Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 11
11 yfsm Föstudagur 25. ágúst 1978 HCILBRIGÐIS - OG TRYGGINGARÁÐHtRRA Á BtlNNI LÍNU VÍSIS í GÆRKVtLDI Geðdeild Lands- spítalans bíður skila frá nefnd „Ég tel aö það sé gersamlega ófært hvað það hefur dregist að nefndin, sem sér um mann- virkjagerð hjá Landsspital- anum skiii af sér f sambandi við geðsjúkrahúsið á Landsspftala- lóðinni” sagði Matthfas Bjarna- son, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra á beinni lfnu hjá Vísi i gærkveldi er hann svaraði fyrirspurn eins lesanda blaðs- ins. Það var Eyjólfur Guðjónsson Fýlan hverf- ur fljót- lega úr Hafnarfirði Sigrún Sigtryggs- dóttir i Hafnarfirði spurði hvort Matthias hefði gefið Lýsi og mjöli i Hafnarfirði undanþágu til rekstrar oftar en einu sinni, fólk væri alveg að kafna vegna mengunar frá verksmiðjunni. Matthias sagði að þeir hefðu veriðmeð miklar úrbætur i sam- bandi við þessi mál og það var greitt töluvert fyrir þeim. „En það er auðvitað ósköp eðlilegt að bæði þú og aðrir Hafnfirðing- ar séu orðnir þreyttir á þessu”, sagði ráðherra. „Þarna átti sér stað sam- hangandi keðja óhappa” sagði Matthias „þeir voru búnir að semja um og meira að segja greiða að hluta fyrir úrbætur i þessum efnum, en þá fór þetta erlenda fyrirtæki á hausinn eins og við köllum það og svo hefur margt annað komið til. Ég tel nú að þetta mál sé hins vegan komið á góðan rekspöl. Þess ber þó að gæta, að það er mikil vinna við að smiða þessi tæki og hefur það þvi eðlilega tekið nokkurn tima.” —OM. sem spurði að þvi hvenær hin nýja geðdeild sjúkrahússins tæki til starfa. Matthias kvaðst ekki geta gefið upp neina dagsetningu. Fyrrgreind nefnd hefði verið skipuð I tið fyrrverandi ríkis- stjórnar og verið óbreytt I tið núverandi rikisstjórnar. Fyrssta hæð sjúkrahússins hefði verið tilbúin i maibyrjun, en nefndin hefði hins vegar ekki ennþá skilað stjórn rikisspital- anna húsinu til starfsrækslu. „ÉgTékk inn á fjárlög heimild fyrir mannafla til þess að þessi deild gæti tekið til starfa. Ég get hins vegar ekki svarað þvi hvers vegna nefndin hefur ekki lokið sinu hlutverki. Ég held hins vegar að það geti ekki liðið á löngu þar til deildin tekur til starfa. Það tekur hins vegar sinn tima að auglýsa störfin lög- um samkvæmt. Að þvi loknu er ekkert til fyrirstöðu af hálfu ráðuneytisins eða stjórnvalda að starfsemin hefjist.” — BÁ. Tugir Vfsislesenda úr öllum landsfjórðungum báru upp spurningar sfnar við Matthfas Bjarnason og fengu allir skýr og skilmerkileg svör frá honum, hvort sem spurningarnar snertu heilbrigðis-, trygginga- eða sjávarútvegsmál. „ Við höfum siglt í strand vegna innlendra hœkkana" „Sú gengisfelling, sem allir stjórnmálaf lokkar hafa nú viðurkennt, að óhjákvæmilegt sé að framkvæma, er auðvitað viðurkenning á því að með innlendum verð- hækkunum höfum við siglt í strand", sagði sjávarútvegsráðherra í svari við spurningu eins lesanda Vísis um ástæður þess, hvernig komið væri varðandi frystiiðnaðinn. „ Kaupgjaldhækkunin var of mikil, og hún kem- ur verst við launþegana sjálfa", sagði Matthias. „Við sjáum það best nú á uppsögnum alls staðar. Þetta er auðvitað harð- ur dómur yfir verkalýðs- forystunni, sem tók ekki mark á aðvörunum fyrir I þessa ógæfu yfir launa- ári. Það er hún, sem er fólk í landinu." fyrst og fremst að leiða —BA Þurfum hvorki rík isstjórn eða Al- þingi ef sérfrœð- ingar eiga að róða Hvert sfmtaliö rak annað þann tfma, sem Matthfas Bjarnason ráðherra svaraði fyrirspurnum á rit- stjórn Visis I gærkveldi. Blaðamenn Visis fylgdust með viöræöunum og unnu svo úr spurningum og svörum það efni sem birtist I blaðinu I dag. Vfsismyndir GVA. „Ef við ætlum að fara eftir því, sem sérfræðingar almennt seg ja í þjóðfélaginu, hvort sem það eru fiski- fræðingar, hagfræðingar eða aðrir fræðingar, þá þarf enga ríkisstjórn og ekkert Alþingi", sagði Matthías Bjarnason, er Gestur Guðjónsson innti hann eftir því hvers vegna hann hefði ekki farið eftir þvi hvers vegna hann hefði ekki farið eftir því sem fiskifræð- ingar hefðu viljað varðandi ýmis friðunarmál ,,Ég hef að verulegu leyti far- ið eftir þvi, sem fiskifræðingar hafa ráðlagt, en hins vegar ekki hvað snertir þorskveiðar. Þar verður maður að fara eftir ýmsu öðru og taka mið af mörgu þvi, sem aðrir segja, og taka tillit til atvinnuástands og annars sliks,” svaraði ráðherr- ann. Aldrei meiri friðun Hann benti á það að mikill þorskafli væri i 200 milna land- helgi Islands og það hafi aldrei verið gert meira i friðunarátt i fiskimiðum við tsland en á sið- ustu árum. „Möskvinn á botn- vörpu-og flotvörpuveiðarfærum hefur verið stækkaður úr 120 i 135 millimetra og siðan i 155 millimetra. Stór hafsvæði hafa verið friðuð, ýmist fyrir öllum veiðum eða botnvörpuveiðum eingöngu. Við höfum losnað við útlendinga og stórminnkað sókn á miðin. Engin þjóð, sem við þekkjum til, hefur gengið lengra i þessum efnum heldur en við höfum gert.” Matthias vakti athygli á þvi að fiskurinn léti sig engu varða hvar tvö hundruð milurnar væru merktar á kortið. Hann hefði gengið á önnur mið, til dæmis til Grænlands, að sögn fiskifræðinga sjálfra. „Það hefur lika verið mikið atriði, hvernig þeim miðum hefur verið spillt á undanförn- um árum. Fyrir tæpu ári varð þar breyting á eftir aö Efna- hagsbandalagið tók loksins upp skynsamlega stefnu i fiskveiði- málum” —BA mLIGÖNGU VÍSIS TIL ÞtSS AÐ LtGGiA SPURNINGAR FYRIR RÁÐHtRRANN ■ 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.