Vísir - 12.08.1978, Síða 17

Vísir - 12.08.1978, Síða 17
VISIR Laugardagur 12. ágúst 1978 urskoöa reglur um prófkjör, og það má setja prófkjörunum ein- hverjar fastari reglur en nú er gert. Þaö má ef til vill takmarka bæði fjármagn sem til þeirra er varið, og þann tima sem próf- kjörsbaráttan tekur. Aðalatriðið er það, að opin prófkjör fari fram, og aö vilji fólksins komi þannig fram.” — í sföasta prófkjöri Sjálf- stæöisfbkksins í Reykjavlk til Al- þingiskosninga studdir þii einn ákveðinn frambjóðanda. Margir hafa haft horn I siöu þeirra er þeirri kosningabaráttu stjórnuðu. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja, að með þaulskipu- lögðu starfi, áróðri og peningum sé unnt að koma nánast hvaða frambjóöanda að, það sé unnt að selja þá eins og tannkrem eða þvottaduft. Er þetta rétt? „Alls ekki. Þetta er mikill mis- skilningur. 011 prófkjörsbarátta, og úrslit prófkjörs eru undir frambjóðendunum sjálfum kom- in. Það er vitanlega hægt að styðja vel við bakið á frambjóð- anda og hjálpa honum. En það er fyrst og fremst hans persóna og hans starf sem skiptir máli, en ekki kosningavinnan þar að baki. Oft er vitnað til ein- hverra ameriskra kosningaað- feröa, en þær eiga ekki við hér á landi, að minni hyggju. Þá er einnig oft sagt aö ákveðn- ir einstaklingar hafi betri aðstöðu til að kynna sig en aðrir, til dæmis þeir sem starfa viö fjölmiðla. Þaö er rétt að mörgu leyti, og þeir kunna að hafa ákveðið forskot umfram þá sem vinna minna áberandi störf. En það hafa allir aðstöðu til að kynna sjálfa sig i fjölmiðlum, og þetta er þvi bara spurning um hvernig menn nota þann vettvang.” — Þú hefur sjálfur verið 1 framboði, í prófkjöri til borgar- stjórnarkosninga. Ertu búinn að leggja alltslikt á hilluna, eða ertu ef til vill einn af þessum sáru mönnum sem ekki komast nógu vel frá sliku? ,,Nei, alls ekki! — Ég tók þátt i borgarstjórnarprófkjöri fyrir fjórum árum, og hafnaði að mig minnir í átjánda sæti af einum _ fimmtfu frambjóðendum. Vissu- lega taka allir þátt i prófkjöri til þess að ná langt, og ef til vill hef ég orðið fyrir einhverjum von- brigðum. En þau voru ekki sár, og ég hef ekki látið þau koma á nokkurn hátt niður á starfi minu i Sjálfstæðisflokknum. En ég hef ekki hugsaö mér að reyna fyrir mér á þeim vettvangi aftur, aö minnsta kosti ekki I bráð.” Atti Val skuld að gjalda. — Þú ert formaður knatt- spyrnudeildar Vals. Hver var að- dragandinnað þvi að þú tókst það verkefni að þér? „Þegar til min var leitað fyrir þremur árum, og ég beðinn að taka þetta að mér, þá fannst mér að ég ætti Valsmönnum skuld að gjalda. Ég er „alinn upp” á Vals- vellinum, sem gamall Hlfðabúi, og þar eyddi ég öllum minum frl- stundum, og kannski vel það! Þannig var það allt til sextán ára aldurs, og ég eignaðist þar marga góða vini.” — Er ekki rekstur einnar knattspyrnudeildar, eins og til dæmis hjá Val, að verða eins og rdcstur á meðalstóru fyrirtæki? ,,Jú, þetta hefur veriö að þróast ákaflega hratt 1 knattspyrnunni, hraðar en i öðrum iþróttagrein- um, og það kostar nú 23-25 millj- ónir að reka knattspyrnudeildina ef ná á árangri. Og við höfum ver- ið lánsamir undanfarin ár, bæöi með leikmenn og þá aðila sem aö baki þessu starfi hafa staðið.” — Hefur koma hinna erlendu þjálfara veriö til góös fyrir is- lenska knattspyrnu? „Já, ég er sannfærður um þaö. Þeir hafa eflt islenska knatt- spyrnu. Þeir hafa komið með nýj- ar hugmyndir og aðferðir, og hleypt nýju blóði inn i islenska knattspyrnu. Hins vegar verðum við að horf- ast i augu við þá staðrey nd, að við leysum ekki okkar framtiðarmál eingöngu með erlendum þjálfur- um. Við verðum að gæta þess að byggja samtimis upp islenska þjálfara, og gefa þeim tækifæri. Þetta hefur veriö nokkurs konar tiskufyrirbæri, að nauðsynlegt sé //Kosningavinna og kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins hefur að minu viti verið í molum." að þjálfarar tali erlent tungumál, en vonandi rennur af mönnum i þessum efnum áður en langt um liöur.” — Getur islensk atvinnuknatt- spyrna einhvern tima orðið stað- reynd? „Vonandi verður þaö. En þaö mun taka langan tima, fá félög hafa efni á þvi að halda uppi góðu áhugamannaliði, hvað þá at- vinnumannaliöi. Erlendis er þetta þannig, að félögin byggja á deildarliöi félagsins. Menn fórna sumarleyfi og fjármunum fyrir þetta áhugamál, og það getur augljóslega komiö sér illa fyrir menn sem standa i byggingum eða námi. Það þýðir ekki fyrir þessa menn að hugsa um auka- vinnu, þeir veröa að hætta vinnu klukkan fimm á daginn. Þeir færa þvi talsveröar fórnir, þó þeir upp- skeri vissulega mikla ánægju. Við verðum aö koma til móts við leikmenn, vegna þess beina ég þekki engin dæmi sliks, og ég hef ekki tekið mark á þessum sögum. Það er ekkert óeölilegt við það að menn fari milli félaga, er félagsböndin hafa veriö ákaflegs sterk hér á landi, og vel er unnt aöhugsa sér ab menn skipti oftar um félög en veriö hefur. En flest ir þessara stráka sem iðka knatt spyrnueru „aldir upp” innan sins félags, og þar veröa til ákaflegs sterk vináttubönd, sem gerir þaC erfitt að skipta um félag. Ég tel hins vegar ekkert óeöli- legt við það, aö félögin veiti sin um mönnum einhverja aðstoð við atvinnu eða eitthvaö annaö. ÞaC skiptir hins vegar ekki sköpum um afstöbu manna til félaganna að mínum dómi.” — Hvernig eiga Islensk knatt- spyrnuyfirvöld að bregðast við á- sókn erlendra stórliöa I íslenska knattspyrnumenn? „Við veröum að halda i þá reglu að óheimilt sé aö ræöa við leik- mann á miðju keppnistlmabili. Þetta veitir félögunum mikla vernd, hvort heldur i hlut eiga erlend stóratvinnumannalið eöa litil áhugamannafélög hér á Islandi. Ef erlent félag óskar eftir við- ræðum viö leikmann, þá á það fyrst aö hafa samband við félag- ið, siðan leikmanninn. Við verð- um aögæta þessað þessireglasé virt. Þab er' algjörlega óþolandi, „Húsiö" á Eyrarbakka sem Pétur Sveinbjarnarson hefur nú fest kaup á Innan skamms veröur aftur búið f þessu gamla húsi/ sem byggt var árið 1765/ þvf Pétur ætlar að flytjast þangað með fjölskyldu sinni. mjög miklum leUitekjum, vegna hins mikla fjölda áhorfenda sem þar sækir leiki. Þaö er ekki til staöar og verður ekki til staðar hér. Við verðum að fara aðrar leiðir tilaðafla sjóðina og koma á einhvern hátt til móts við okkar knattspyrnumenn. Fyrst i stað á að greiða leik- mönnum þann beina útlagða kostnaö, sem þeir hafa af þvi að stunda sina fþrótt. Það kostar til dæmis um tuttugu og fimm vinnustundir á viku fyrir hvern leikmann Vals að vera I fyrstu- útlagða kostnaöar sem þeir leggja af mörkum .vegna iþróttar sinnar, en það er langt i land með að við getum beinlinis farið ab greiða þeim fyrir að taka þátt i knattspyrnu.” — Er eitthvað um það, aö knattspyrnumenn gangi kaupum og sölum milli félaga hér á landi. Þannig að þeir fái peninga- greiðslur, góða vinnu, húsnæði eða eitthvaö slikt fyrir að skipta um félag? „Það hafa einstöku sinnum komið upp sögusagnir um þaö, en //Bindaá ráðningartíma forstöðumanna rikisstofn- ana við ákveðið árabil/ 3 eða 5 ár." að menn fari héöan út án þess að nokkur viti af þvi, og geri samn- ing við erlend félög. Svo fá islensku félögin ef til vill nokkra bolta i sárabætur, þégar best læt ur.” — En er islenskum knattspyrnu- yfirvöldum raunverulega stætt i þvi að hindra unga menn i þvi að fara utan i atvinnumennsku? — Þarna geta verið milljónatugir og jafnvel heimsfrægð i veði. „Ekki vil ég setja neina átthagafjötra á islenska leik- menn. Ég gleðst yfir þvi, ef islenskir strákar ná frægö og frama erlendis. Viö verðum bara að gæta þess, að i þessum sam- skiptum verða aö gilda ákveðnar leikreglur eins og á vellinum sjálfum. Þessar reglur eiga ekk- ert að eyöileggja þeirra mögu- leika. Þeir eiga aö geta rætt viö þessa erlendu aðila, og fengið til- boð, og siöan farið að loknu keppnistimabili. — Þú varst sjálfur mikið i knattspyrnunni áður fyrr, og þóttir góður. Þú varst meöal ann ars fyrsti „gulldrengur” Vals. Hvers vegna hættir þú alveg knattspyrnuiðkunum? ,,Ég hætti þegar ég var sextán eða sautján ára að sparka bolta, og sumir segja að ég hafi fest hann framan á mig i staöinn! Ég hætti vegna þess að ég eign- aðist önnur áhugamál, og var einnig tvo vetur erlendis á þess- um árum. Þá losnaöi nokkuð um þau sterku félagslegu tengsl sem ég hef viö félaga mina i Val. Ég hef svo sennilega ekki I heldur haft dug i mér til að rifa [ mig upp á ný, og fara i stuttbux- urnar. Þá átti ég einnig alltaf við talsverð meiösli að striða i fót- boltanum, þannig aö það hjálpaö-1 ist margt aö.” Bjartsýnn á að Valur | vinni tvöfalt — Vinnur Valur tvöfalt i ár, bæbi tslandsmótiö og bikar- keppnina? „Ég er bjartsýnn á það, þótt bestsé að vera hóflega bjartsýnn, þegar knattspyrna er annars veg- ar. Það trúa þvi ef til vill fáir, en fyrir þremur árum geröum viö samkomulag, stjórn knatt- spyrnudeildarinnar og leikmenn liösins.um að vinna Islandsmótið og að gera Val að toppliði. Valur hafði þá um mörg undanfarandi ár veriö nokkurs konar miðlungs- liö. Liö sem hvorki náði á toppinn né var i botnsæti. Okkur fannst aö svona mætti þetta ekki ganga lengur, og ákvóöum að vinna tslandsmótið og þar meö þátt- tökurétt i Evrópukeppni. Frá þvi að þetta samkomulag var gert, i aprilmánuöi fyrir rúmum þrem árum, unnum við bikarinn árið eftir og töpuöum þá tslandsmót- inu á einu stigi. Við töpuðum þar móti á þvi, að of lengi var búið aö skrifa um okkur sem sjálfsagða tslandsmeistara. Nú stöndum við svo I baráttunnibæöi um Islands- meistaratitilinn bg bikarinn. Ég vona og trúi þvi, að minnsta kosti annar þessara bikara hafni að Hliðarenda ihaust!” — Nú hefur þú farið út á nýjar brautir i starfi þinu hjá Val, m.a. hafiö þiö keypt fasteignir og tekiö upp einkennisklæðnaö á leik- mönnum og ýmislegt fleira. „Það er rangt að segja að ég hafi fariö inn á nýjar brautir. 1 stjórn deildarinnar hefur veriö á- kaflega samheldinn og góður hóp- ur manna. Það er rétt að viö höf- um reynt að fara inn á ýmsar nýj- ar brautir I félagsstarfinu og hefur þaö kostað talsverö átök svo ekki verður meira sagt. Viö höfum keypt tvær ibúöir, fyrst og fremst til þess aö það væri ein- hver trygging á bak viö þá miklu veltu sem viö höfum. Ef við töp- um á einum leik i Evrópukeppni, er deildin gjaldþrota og það kem- ur að sjálfsögðu niður á öllu iþróttastarfinu. Þegar boginn er spenntur jafn hátt og raun ber vitni veröur eitthvað að standa á bak við og þess vegna fórum við út I fasteignakaup. Hvað ein- kennisfötin varðar þá er það i minum huga fyrsí og fremst sál- rænt atriöi, sem hefur þýðingu fyrir áhrif fjölmiðlanna held ég að aö sjá eitt knattspyrnulið koma til keppni i slikum ein- kennisfötum heldur en i dagleg- um klæðnaði. Það skapar ákveðna samkennd hjá leikmönn- unum. Valsmenn hafa eignast margan aödáenda siöustu árin og einnig stóran hóp andstæöinga. Ef ég ætti að velja á milli þess að félag- ið ætti fáa aðdáendur og enga andstæðinga þá vildi ég fremur eiga það fyrmefnda.” Blaðamaður á Visi — Þú varst einu sinni blaða- maður á Visi. Hefur blaða- mennska breyst mikið siöan þá? „Blöð og blaöamennska hefur tekið miklum breytingum siðan, til góös að minum dómi. Biaba- mennskan eins og hún hefur veriö núna undanfarin fjögur, fimm ár, hefur lika haft miklu meiri áhrif á þjóöfélagiö en áður var. Meiri en flestir gera sér grein fyrir býst ég við.. Þjóöfelagiö er opnara og gagn- rýnna á ýmsa hluti og beinlinis fyrir áhrif fjölmiðíanna hel.d ég að margir hlutir geti ekki lengur gerst hér á landi sem áður fyrr þóttu jafnvel sjálfsagðir. Ég minnist blaðamennskuferils mins meö ánægju, og ég tel aö blaöamennskan sé einhver al- bestiskóli sem unnt er að ganga i. Reynslan sem ég aflaði mér þá hefur oröið mér til góðs i minum störfum siöan.” —AH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.