Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 7
«-t' r-y VISIR Föstudagur 25. ágúst 1978 t V Umsjón Guðmundur Pétursson ) LOKUÐUST INNI í SKIPINU Á HVOLFI - EN TALDIR AF NÚ Björgunarsveitir gáfu í nótt upp allar vonir um að finna nokkurn lifs úr þessu um borð i breska strand- ferðaskipinu Mary Weston. Fjórir sjómenn lokuðust inni i þessu 496 smálesta skipi, þegar þvi hvolfdi i gær eftir árekstur á ánni Signu viö miklu stærra skip, Yakasse, flutningaskip frá Fila- beinsströndinni. Meðal þeirra, sem saknaö er af skipinu, er skipstjórinn, Kenneth Sheate, sem talinn er hafa kastast fyrir borð við áreksturinn. Froskmenn franska flotans hafa náð einum fjórmenninganna úr skipinu, en hann var látinn. Ganga þeir út frá þvi visu, að hina hafi þrotið súrefnið og að þeir seu ekki lengur lifs. Þegar froskmennirnar hófu köfunartilraunir sinar i gruggugu vatninu, heyrðu þeir högg innan ÁKÆRÐIR FYRIR KLÁM Handtökuskipanir hafa verið gefnar út i Atlanta i Georgiu á hendur útgefendum Playboy, Oui og Penthouse, fyrir að útbýta klámritum. Yfirvöld i Georgiu gera sér þó ekki miklar vonir um að geta dregið útgefendurna fyrir rétt, þvi að þeir búa all- ir þrir ýmist i New York eða Kaliforniu og verða þvi við- komandi riki að framselja þá fyrst. En i Bandarikjunum er tregða á þvi aö framselja menn milli fylkja fyrir klám- ákærur eða önnur meint brot á siðgæðislögum, nema þá vændi. Það er Hugh Hefnar, út- gefandi Playboy, Daniel Filipacchi, útgefandi Oui og Bob Guccione, útgefandi Penthouse, sem kærðir hafa verið fyrir klám. I fyrra var Larry Flint, út- gefandi Hustler, ákærður fyrir birtingu kláms. Honum var sýnt banatilræöi i nóvember, þegar hann var staddur fyrir utan réttarsal- inn, og er lamaður fyrir neðan mitti af völdum skot- sársins. wwgf /m sm f&i vidshiptrin úr skipinu. Kafarnir reyndu án I varð algjör þögn og ekki hefur árangurs að komast i gegnum orðið vart við neitt lifsmark sið- skipskrokkinn. Eftir klukkustund | an. Blaðamennirnir í Moskvu fengu viðvörun en kaupmaðurinn í stöðugum yfirheyrslum fyrir gjaldeyrisbrot Sovésk yfirvöld hafa loks slegið botn í málið gegn bandarísku blaða- mönnunum tveim, en virð- ast ætla í staðinn að draga bandarískan kaupsýslu- mann fyrir rétt vegna meintra brota á gjald- eyrisreglum. Craig Whitney frá New York Times og Harold Piper frá Baltimore Sun var tilkynnt hjá sovéska utanrikisráðuneytinu i Moskvu i gær, að litlu hefði mun- að, að þeir misstu blaðamanna- passa sina, sem jafngilt hefði brottvikningu úr landi. í staðinn hefði verið tekið mildilega á máli þeirra i þágu þess að bæta sovésk- bandariska sambúð. Virðist þessi viðvörun eiga að verða lokaorðið hjá sovéskum yfirvöldum i þessu mjög svo um- talaða máli, sem hófst fyrir nær tveim mánuum. Þá voru blaða- mennirnir ákæröir fyrir rógskrif um Sovétrikin, vegna skrifaþeirra um, að játning andófsmanns eins frá Georgiu kynni að vera fölsuð. í gær tók hinsvegar KGB- öryggislögreglan Francis Crawford, 37 ára kaupsýslumann frá Bandarikjunum, til yfir- heyrslu i sjö klukkustundir. Honum var skipað að mæta aftur i dag, sem verður þá i sjöunda sinn. í Moskvu telja menn, að þessi ákafi i yfirheyrslum yfir manninum bendi til þess, að i undirbúningi sé málsókn á hendur honum. Crawford hefur staðfastlega.frá þvi að hann var handtekinn i júnL neitað öllu braski með gjaldeyri, eins og honum var gefiö að sök. Enda var það margra hald, að sovésk yfirvöld hefðu viljað hefna þess, að tveir rússneskir starfs- menn hjá Sameinuðu þjóðunum voru handteknir og kæröir fyrir njósnir i Bandarikjunum. Gango til páfakjörs í dag Hundrað og ellefu kardinálar kaþólsku kirkjunnar fara i skrúðgöngu i dag i Sistine-kapellunna, áð- ur en þeir setjast að kjöri nýs páfa, eftir- manns Páls VI. Guðsþjónustunni verður sjón- varpað, en siðan munu kardinálarnir einangra sig frá umheiminum og ekki koma fram aftur fyrr en þeir hafa kos- ið 263-ja páfann, leiðtoga 700 milljóna rómversk kaþólskra manna. Algjör leynd niún hvíla vfir g -oJ ..... * verió iainu’ yfirfara húsakynm kardinálanna til að ganga úr skugga um, að ekkert verði hlerað af þvi, sem fer þar fram inan dyra. Slagbrandar verða fyrir dyrum og málað hefur ver- ið fyrir alla glugga. Sjálfir hafa kardinálarnir svarið þessa eiða að halda þagnarskyldu og eiga yfir höfði sér eilifa útskúfun og bannfær- ingu.ef þeir rjúfa þann þagnar- eið. Það verður ekki fyrr en reykjarmerki sést koma upp úr reykháfi kapellunnar, sem menn fá einhverjar fréttir af kjörinu. Svartur reykur mun tákna, að úrslit hafi ekki náðst i atkvæðagreiðslunni, Hvitur táknar, að nýr páfi hafi verið kjörinn. Fyrsta atkvæðagreiðslan mun fara fram i fyrramálið og verð- ur endurtekin þá aftur um morguninn, og siðan tvivegis siðdegis og bannig koll af kolli, fl Páli páfi VI náöí kjöri strax eftir 36 klukkustundar kjörfund (fyrir 15 árum), en búist er við þvi, að páfakjörið muni taka lengri tima núna. Skœruliðarnir farnir til Pan- anra með gískma Veldi Anastasio Somoza i Nicaragua hef- ur aldrei staðið valtari fótum en einmitt núna, eftir að 25 skæruliðar Sandinisti fengu að fljúga til Panama i gær með 59 af samherjum sinum, pólitiskum föng- um, sem að kröfu þeirra hafði verið sleppt laus- um. Múgur og margmenni hafði safnast við leiðina frá Þjóðarhöll- inni út á flugvöll og fögnuöu skæruliðunum eins og þjóðhetjur eru hylltar fyrir unnin afrek. Gislunum, sem skæruliðarnir tóku i Þjóöarhöllinni, var sleppt öllum heilum á húfi. 1 ljós er komiö, að skæruliöarnir höfðu um tima rúmt eitt þúsund manna og kvenna á sinu valdi i höllinni. Undir lokin héldu þeir eftir um 40 þingmönnum og einum ráðherra, meðan samningar voru leiddir til lykta. Somoza forseti skýrði blaða- mönnum. frá þvi eftir brottför skæruliðanna, aö hann hefði ekki viljað láta þjóðvarðliðið gera árás á skæruliðana af ótta við að hundruð saklausra manna kynnu að verða drepin. 1 sumar og siðasta vetur hefur verið ákaft lagt aö Somoza aö ' vikja úr forsetastóli, eftir aö einn aöaltalsmaður stjórnarandstöð- unnar, Joaquin Chamorro, var myrtur. Somoza-fjölskyldan hef- ur rikt i Nicaragua i 40 ár, og þyk- ir hafa verið mjög spillt. Somoza sakaði Kúbu um að hafa staöið aö baki árásinni, og segir, að Sandinistarnir séu kommúnistar, sem hafi fengiö vopn sin frá Costa Rica. Hann segist hafa veriö neyddur til að verða við kröfum skæruliö- anna til þess að bjarga lifum gisl- anna. Lét hann birta fyrir þá yfirlýsingar þeirra, sleppti 59 pólitiskum föngum og greiddi hálfa milljón dollara. Skæruliðarnir hafa leitað hælis sem pólitiskir flóttamenn I Panama, og hafa yfirvöld þar beiðni þeirra til yfirvegunar. Gasleki í eld- flauga- stöð Banvænt gas, sem þegar hefur kostað einn mann lifið og lagt sex aðra inn á sjúkrahús, lak enn út i andrúmsloft ið i morgun, eftir að það slapp út um bilaðan krana i eldflaugarskot- stöð 50 km frá Kansas i gær. Gasið, sem heitir nitrogen tetraxið, smýgur i gegnum hörundiö inn i vefi likamans og veldur bruna. Slysið varð I skotstöð eins af Titan Il-kjarnorkuoddaeldflaug- um Bandarikjamanna. Voru starfsmenn stöðvarinnar að ferma eldflaugina gasi, þegar lek inn kom upp. Þegar ljóst varð, hvað átti hafði sér stað, voru gerðar ráðstafanir til að bægja Ibúum nágrennisins frá hættunni, og um 150 þeirra urðu að gista fjarri heimilum sinum i nótt vegna hættunnar á gaseitrun. AMfRlSM Bómmo Úrval nýrra bóka Uppsláttarrita Tímarita Myndsegulbanda Opið alla virka daga frá kl. 13.00 — 19.00 íTlenningQr/tofnun| BondorikjQnnQ fle/hogi 16, Reykjouik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.