Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 09.08.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h/f ÍFramkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pátssonábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrln Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: GyTfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösia: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Breytt staða hjá Suðurnesjamönnum Á annað þúsund manns í útvegsbæjum Suðurnesja og í Vestmannaeyjum hefur misst atvinnu sina eftir að frystihúsum á þessum stöðum hefur verið lokað. Skammt er siðan opinberir aðilar gerðu ráðstafanir, sem leysa áttu um tíma vanda fiskvinnslufyrirtækja á landinu, og er Ijóst að víðast hvar hafa þær ráðstafanir dugað. Staðbundin vandamál virðist aftur á móti við að etja i Eyjum og suður með sjó og bíða þau nú lausnar. Það hljómar líkt og öfugmæli, að f jöldi frystihúsa sé nú lokaður vegna þess að rekstrargrundvöll vanti sam- tímis því sem landburður er af f iski um allt land. En þetta eru samt staðreyndir og þær eru blákaldar í augum þeirra 1100 starfsmanna, sem haft hafa atvinnu sína af fiskverkun á Suðurnesjum og í Vestmannaeyj- um. Það, að ekki sé hægt að reka frystihúsin á þessum stöðum á sama grundvelli og frystihús annars staðar á landinu, er alvarlegt athugunarefni. Oðru hverju hafa verið gerðar skýrslur um stöðu f rystiiðnaðarins á vegum stof nana ríkisins og þar verið dregið f ram sitt af hverju, sem athugavert hef ur verið talið í rekstri fyrirtækjanna og bent á leiðir til úrlausnar. Eitt að því, sem þannig hefur verið vakin athygli á,er sameining fiskvinnslufyrirtækja á Suðurnesjum, þar sem mörg smá fyrirtæki keppa um takmarkað hráefni og stuðla þannig að yfirboðum. Ekkert hefur enn verið gert raunhæft í þessum efnum. Þá hefur verið bent á, að mörg frystihúsanna á Reykjanesskaganum séu orðin úrelt og skipulag þeirra langt f rá þvi, sem talið er hagkvæmast um þessar mund- ir. Hagræðing hef ur setið á hakanum, og vilja eigendur kenna Byggðasjóði um, þar sem fé hans haf i verið varið til endurnýjunar og uppbyggingar fiskvinnslustöðva í öðrum landshlutum, en enginn skilningur haf i verið á að þörf væri á sliku syðra. Vel má vera, að pólitískar ástæður liggi þarna að baki, en þaðer aftur á móti íhugunarefni, að svipuð vandamál koma upp árlega á Suðurnesjasvæðinu, og bendir margt til þess að vandinn þar verði aldrei leystur til frambúðar með f járaustri úr opinberum sjóðum. Suðurnesjamenn sóttu sjóinn fast hér áður fyrr og skammt undan landi voru þá fengsæl fiskimið. Nú er öldin önnur. Lítil sem engin veiði er á gömlu miðunum og sífellt verður að sækja lengra. Suð- urnes liggja því ekki iengur eins vel við veiðislóðum og fyrrum og af þeim sökum er hagstæðara fyrir þjóðarbú- ið að legg ja áherslu á f iskvinnslu á öðrum stöðum á land- inu en þar. Það gef ur til dæmis auga leið, að f iskvinnslu- fyrirtæki suður með sjó, sem þarf að flytja hráefni sitt með bílum frá Þorlákshöfn verður dýrara í rekstri en hliðstætt fyrirtæki vestur á f jörðum, sem tekið getur af I- ann nánast beint úr veiðiskipi inn í vinnslusalina. Sú staða er nú komin upp, að endurskoða verður grundvöll fiskvinnsluá Suðurnesjum, og menn verða að bíta í það súra epli, að ekki er lengur þjóðhagslega hag- kvæmt að reka f iskvinnslu á þessu svæði í sama mæli og gert hefur verið fram að þessu. Rétt er að halda hagkvæmustu fiskvinnslufyrirtækj- unum gangandi áfram, loka öðrum og breyta atvinnu- stefnunni í byggðunum með tilliti til þess, að sköpuð verði aðstaða til reksturs annars konar iðnaðar en fisk- íðnaðár. Sá iðnaður þarf að byggja á öðru hráefni en svipulum sjávarafla, og veita því fólki atvinnu, sem f ram að þessu hef ur haft f ramfæri sitt af ríkisstyrktum fiskvinnslufyrirtækjum, sem ekki eiga sér lengur til- verurétt. Þetta verður ekki gert í einu vetfangi og stjórnvöld neyðast því til að gera einhverjar bráðabirgðaráðstafan- ir fyrir Suðurnesjasvæðið fljótlega til þess að allt fari þar ekki i kaldakol. Umþóttunartímann. sem þannig skapast, þarf að nýta til þess að f inna varanlega lausn á atvinnuvanda Suður- nesjamanna. Miðvikudagur 9. ágiist 1978 VÍSIR EKKI „ÉG TALA VK> MG" sagði Kortsnoj, er Karpov bauð honum jafntefli í tíundu skókinni Að loknum 44 leikjum i ein- vi'ginu i gær, bauð Karpov Kortsnoj jafntefli, örugglega siðasta jafnteflið sem boöið verður á heföbundinn hátt i keppni þeirra. Kortsnoj sá þarna kjörið tækifæri til hefnda, fyrir það er Karpov neitaði að taka i hönd hans viö upphaf 8. skákarinnar. „Hvað meinarðu eiginlega með þvi að ávarpa mig? Ég tala ekki viö þig”, var allt sem Karpov fékk að heyra. Hann varð þvi aö biðja dómar- ann um að koma jafnteflis- boðinu til skila, og eftir 10 minútna umhugsun féllst Korts- noj náðsamlegast á það. 10. skákarinnar veröur trú- lega lengst minnst fyrir óvænta ogglæsilegamannsfórnaf hendi Karpovs i byrjun tafls. Hún kom öllum viðstöddum gjörsamlega á óvart, og virtist i fljótu bragði vera eyðileggjandi fyrir áskor- andann. En Kortsnoj á mikinn heiður skilinn fyrirsnjalla vörn sina i erfiðri stöðu. Honum tókst aðbægja frá bráöustu hættunni, með þvi að sigla út i lakara endataíl, og þar tefldi hann heimsmeistarann hreinlega niður. Með betri stööu og tima hélt Karpov ekki i við and- stæðing sinn, sem fann sifellt sterkustu leikina. Þegar jafn- tefli var loks samiö, var staða Kortsnojs jafnvel oröin betri, þó ekki dygði það til vinnings. Hvftur: Karpov Svartur: Kortsnoj Spánski ieikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 W. dxe5 Be6 9. Rb-d2 Rc5 10. c3 (Sama staðan er komin upp. og i 8. skákinni. Þar lék Kortsnoj 10. ... g6? og hlaut sina refsingu fyrir. Nú leikur hann hinsvegar þvi sem taliö er best i stöðunni.) 10 ... d4 X X 1 11 1 1 4 JL 14 1 1 Jtl £> ±± t I Jt# S® (1 fljótu bragöi viröist þessi staða ekki búa yfir neinu sér- stöku, enda i burðarliðnum. En nú kemur þrumuleikur frá Karpov. „Sli'kur leikur og Karpov kom fram með i 11. leik, finnst einu sinni á öld, og þó tókst mér að sleppa óskadd- aður”, sagði Kortsnoj eftir skákina og lék á als oddi.) 11. Rg5! dxc3 (Kortsnoj vill ekki þiggja þessa sovésku „gjöf”, Ekki nóg með að hvitnr hefði fengið vinnandi sókn, heldur hefur fórnin verið rannsökuð ýtarlega á vinnuborði Karpovs og aðstoðarmanna hans. Nokkr- ar leiðir sýna hvað hefði getaö skeðeftir 11. ..Dxg5. 12. Df3 Bd7 13. Bxf7+ Kd8 14. e6 Be8 15. Bxe8 Kxe8 16. Dxc6+ og vinnur. Eða 13. ... Ke7 14. Re4 Dxe5 15. Bg5+ Reyni Svartur 12. ... Kd7, kemur 13. Bd5 og allt er I rúst. Oll verður staðan heill hafsjór af flækjum, og þvi ákvað Korts- noj,eftir 43 minútna umhugsun að láta riddarann eiga sig.) 12. Rxe6 fxe6 13. bxc3 Dd3! (Þving- ar hvitan i uppskipti á drottningum, þvi tvö peð hvits standa i' uppnámi.) 14. Rf3 Dxdl 15. Bxdl Be7 16. Be3 Rd3 17. Bb3 Kf7 (Vörnin hefur kostað Korts- noj drjúgan tima, 105 minútur, gegn 50 minútum Karpovs.) 18. Ha-dl Rdxe5 19. Rxe5 Rxe5 20. Bf4 Rc4 (Svarta riddaranum yrði ekki lengi vært á e5. T.d. 20. .. Bd6 21. Hf-elKf6 22. He4 Hh-e8 23. Hd-el). 21. Bxc4 bxc4 22. Hd4 Bd6! 23. Be3 (Hvitur gat haldið frumkvæðinu eftir 23. Bxd6 cxd6 24. Hxd6 Hh-d8 25. He-dl, en Karpov kýs fremur að halda sem flestum mönnum á borði, þvi Kortsnoj var að kom- ast I timahrak.) 23. ... Hh-b8 24. Hxc4 Hb2 25. a4 Ha2 26. g3 Hb827. Hdl Hb-b2 28. Hd-d4 (Meö 29. Ha6 i huga, og hafa þá vald á a-peðinu.) 28. .. Hbl+ 29. Kg2 Hb-al 30. Hh4 h6 31. Bc5 e5 32. Ba7 Ke6 33. Hc-g4 Be7 34. Hh5 Bf6 (Karpov hefur ekki fundið neitt haldgott fram- hald, á meðan svartur hefur bætt stöðu sina jafntogþétt.) 35. Hc4 Kd7 36. Bb8 c6 37. He4 Hxa4 38. c4 Ha5 39. Bxe5 Bxe5 40. Hhxe5 Hxe5 41. Hxe5 Ha4 42. He4 Ha5 43. h4 h5 44. Hf4 jafn- tefli. 1 1 1 X 1 t n t & Heimsmeistaraeinvígið í skókt Anatoly Karpov (t.h.) fagnr fyrsta sigri I heimsmeistaraeinvlginu fskák á Filipseyjum. A miðri myndinni er Florencio Campomanes, forystumaður skáksambandsins á Filipseyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.