetta og helst að bregöast skjótt við og taka börn sin af leikskólum. All- ir vilja börnum sinum hið besta þó vinnandi konum sé stundum brugðið um annað. Fyrst þessar konur eru heima barnanna vegna og telja þaö þeim fyrir bestu, hvers vegna eru þær að láta ala þau upp á stofnunum eins og við hin ófétin? Vonandi eru þær ekki latar eins og tveggja barna móðirin leyfir sér að segja um vinnandi kon- urnar sem „nenntu” ekki að vera heima allan daginn. Endursýnið Bay City Rollers Popp-aðdáandi skrif- ar: Ég hafði nú haldið að jafnvel sjónvarpið hefði eitthvað al- mennilegt á dagskránni fyrsta daginn eftir mánaðar fjarveru. Þegar ég leit i dagskrána i Mogganum varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum, vægast sagt. Ennþá er setið við sama hey- garðshornið, ennþá ersjónvarp- ið ekki búið að losa sig við heimildam ynd irnar og klassisku konsertana i sjón- varpssal. Gæti sjónvarpið ekki t.d. endursýnt popp-þáttinn frá 17. júni með Bay City Rollers og fleirum, sem þeir þurftu endi- legaað sýna á svo óheppilegum tima? Illjómtveitln Bay Clty Kollers veröur þjóðhátlðardaginn. S|ónvarp a laugardagskvöldið kl. 22.50: SKJANUM POPPSINS A Unga fólkið hefur löng- um kvartað yffir þvi aö sjonvarpið sýni litiö af þáttum fyrir það. A laugardagskvöldið mun sjónvarpið heldur betur bæta þetta upp. þá verður sýndur nær eins og hálfrar stundar |nn« daoskrá með r ire, Kam Jam, Jackson Rive.og slðast en ekki sist Billy Joel. Billy Joel er ein skærasta sljarna á popphimninum I dag. Slðasta plata hans ,.The Stranger" hefur íariðsigurför um heiminn f Bandarfkjunum einum hefur hún t.d. selst I 3 milljónum eintaka. Joel þykir SKemmtilegur A sviði og hefur fólk flykst a þá Itl f Hjúkrunarfrœðingar Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Árbæ, Reykjavik, er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Æskilegt er, að umsækjandi hafi sér- menntun i heilsuvernd. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 15. september 1978. Heilbrigðis- og tryggingamálaróðuneytið SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijdsmyndir AUSnÆSTRtTI 6 SÍMI12644 Lœrið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudag- inn 10. ágúst. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar i sima 41311 eftir kl. 13.00. Valritunarskólinn Suðurlandsbraut 20 SOJA- BAUNA KJÖT NUTANA PRO er sojakjöt (unnið úr sojabaunum). Það bragðast líkt og venjulegt kjöt en inniheldur minna af fitu og meira af eggjahvítu- efnum. Fila: Kolvetni: Eggja- hvítuelni: NUTANAPRO 3% 38% 59% Uxakjöt 74% 0% 26% Svínakjöt 73% 0% 27% Venjulegur málsverður (um 150 gr.) af kjöti samsvarar um 410 hitaeiningum. Ef NUTANA PRO er notað í staðinn verður málsverðurinn aðeins 85 hitaeiningar! Gód keilsa ep gæfa feveps iaaRRs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.