Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 2
2 Á að hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um ágreiningsmál? Guðmunda Jónsdóttir: Já hik- laust. Viö lifum í lýðræðislandi og allir eiga aöhafa þess kost að láta skoöanir sfnar i íjós. Arni Vigfússon: Já „absalUt”. fólkiö á aö ráöa og á aö eiga þess kost aö koma skoöunum sfnum á framfæri. Jón Þorbergsson lögregluþjónn: Ég er nú ekki á þvi. Þaö er of viðamikið nema auövitaö þaö sé um sérstaklega stór mál aö ræöa. Hulda Ebenesardóttir: Nei ég held ekki. Ekki um öll mál aö minnsta kosti. Það yrði of mikið vesen. Þórunn Gisladóttir: Þaö er sjálf- sagt. Ef um stór mál er aö ræöa þá á ekki aö láta nokkra menn ráöa heldur fólkiö. Föstudagur 25. ágúst 1978 VÍSIR ■ ■ ■ H ■ ■ Samningarnir við Félag símamanna: POLITISKT SIÐLEYSI A HÆSTA STIGI segir Gunnar Gunnarsson, framkvœmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnano n r n ,,Meö þessum sérsamningi viö Félag islenskra simamanna tel ég aö fjármálaráöherra hafi litillækkaö Kjaranefnd, sem skipuöeraf Hæstarétti. Þetta er um leiö aöföraö hinum nýjulög- um um kjarasamninga Banda- lags starfsmanna rikis og bæja,” sagöi Gunnar Gunnars- son, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags rikisstofna, er rætt var viö hann um nýgeröa samninga viö Félag Islenskra simamanna. Eins og skýrt hefur veriö frá hér I Visi fengu á sjöunda hundraö félagar I F.I.S. launa- flokkshækkun. Úrskuröur Kjaranefndar var á þá leiö aö innan við 50 starfsmenn fengu hækkun. Hér er um verulegt frávik aö ræöa og i þessu sam- bandi hefur vakið athygli aö samningar eru undirritaöir 21. og 23. júni i sumar. Gunnaj sagöi aö ekki yröi annaö séö en forsendur hefðu verulega breyst, þvi nú væri vörn fjármálaráðuneytisins öðru visi en hún hefði veriö þegar aöeins þótti rétt að tæp- lega 50 starfsmenn fengju launaf lokkshækkun. Kjara- nefnd, sem væri lögskipaður aöili til aö fjalla um þessi mál, hefði kveöiö upp sinn úrskurö. Samkvæmt lögum heföi si'ma- mönnum ekki átt aö standa til boðaaöfara þessaleiði gegnum sérsamninga. Slik reginbreyt- ing heföi veriö gerö á launa- flokksrööun starfsmanna án þess svo mikiö sem aö fariö væri fram á það aö Kjaranefnd endurskoöaöi úrskurö sinn. „Mér er stórlega til efs aö fjármálaráðherra getiö gripiö svona inn i málið, og spurning hl.ýtur aö vakna um þaö, hvort hér sé um valdþurrö aö ræöa. Stundum er talaö um þaö aö nauösyn brjóti lög, en ég fæ ekki séö aö þaö hafi veriö reyndin i þessu tilviki. Hér er um aö ræöa tveggja ára gömul lög um kjarasamninga sem varla er hægt aö halda fram aö hafi gengið sér til húöar.” Gunnar kvaöst vilja taka þaö skýrt fram, aö þaö væri ekki veriðað öfundast út I simamenn fyrir þær launahækkanir sem þeir fá. „Félögin koma sjálfsagt öll meira og minna til meö aö njóta góðs af þessu þegar tO lengdar lætur og baráttan verð- ur lika haröari hér eftir. „Þaö eru ekki hækkanirnar sem viö erum að hnýta i heldur hitt, aö þaö er traökað á lögunum.”. Æðstu embættismenn verða lika að virða lög- in Ágúst Geirsson formaöur framkvæmdastjórnar F.l.S. segir frá þvi i Simablaöinu aö ánægjulegt væri aö takast skyldi „á siöustu stundu” aö fá talsimaveröi hækkaöa. Gunnar var inntur eftir þessu atriði. „Þaöerfuröulegt aö Agústskuli segja þetta. Eitt aöaldeilumáliö i verkfallinu var þaö ákvæöi laganna aö festa samningstima- biliö viö tvö ár. Þar var lögö áhersla á þaö af hálfu ráöa- manna aö skapa þyrfti festu. Það var þvi alls ekki á siöustu stundu sem málum talslma- varöa var kippt I lag. Þetta er þvi furöulegra þegar haft er i huga aö sumir ráöamenn þjóöarinnar ráku áróöur fyrir þvi aö rikisstarfsmönnum væri tæplega treystandi I kjara- samningum. Á sama tima brjóta þeir lögin.” Aðspurður sagöi hann aö samkvæmt lögunum væri úr- skurðarorð Kjaranefndar Gunnar Gunnarsson. endanlegt. Kjaranefnd kæmi hins vegar ekki til sögunnar fyrr en aö sýnt væri aö samkomulag næöist ekki. Fyrst væri geröur heildarkjarasamningur og siöan væri hugað aö sérsamn- ingum. 1 máli simamannanna heföi ekki náöst samkomulagog þvi heföi Kjaranefnd kveöiö upp úrskurö sinn. „Sú leiö stóö þvi ekki opin fyrir F.Í.S. aö geröur væri sér- samningur viö þá.Ef þeir voru óánægöir gátu þeir fariö fram á þaö aö Kjaranefnd endurskoö- aöi úrskurö sinn vegna breyttra aöstæðna. Það var hins vegar ekki gert. ÞETTA ER PÓLITISKT SIÐ- LEYSI A HÆSTA STIGI. JAFNT HAIR SEM LAGIR VERÐA AÐ VIRÐA ÞAU LÖG SEM ERU I GILDI”, sagöi Gunnar. —B.A. Oly mpíuskákmótíð: TÍU ÍSLENDINGAR TEFLA f ARGENTÍNU Tvær íslenskar skák- sveitir munu keppa á Olympíuskákmótinu í Buenos Aires i Argentínu sem hefst síðari hluta októbermánaðar næstkom- andi. Er þar um að ræða sex menn í karlasveit og fjögurra manna sveit i kvennaf lokki. Kvennasveitina skipa þessar konur: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Noröurlandameistari, ólöf Þrá- insdóttir, islandsmeistari, Birna Norödahl og Svana Samúelsdótt- ir. Karlasveitina skipa svo þessir: Friörik Ólafsson, stórmeistari, Guömundur Sigurjónsson, stór- meistari, Helgi ólafsson, alþjóö- legur meistari, Ingi R. Jóhanns- son, alþjóölegur meistari, og svo þeir Margeir Pétursson og Jón L. Arnason. Mótiö hefst sem fyrr segir I október, nánar til tekið þann 25. og þvi lýkur 12. nóvember. Islendingar hafa sent liö til þessarar keppni allt frá árinu 1952, reglulega, en fyrst fór is- lensk sveit til keppni i Olympiu- mót i Maborg áriö 1930. íslenska sveitin hefur áöur keppt i Buenos Aires, eöa árið 1939, er sveitin sigraði i B-flokki keppninnar. Aætlaður kostnaður viö för skákfólksins til Argentinu nemur um 4.5 milljónum króna. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.