Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 12. ágúst 1978 9 SPURT A GÖTUNNI Heldur þú að til sé lif á öðrum hnöttum? Haraldur Blöndal, lögfræöingur: Guð einn veit það. Hann er líka sá eini, sem kemur það eitthvað við. Ég held, að menn veröi vit- lausir af að vera að grufla i þess- um sólkerfum. Það er miklu nær að hafa áhyggjur af einhverju öðru, — einhverju sem skiptir meira máli niðri á jörðinni. Til dæmis þykir mér mikið áhyggju- efni að hafa engan bjór að kneyfa hér á Islandi. Ekki má heldur gleyma þeim ósköpum, að kommúnistar skuli vera komnir i meirihluta i borgarstjórn. Allt þetta er mér miklu meira ^hyggjuefni en lif á öðrum hnött- um. Róbert B. Agnarson, lögreglu- maður: Þessu er sáraauðvelt að svara. Þú þarft ekki annað en að lita bara á kallinn i tunglinu. Hann er alveg talandi dæmi um það. Svo er lika fullt af lifi i öðrum sólkerf- um, en á Mars og hinum plánet- unum i okkar sólkerfi er allt steindautt held ég. Það verður að játast eins og er, að ég hef ekki komiðauga á neina karla i öðrum sólkerfum, en það er eitthvað I undirmeðvitundinni sem segir mér að þeir séu þar. Þeir mundu þá helst vera litlir og grænir og með rauð augu. Sennilega eru þeir ósköp góðir, alla vega betri en við a þessum hnetti. Annars á þetta allt eftir að koma betur i ljós á næstu árum. Carlos Manso, kennari frá Spáni: Já, ábyggilega. Hvers vegna skyldi það ekki vera úr þvi það er til hér. Lifverurnar á öðrum hnöttum eru þó sennilega ólikar jarðarbúum. Þær hljóta að hafa öðruvisi hugsanagang vegna þess að þær búa i annarskonar umhverfi. Ég hugsa að ibúar ann- arra hnatta eða sólkerfa séu ekk- ert hættulegri en við mennirnir. Það getur verið býsna hættulegt I henni Verslu. Veit ég vel þvi að ég hef ferðast viða. á þessum hnetti. Fjöldi fólks út um allan heim segist hafa séð ein- hver ankannanleg farartæki á sveimi, fljúgandi furðuhlutir eru þeir vist kallaðir, og ég trúi þvi ekki að það sé allt að ljúga enda þótt sumir séu kannski að imynda sér það. Ég á voðalega erfitt með að gera mér i hugarlund hvernig lífverur á öðrum hnöttum mundu lita út, en einhvern veginn finnst mér þó að ef þær eru svokallaðar „vitibornar verur” hljóti þær að standa á tveim löppum. Annars kemur alltaf hálfgerður uggur i mig þegar ég pæli í þessu. Maður veit ekkert hvernig þessar verur mundu hugsa. Anna Ingólfsdóttir Já, ég held það. Ekkert siður en Grœnt salat með kartöflum Uppskriftin er fyrir 4 Salat: 500 g soðnar kartöflur 200 g soðin mais 3 tómatar 1 græn paprika 1 salathöfuö Kryddlögur: 5-6 msk matarolfa 2 msk sitrónusafi salt pipar 1/2-1 hvitlaukslauf, smásaxaö KROSSG/ÍTAN pLLS' SVoÆu bEKlíT. SL'lTfi EKXI SE.it/ Kfí nœess si SVt/ á T9K HfíLPfí .Tpfí Zir/S. &.tLT KtNST “V IfíNpi 4- HLYJU PÆ0t & STflhy. U/h Vg&u<J l/USlAmg T/&/V- fíSTfí A50 0 6, DP FLfír/fí Hiuri J2&L- 6V4/ ILfíT PKEÉÍ) TfcLFl NbT D •Ýfíuto YfíNT &'0B r~ |AÍ/)flu<i C FEN 5 6,/íhfí i TEFST '0íKfí W<i£yf- >iT Sfíxe ÍRfís /3/eooo- fí« JoyKW ILO l y hRyllþ My tirH T'iTT S£iNt Y-LíTT- T/fíOi FlyTiR 0/2; „ SN'fíTT ST£iNN fik'pAi l KvRN PLUHTfí SKfíKiN sfíe- L'bNP LdbST LEN&D (kfíHfí £>Hs LiAl Oi HÚLL- WÐU FISK SfíM- ÍTH-Pfí TjjJTfL T\)£ 4 Skerið kartöflurnar i sneiðar. Látið vökvann renna af maisn- um, Skeriö tómatana i báta. Hreinsiö paprikuna og skeriö i strimla. Skerið salatið I strimla. Hrærið eða hristið saman mataroliu, sitrónusafa salt og pipar, ásamt smásöxuðum hvitlauk. Hellið kryddleginum yfir salatið. Berið salatið fram með steikt- um kjöt — fiskog fugla- kjötsréttum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.