Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 4
f ' /'/> /—> 4 ( Föstudagur 25. ágiist 1978 Umsjón: Þórunn J. Hafstein Þessi mynd var tekin á æfingu fyrir söngvökuna SÍÐASTA SðNGVAKAN f KVÖLD Norrœna húsið: hjó Félagi islenskra einsöngvara Söngvökur Félags Islenskra einsöngvara i Norræna húsinu eru nú orftnar alls átta talsins á þessu sumri. Ekki er fyrirhugaO aö hafa þær fleiri og veröur þvi siöasta söngvakan i sumar i kvöld. A söngvökunni eru flutt islensk sönglög einsöngslög og þjóðlög. Félagar úr Félagi islenskra ein- söngvara hafa skipst á aö koma fram á þessum söngvökum en auk þeirra koma fram kvæöa- menn frá kvæöamannafélaginu Iöunni. I kvöld koma fram þeir Njáll Sigurösson og Magnús Jóhanns- son frá Kvæðamannafélaginu og flytja þeir islenskar stemmur. bau Ragnheiður Guömunds- dóttir, Elisabet Erlingsdóttir og John A. Speight koma fram i kvöld og syngja islensk þjóölög i útsetningu Fjölnis Stefánssonar Þorkels Sigurbjörnssonar, Hall- grims Helgasonarog Ferdinands Rauter. Einnig verða sungin önn- ur islensk sönglög eftir ýmsa is- lenska höfunda. Við náöum tali af Eliasbet Er- lingsdóttur og sagöi hún aö aö- sókn heföi verið mjög góö aö þessum söngvökum i sumar. I fyrrasumar heföu einungis veriö haldnar fjórar slíkar söngvökur en nú væru þær orðnar átta tals- ins. Þessar söngvökur eru eink- um ætlaöar erlendum feröa- mönnum og veröa lögin kynnt á ensku og þýsku auk islenskunnar. En aö sjálfsögöu eru allir sem hug hafa á meira en velkomnir. ÞJH. vinsœlar Ferðafélag íslands: Esjugöngurnar — lagt upp í tvœr ferðir ó Esju ó sunnudag „Esjugöngurnar eru nú aftur á dagskrá hjá okkur en þær voru mjög vinsælar i fyrra. A sunnu- daginn leggjum viö upp í tvær göngur á Esju, lagt veröur af staö klukkan 10 og klukkan 13”, sagöi Þórunn Þóröardóttir hjá Fcröafélagi tslands þegar viö forvitnuöumst um feröir hjá félaginu um helgina. Ferðafélagið er með fjórar langar feröir um helgina og lagt verður af staö i þær allar klukk- an 20 á föstudagskvöldið. Komiö verður heim á sunnudagskvöld- iö. Þá er fyrst að telja ferð I Langavatnsdal i Borgarfiröi. Sú ferð er á dagskránni einu sinni á ári. Gengið verður um nágrenn- ið en gist veröur i tjöldum. Leitarmannakofi er þarna svo ef eitthvaö veröur aö veöri þá er hægt að leita þangað. Feröir verða i Þórsmörk I Landmannalaugar og á Kjöl, Hveradali og Kerlingafjöll. Þetta er næst siöasta feröin upp á Kjöl i sumar. Gist veröur i skálum Feröafélagsins en fólk verður sjálft aö sjá fyrir nesti en eldunaraöstaða er i skálunum. —KP Sólkveðjuhótið a Lœkjartorgi ó sunnudaginn „Hver elskar ekki sólina hina gjafmildu móður sem leyfir gróðri aö vaxa og fuglum aö syngja? Erum við ekki börn hennar og er hún ekki forsenda tilveru okkar hér á landi sem annars staðar? Sýnum henni til- hlýöilega viröingu.” Þetta segir meðal annars i fréttatilkynn- ingu frá aöstandendur sól- kveöjuhátiðar er haldin veröur nú á sunnudginn ef veöurguð- irnir leyfa. Hefet hátiöin klukkan hálf þrjú fyrrgreindan dag meö skrúðgöngufrá Skólavörðuholti. Veröur gengiö niður Skóla- vöröustig með hljóöfæraleik og skrúösýningu niður á Lækjar- torg, en þar og i Austurstræti fer siöan hátiðin siálf fram. Fjölmargt verður til skemmt- unar og má þar á meöal nefna iljóöfæraleik, trúöar kæta meö látum sinum, spámenn veita innsýn í huliösheima framtiöar- rnnarog leikarar sýna sitthvaö. En þaö verður ekki einungis leikiö, sýnt og troðiö upp fyrir borgarbúa heldur er ætlunin aö allir taki þátt i hátiöarhöldun- um. Meðal annars gefst fólki kostur á að teikna myndir á gangstéttir með litkritum. Óneitanlega lifga þessi hátiöar- höld i það minnsta örlitiö upp á miöbæ Reykjavik og fólki gefst tækifæri til þess aö skemmta sér á íjölbreyttan og ódyran hátt. Þvi eru allir hvattir til þess aö mæta og taka virkan þátt i skemmtuninni. Sólin er það sem allt snýst um á þessari hátið og fer hátiöin þá og þvi aðeins fram að hún gefi sér tima til þess aö líta viö hjá okkur á sunnudaginn. Sjái sólin sér það hins vegar ekki fært þá biðum við bara þangaö til að sólin skini á okkur um þar næstu helgi. Sem sagt ef illa viðrar þá mun sólkveöjuhátíöinni frestaö um óákveðinn tima. —ÞJH. Þaö var lif ogfjör I Austurbæjarskolanum þegar verið var aö undirbúa Sólkveöjuhátföina. SÓUN KVÖDD Útivist: Hvanngil Emstrur Skaftártungur „bað veröur ein helgarferð hjá okkur núna,” var okkur sagt hjá Útivist er viö grennsluöumst hjá þeim um fyrirætlanir þeirra nú um helgina „Farið veröur i hring- feröina Hvannagil — Emstrur — Skaftártunga og verður fariö um syöri fjallabaksleið. Fariö verður af stað á föstudagskvöldiö kl. 20 og komið i bæinn á sunnudags- kvöld. Fyrri nóttina verður gist i Hvanngili þar sem reyndar er hægt að komast i skála en þaö kostar þá eitthvað meira en þær 8600 sem farargjaldið er. Annars verður gist i tjöldum og seinni nóttina verður gist við Hólmsá.” A sunnudag verður fariö i tvær gönguferðir á vegum útivistar. Fyrri ferðin verður farin kl. 10 aö Djúpavatni og að Mælifelli en i seinni ferðina verður lagt kl. 13 i Húshólma og gengið um gömlu Krisuvik. Farargjald er i göngu- ferðirnar krónur tvö þúsund. Fararstjóri i helgarferöina verður Þorleifur Guömundsson en ekki er ljóst hverjir verða fararstjórar i gönguferðirnar. ÞJH SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966 Allt á fleygiferð Ekkert innigjald Komdu með bilinn þinn hreinan og strok- inn eða bátinn inn á gólf til okkar. Við höf- um mikla sölu, þvi til okkar liggur straumur kaupenda. Opið frá kl. 9-7 einnig á laugardögum. i sýningahöllinni Bildshöfða simar 81199-81410 —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.