Vísir - 21.08.1978, Side 9

Vísir - 21.08.1978, Side 9
Bíóbruninn pófítískt hryðjuverk Lögreglumenti/ sem rannsakað hafa húsbruna i vesturhluta írans, þar sem 377 manns brunnu inni, vilja rekja upptök brunans til hryðjuverka- manna, og segjast hafa handtekið nokkra grun- aða. Segja yfirvöld aö bruninn i Abadan sé verk stjórnarand- stæðinga transkeisara. — Brun- inn er einn sá mannskæðasti, sem um getur i sögunni. Margir hinna látnu voru kon- ur og börn, sem troðist höfðu inn i 700 sæta kvikmyndahus til þess að horfa þar á kvikmynd fyrir aldna sem unga, þegar eldurinn kom upp á laugardagskvöld. Fjöldi manna kafnaði af völd- um reyks, eða var þá troðinn undir i ákafanum við að reyna að komast út. Sumir segja, að tveir útgangar hafi verið opnir. Lögreg'lan vill ekkert láta uppi annað en að nokkrir menn hafi verið handteknir. Leit helst út sem nokkur bið yrði á þvi, aö niðurstöður rannsóknarinnar yrðu gerðar kunnar. t tilkynningu þess opinbera um atburðinn sagði, að einungis hefðu tiu sloppið lifs úr brunan- um. Blöð sögðu i annan stað svo frá, að um 100 hefðu sloppið ómeiddir, en á þriðja hundrað særðir. Lögreglan ræddi við þetta fólk i rannsókn sinni á or- sökum brunans. 1 Abadan, þar sem er þunga- miðja oliuiðnaðar lrans, var gerð i gær útför hinna látnu úr brunanum. Var nær hvert mannsbarn bæjarins við hana. Siöar tóku þúsundir bæjarbúa undir kröfur og mótmæli við skemmdarverkafþessu tagi, en nokkur brögð hafa verið að þeim að undanförnu i tran. Hafa þau beinst að kvikmyndahús- um, matsölustööum og öðrum slikum opinberum stöðum. Þannig braust eldur út i öðru kvikmyndahúsi i Shiraz, sem er ein stærsta borg suðurhluta tr- ans, nokkru fyrr um laugar- dagskvöldið. Siðar um kvöldið sprakk sprengja á matsölustað. Seint þessa nótt var kveikt i kunnum matsölustað i Teheran, en það er ekki nema vika siöan einn maður lét lifið og 40 slösuö- ust, þegar slik sprengja sprakk á öðrum kunnum matsölustað þar i borg. t tran ganga flestir út frá þvi sem visu, aö árásir þessar standi i tengslum viö ýmsar mótmælaaðgerðir andstæðinga keisarastjórnarinnar. Litlar sátta- horfur í Ródesíu Horfurþykja hafa spillst til muna á þvi, að efnt verði til fundar allra flokka Ródesíu um sjálf- stæði landsins, eftir nýj- ustu skilmála, sem settir hafa verið fyrir slíkum viðræðum. Ian Smith forsætisráðherra, sagði i útvarpsræðu i gær, að framtið öryggisvarðliös landsins væri einn mikilvægasti þátturinn i ákvörðun um, hvort bráða- birgðastjórn hans mundi taka þátt i viðræöum viö skæruliða hreyfingarnar. Samtimis þessu krefjast Joshua Nkomo og Robert Mugabe, leiðtogar skæruliða- hreyfinganna, þess að öryggis- varðliðið, sem siðustu sex árin hefur háð þrotlausa baráttu við skæruliðanna, verði leyst upp. Smith sagöi landsmönnum sin- um: „Það er stórhættulegt okkur að láta okkur svo mikið sem detta I hug, að setjast á rökstóla með mönnum, sem gera slikar kröf- ur.” Breskir og bandariskir diplómatar háfa mánuöum saman reynt að fá forsvarsmenn skæruliða þjóðernissinna annars- vegar og Smith og þrjá leiðtoga blökkumanna hinsvegar til að setjast að samningum, og sagði David Owen, utanfikisráðherra Bretlands, i gær, að hann teldi að samkomulag væri á næsta leiti. En siðustu ummæli Smiths og áköfustu fjandmanna hans gera litið úr þeirri bjartsýni. TÍÐINDALAUST AFMÆU í TÉKKÓSLÓVAKÍU Nákvæmlega þennan dag fyrir tiu árum rudd- ust hermenn og skrið- drekar fimm Varsjár- bandalagsrikja inn i höfuðborg Tékkó- slóvakiu til þess að kæfa „vorið í Prag”, eins og frjálsiyndi tékkneska kommúnista- flokksins undir forystu Alexanders Dubceks var kallað. En það var ekki að sjá neinn slikan liðssafnað lögreglu eða herliðs i morgun, þegar höfuð- borgarbúarnir lögðu af stað til vinnu sinnar, að lokinni sólrikri helgi, sem flestir notuðu til þess að bregða sér út úr bænum. Né heldur örlaði á neinum mótmæla- aðgeröum „hernámsandstæð- inga” Tékka. Lögreglan hafði fyrir helgi komið fyrir brynvörðum vögnum með öflugum vatnsbyssum á mikilvægum stöðum i borginni til þess að leysa upp og brjóta á bak aftur strax hverskonar uppþot eða mótmælaaðgerðir. í morgun kom upp sá kvittur i höfuðborginni, að menn hefðu ætlað að efna til málamynda- mótmæla eins og að nota ekki al- menningsvagna borgarinnar, en sagt var, að andófsmenn hefðu beygt sig fyrir vilja lögreglunnar og haldið sig utan borgarinnar á dánarafmæli „vorsins I Prag”. Meðan andstæöingar innrásar- innar hafa á Vesturlöndum minnst afmælisins meö samúðar- kveðjum til tékknesku þjóöarinn- ar og fordæmingu á yfirgangs- stefnu Sovétrikjanna, hafa andófsmenn heima fyrir i Tékkóslóvakiu litið haft sig i frammi. Talsmenn „Sáttmála 77”, mannréttindahópsins, létu frá sér fara yfirlýsingu, þar sem innrásin 1968 var fordæmd-og búið. HCFNA MtÐ LOFT- ÁFtÁSUM ÁLÍBAN0N israelskar herþotur réðust í morgun á bæki- stöðvar skæruliða Pale- stinuaraba á Líbanon- strönd sunnan Beirút í hefndarskyni fyrir árás- ina á ísraelsku flugrút- una í London í gær, eftir þvi sem talsmaður israelshers segir. Bækistöðvar þessar voru viö Damour og Bourge E1 Jana. Flugvélarnar voru sagöar hafa snúið allar heilar og höldnu heim úr árásinni. 1 Beirut er sagt, að israelskar orrustuþotur hafi steypt sér lágt yfir flóttamannabúðir Pale- stinuaraba, valdiö þar miklum hávaöa, þegar þær rufu hljóð- múrinn, en veriö hraktar á brott með loftvarnarskothrið, áöur en þær náðu að varpa nokkurri sprengju. tsraelsku flugvélarnar svifu yfir Beirut, án þess að hleypa af skoti eða varpa sprengju. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% • NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austursfrœti 7 Sími 10966 Hua vel fagnað Kinverski leiðtoginn, Hua Kuo-feng, sem olli Moskvustjórn svo mik- illi gremju með heim- sókn sinni til Rúmeniu flýgur i dag til annars kommúnistartkis, sem þó er ekki i Varsjár- bandalaginu, en það er Júgóslavia. Bæði þessi riki, Júgóslavia og Rúmenia, hafa kappkostað að halda hæfilegu bili milli sin og stjórnarherranna i Keml og ávallt viðhaldið góöri sambúö sinni við Kina, þótt sletst hafi upp á vinskapinn milli Peking og Moskvu. Þetta er fyrsta heimsókn for- manns kinverska kommúnista- flokksins til Evrópu I 21 ár, og er búist við þvi, að Hua hljóti jafn- góðar viðtökuri Belgrad og hann hlaut i Búkarest.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.