Vísir - 12.08.1978, Qupperneq 12

Vísir - 12.08.1978, Qupperneq 12
Laugardagur 12. ágúst 1978 i stjórn félagsins: f.v. Kristín Alexandersdóttir, Ingi Jóhannesson, Steinunn Guðmundsdóttir, Kristín Alex- andersdóttir, Hallgrimur Sigurðssonog Kristján Guð- mundsson. Þau fermdust öll í Grunnavíkurkirkju. Hökull frá 1674. Þeir eru ekki á hverju strái. veöri og vindum. Annars er ein skepna öllum höfuðskepnum drýgri viö eyðinguna, en þaö er mannskepnan. Er hún þegar byrjuð að veita höfuðskepnum aðstoð með gamla prestshúsið á Stað. Nýlega hafa einhverjir pörupiltar brotið rúöur að gamni sinu. Þarna eru ekki börn að verki. Ef hlutaðeigendur skyldu lesa þessar linur bið ég þá að end- urskoða afstöðuna með tilliti til þeirrar sögu sem hér liggur að baki, þegar út i næsta húsbrot kemur. Ferða lagið Heitt var af sólu sunnudag þann i öndverðum júlimánuði, þá Att- hagafélag Grunnavikur lagði frá ísafirði að heimsækja Grunnavik i góða veðrinu. Fagranesið skreið út Skutulsfjörðinn iandvaranum og lagði lykkju á iéið sina til að taka kókakóla i Bolungarvik. Einnig tók skipið nokkra farþega. Grunnavik breiddi grænan faðm sinn mót vinum sinum og fagnaði þeim auk þess með gul- Grunnavíkurkirkja er að verða 100 ára. Hún er samt í ágætu standi. Síra Jakob: Hér set ég svoamen eftir efninu. Margir unaðsreitir leynast hér í faðmi blárra f jalla á Vestf jarðakjálkanum. Einn er Grunnavík. Hún er yst við Jökulfirði að sunnan. milli Staðarhlíðar og Vébjarnarnúps sem einatt er stytt og kallaður Bjarnarnúpur. I Grunnavík er undirlendi allmikið upp frá vikurbotninum. Bæir standa þar þétt. Neðst við vikina eru Sætún og Sútarabúðir. Þar var síðast byggð í Grunnavik. Yst á Staðarhlíð og sem veit að Grunnavík heitir Maríuhorn. Þar ofar miklum klettabrúnum er hamrastallur einn og heitir Maríualtari. Er það i munnmælum, að þar haf i mannblót tíðkast í heiðni. Og þá verið hof á Stað. Segir sagan, að stallurinn hafi síðan verið vígður Maríu guðsmóður eftir að kristinn siður komst á, enda var Maríukirkja á Stað i kaþólsku. Þjóðsagan segir, að sækýr hafi mjög sótt á land i Grunnavík, og leitað eftir beitinni. Nú er þar næg beit sækúm með því mennskar kýr eru engar haldn- ar í Grunnavik eða annar búsmali þeirrar náttúru. Nú munu um sextán ár frá því byggð lagðist af i Grunnavík. Þótt byggð sé nú engin og búskapur heyri fortíðinni til, er þó enn gróandi i hugum þeirra manna sem þennan stað byggðu og þær rætur sem eitt sinn tengdu fólk sinni jörð og sínum sjó hafa tognað en ekki slitnað, svo sem segir hjá Sveinbirni Egilssyni: Römm er sú taug er rekka dregur föð- urtúna til. Prestsetur hefur verið á Stað frá ómunatið. Þar hefur setið margt nafnkunnra presta. Þeir sem enn eru lifandi i hugum manna eru þeir séra Pétur Maach Þorsteinsson, séra Kjart- an Kjartansson siðar á Staðastað og sá höfuðklerkur sem siðastur sat Stað, séra Jónmundur Hall- dórsson. Séra Pétur Maack átti ekki langa prestskapartið á Stað. Hann drukknaði iGrunnavik 1892. Fórust þeir átta en einn unglings- piltur komst af. Stóö ekkjan Vig- dis þá uppi með ung börnin en henni var þá boðið, að setjast að á þeirri kirkjujörð i Grunnavik sem laus yrði og f.luttist hún að Faxastöðum i Grunnavikur- hreppi. Þeirra afkomandi var Maria Maack hjúkrunarkona og hélt hún tryggð við Grunnavik meðan hún liföi og var þar lang- dvölum á sumrum allt fram á efri ár. Séra Jónmundur sat langa prestskapartið á Stað. Aður var hann prestur á Barði i Fljótum, enda Skagfirðingur að uppruna. Ekki ætla ég að hafa iangar tölur GRUNNA- VÍKUR- SKÝKSLA efftir Finnbega Hermanmion um séra Jónmund, það gera þeir sem gjörr þekkja. En þeir, sem undirr hefur átt tal viö ljúka upp einum munni um ágæti séra Jón- mundar. Hann var mikill formað- ur, mikill sláttumaður, heitur trúmaður og svo mikill neftó- baksmaður, að hann stráði úr pontu sinni allt frá fremsta odda löngutangar og upp að úlnlið og svalg. Svo sagði gamall Bolvik- ingur þá er séra Jónmund bar á góma. Séra Jónmundur byggði upp staðinn af mikilli rausn. Stórt tvilyft ibúðarhús sem hefur staðið allt af sér. Einnig penings- hús, en þau eru nú illa farin af um blómaskreytingum af sóleyj- um, þvi að það var sóleyjartið. Var ekki laust við aö ljóð Jónasar kæmi i hugann, þar sem Eggert kveður i haganum: Smávinir fagrir foldarskart fifill i haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort ööru að segja frá. Prýöið þér lengi landið það, sem lifandi Guð hefur fund- ið stað ástarsælan þvi ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Undirbúningur þakkargjörðar. Aöur en farþegar gengu frá boröi, gaf Kristján formaður dag- skipanina. I grænum lautum fyrir ofan bryggjustúfinn opnaði fólk malpoka sina og Snæddi nestið. Þá tóku menn að tinast upp að Stað i lognværunni. Fækkuðu margir fötum og lágu afvelta. Jakob Isafjarðarklerkur klæddist hins vegar svörtum kjól og rikki- lini og bar sig við að leita að bæri- legu lesi. Kjartan organisti Sigurjónsson af Isafirði rannsakaði gamalt orgelið, sem búið er að þjóna i hálfa öld i Grunnavik og svo lengi sem elstu menn muna. Tróð hann skammelin og djöflaðist i öllum tökkum. Hljóðfærið reyndist i brúklegu standi. Hafði Kjartan og vaðið fyrir neðan sig með sálma- bækur og var sá baggi eigi skop- litill, sem hann bar á sjálfum sér til kirkju. Messan. Klukkan tvö var hringt fyrstu hringingu. Það heitir á nútimais- lensku að dingla. Þegar dinglað hafði verið samkvæmt ritúalinu hófs messan. Húsfyllir var en margir voru úti i góða veðrinu. Sira Jakob hélt góða ræðu sem hæfði stund og stað, og var ekki

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.