Vísir - 21.08.1978, Qupperneq 7

Vísir - 21.08.1978, Qupperneq 7
7 Trúbador Drottins í heimsókn Séra Kolbeinn Þorleifsson skrifar: „Ég las i blööunum, aö séra Artur Erikson væri væntanlegur til Islands nú um helgina. Hann söng í Skálholti á laugardag, og siöan i Reykjavik og á Akureyri. Sú frétt gladdi mig mjög. Mér er i fersku minni, er ég vorið 1974 hlustaði á hann i konsertsalnum i skemmtigaröinum Tivoliu i Kaupmannahöfn, þar sem hann heillaöi alla þá samkomugesti, sem fylltu þennan stóra sal, með göfugum söng sinum. Artur Erikson er áreiðanlega besti túlkandi kristins visna- söngs á Norðurlöndum, siöan Einar Ekberg leið. Hinn kristni visnasöngur á sér langa hefð að baki i heimalandi hans, Sviþjóð. Hér heima höfum við kynnst visum Linu Sandell i þýöingum séra Friðriks Friðrikssonar og annarra, en hún var uppi fyrir eitt hundrað árum og lagði þeirra tima visnasöngvurum orð i munn, þeirra á meðal sjálfri Jenny Lind. Artur Erikson er bæði prestur og kirkjusöngvari, og hann hefureinstaktlag á þvi að koma þeirri hugsun inn hjá áheyrandanum að hann sé að syngja fyrir hann einan. Slikir töfrar eru aðeins fáum gefnir. Hann syngur alþekkt lög, þjóð- lög úr heimalandi sinu ellegar engilsaxneska vakningasöngva með óviðjafnanlegri túlkun og fagurri tenórödd. Jafnaðarleg- ast leikur hann sjálfur undir á slaghörpuna. íslendingar hafa stundum heyrt rödd hans i morgunútvarpinu, einkum þegar Pétur Pétursson hefur ráðið valinu. Það var tslendingurinn, séra Felix Ólafsson, sem leiddi Artur Erikson I sina fyrstu Danmerkurför árið 1974, en þá var séra Erikson búinn að gera víðreist um heiminn, og fyrir löngu orðinn alþekktur af plöt- um sinum. Nú leiðir séra Felix þennan mikla listamann tii sins ættlands til þess að einnig við gætum glaðst með þessum trúbador Drottins, er hann syngur herra sinum lof og dýrð. Ég þakka Artur Erikson per- sónulega, hvernig hann hefur glatt mig með söng sinum og á þá ósk heitasta, að aörir sem kunna að njóta fagurs visna- söngs hlusti á þennan mikla túlkanda hinnar kristilegu visu.” KJOSENDUR HAFÐIR AÐ FlFLUM lleiðar Guðmundsson hringdi. Sagðist hann vera orðin leiður á þeim sýndarleik, sem ein- kenndiallar stjórnarmyndunar- viðræður. Þeim, sem væru að reyna að koma á stjórn, virtist ekki minnsta alvara og þó keyrði um þverbak, þegar byrj- að væri á hringnum aftur. Það skipti ekki máli hvaða forystu- maður einstaks flokks myndaði samsteypustjórn. Hann sagðist þó ekki fá betur séð en nú ætti að reyna að byrja að mynda samkonar stjórn og formaður Alþýðuflokksins heföi oröið að gefast upp við vegna tregðu Alþýðubandalagsins. Kjósendur væru orðnir leiðir á þessum hringlandahætti og vildu láta menn fara að vinna meira og tala minna. Alþingis- mennirnir hefðu verið með fagurgala til að ná kosningu, en nú virtust þeir ekki ráða við vandann. A sama tima og menn virtust i hálfgerðum leik meö rikisstjórnarmyndun væru at- vinnutæki að stöðvast og fleiri þúsund manns kynnu að verða atvinnulausir um næstu mánaðamót. „Málið er orðið svo alvarlegt að nú duga engin vettlingatök. Þingmenn verða jafnt sem aðrir menn að standa viö orð sin og gjörðir og þeir þurfa ekki að ótt- ast að framkvæma sársauka- fullar aðgerðir. Almenningur er ekki jafnvitlaus og þingmenn virðast halda. Hann veit að ástandið er orðið svo alvarlegt að allir verða að færa einhverj- ar fórnir. Sá flokkur, sem á þessum erfiðu timum sýnir festu og einurð og ræður við það að koma saman farsælli stjórn, á hylli kjósenda sinna. Það þýðir ekkert að vera ragur úr þvi svo er komið og ég held þessir þingmenn hefðu þá átt að láta vera að fara i fram- boö úr þvi þeir þora ekkert. Eða eru forsvarsmenn stjórnmála- flokkanna virkilega svo hræddir um atkvæðin að þeir þori ekki að framkvæma nauðsynlega hluti? Þingmenn geta treyst þvi að þjóðin öll gerir sér grein fyrir vandanum, hvort sem menn eru fúsir að færa fórnir eða ekki. Það stendur aðeins á þvi að þingmenn standi sig i þvi sem þeir hafi verið kjörnir til. Ef stjórnarmyndun dregst öllu lengur, er voðinn vis. Reynið þvi að gera meira úr þeim málum.sem þið getiö orðið sammála um og láta heldur ágreiningsefnin liggja á milli hluta. Afleiðingar af langvar- andi stjórnarkreppu geta orðið afdrifarikar fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.” BÍLSKÚRAR Bílskúrar úr steypueiningum, verð kr. 880 þús. með gluggum og hurðum Fljótuppsett, 2ja daga verk fyrir 2 menn Nokkrir bílskúrar fyrirliggjandi Gísli Jónsson & Co. 1 Sundaborg 41, simi 86644. í 1.f. SKYNDIIWYNMR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijðsmyndir AJJSRJRSrRíTI 6 SÍMI12644 Nouðungoruppboð Nauðungaruppboð sem auglýst var I 101. 103. og 106. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1977 á fasteigninni Vesturbraut 10 Grindavik (Niðursuðuverksmiðja) þingiýstri eign niður- suðuverksmiðjunnar Alfa hf. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. ágúst 1978 kl. 16. Bæjarfógetinn I Grindavlk. Nouðungaruppboð Nauðungaruppboð, sem auglýst var I 36. 37. og 39. tbl Lög- birtingablaösins á fasteigninni Kirkjuvegur 27, Keflavik, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. ágúst 1978 kl. 10.30 f.h. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð, sem auglýst var i 36. 37. og 39. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1978 á fasteigninni Heiöarhrauni 61, Grindavík þinglýstri eign Guðjóns Einarssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. ágúst 1978 kl. 14. ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Bæjarfógetinn i Grindavik. Verkamaður úr Hafnarfirði skrifar: „Nú kveöur við annan tón hjá starfsfólki Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en fyrir nokkru þegar það þótti sjálfsögö mann- réttindi að reka verkstjóra úr vinnu. I dag virðist það ekki heyra til „sjálfsagðra mann- réttinda” að fá launin sin greidd á réttum tima, heldur hefur starfsfólkið samþykkt frestun á þvl um eina viku. Segir i frétt i Þjóðviljanum að allir hafi verið á einu máli um að mæta til vinnu, þótt þeir fengju ekki launin greidd og mun hafa komið fram á fundi með fólkinu að peningar þeir sem útvegsbankinn tók upp i yfirdráttarskuld hafi verið bet- ur komnir hjá fólkinu eins og sjálfsagt allir aðrir peningar. Skýrt var tekiö fram, að ef ein- hver ætti erfitt með að fá launin «kki greidd (sem væntanlega er mjög óliklegt) þá yrði ekki litið svo á að hann væri að svikjast undan merkjum þó hann færi fram á að fá þau. öðruvisi mér áður brá.” Nauðungaruppboð Nauöungaruppboð, sem auglýst var i 36. 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðsins 1978 á fasteigninni Kirkjuvegur 47 Keflavik fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24 ágúst 1978 kl. 11 f.h. Bæjarfógetinn i Keflavik. r

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.