Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 25. ágúst 1978 VISIR
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjóri: DaviA Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálssonábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónssor
Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Otlitog hönnun: Jón Óskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 100
eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f.
Gerum nú eitthvað
í verðlagsmálum
Niðurstöður norrænnar könnunar á innflutningsverði
ýmissa vörutegunda/ sem verðlagsstjóri hefur birt, hafa
vakið mikla athygli, og jafnframt ýmsar spurningar.
Verðlagskönnunin var unnin að frumkvæði Georgs
Ólafssonar, verðlagsstjóra, og eru niðurstöður hennar
þær, að innkaupsverðá vörum, sem f luttar eru hingað til
lands, er um 21-27% hærra en það verð, sem hinar
Norðurlandaþjóðirnar greiða fyrir sömu vörutegundir í
innkaupi. Könnunin náði til milli 30 og 40 vörutegunda og
er Ijóst af henni að innkaup íslenskra innflytjenda eru
um fjórðungi óhagstæðari en innkaup starfsbræðra
þeirra í nágrannalöndunum.
Eðlilegt er að leitað sé skýringa á þessum mismun, og
er nærtækast að kenna ströngu og lítt sveigjanlegu verð-
lagskerfi hérlendis um.
Enginn vaf i er á því að verðlagskerf ið hér á landi hef-
ur í mörgum tilvikum beinlínis hvatt innflytjendur til
þess að gera sem óhagkvæmust innkaup. Þannig hafa
þeir getað bætt sér upp lága álagningu. Þá bendir margt
til þess að óeðlilega há umboðslaun séu tekin erlendis af
ýmsum vörum.
Jón Magnússon, formaður Félags íslenskra stór-
kaupmanna sagði í samtali við Vísi í gær, að könnunin
sannaði það, sem stórkaupmenn hefðu lengi haldið
fram, að þau verðlagsákvæði, sem við hefðum búið við,
hefðu gengið sér til húðar. Þau beinlínis verðlaunuðu þá
sem gerðu óhagstæðustu innkaupin.
Þótt niðurstöður könnunar verðlagsyfirvalda sýni að
innkaupsverð varanna sé fjórðungi hærra hér en í
nágrannalöndunum, er rétt að menn geri sér grein fyrir
því að ofan á það bætast aðf lutningsgjöld, vörugjald og
f leira sem miðast við prósentur af innkaupsverðinu.
Mjög mikilvægt er því að reynt verði með öllu móti að
lækka innkaupsverðið og „verðlauna" þá, sem tekst að
koma því lengst niður Með því móti þyrfti ekki að binda
jaf n mikinn gjaldeyri í innf lutningi fyrir þjóðina og hag-
stæð innkaup koma neytendum til góða.
Nauðsynlegt er að kanna vandlega hvort grunsemdir
verðlagsstjóra um hugsanlega spillingu, sem beinlínis
megi rekja til verðlagsfyrirkomulagsins, séu á rökum
reistar, og einnig þarf aðgera gangskör að breytingum á
þessu gamla og úrelta verðlagskerf i til þess að stuðla að
heilbrigðum viðskiptaháttum ísambandi við innflutning.
„Þetta mál verður auðvitað kannað af hverjum þeim,
sem fer með viðskiptamál í næstu ríkisstjórn", sagði
Olafur Jóhannesson, viðskiptaráðherrajsamtali við Vísi
um þessi mál í gær.
Það er vonandi að verðlagsmálin og þó sérstaklega
vöruinnkaupin erlendis frá verði könnuð sem allra fyrst
— en heldur þykir Vísi ótrúlegt, að verulegt átak verði
gert í þessum efnum alveg á næstunni.
Ástæðan fyrir vantrú blaðsins er sú, að nærri tvö ár
eru liðin f rá því að verðlagsstjóri kynnti hliðstæða verð-
könnun, sem gerð hafði verið í Englandi. Þar kom f ram,
að verðið til islenskra innflytjenda er 15-20% hærra en
innkaupsverð ákveðinnar vörutegundar.
Sú könnun vakti athygli, og efuðust menn ekki um að
eitthvað yrði gert raunhæft í málinu, en allt situr við það
sama.
Nú er nýtt tækifæri til þess að fara ofan í þessi mál,
komast að niðurstöðu og gera breytingar á verðlagslög-
gjöfinni í samræmi við hana. íslenskir neytendur eiga
heimtingu á að niðurstöður verðlagsstjóra verði notaðar
til þess að ryðja nýjum verðlagsákvæðum braut.
MATTHIAS BJARNASON, SJAVARUTVEGS-
Ekki var annaö aö sjá i gærkveldi en sú þjónusta VIsis aö gefa
lesendum kost á aö ná beinu sambandi viö framámenn þjóöarinnar
mæltist vei fyrir. Svo margt bar á góma I simtölunum viö Matthias
Bjarnason, aö ekki er hægt aö gera þvi öilu skil I VIsi I dag. Siöari
hiuti efnisins veröur birtur I Helgarblaöi Visis á morgun.
Bœtur og
tekjur
öryrkja
Unnur Guðmundsdóttir hringdi
og var óánægð með það aö hún,
sem væri 75% öryrki.fengi að-
eins 50% öryrkjabætur.
Matthias benti henni á þaö aö ■
hún gæti leitaö til trygginga-
ráös, ef hún teldi, aö örorku-
matiö væri rangt.
Hún kvartaöi einnig yfir þvi
aö hún hefði þurft aö afhenda
skattaskýrslu áöur en örorku-
mat fór fram.
Svar Matthiasar var á þá leiö
aö samkvæmt lögum um al-
mannatryggingar bæri að miða
örorkumatið við þaö, hvort við-
komandi hefði ákveðnar tekjur.
1 þvi sambandi væri miöað viö
meðaltekjur I viökomandi
starfsgrein.
„Fólk sem hefur allt aö þvi
eölileg laun eins og þaö væri
heilbrigt, þó þaö hafi skerta
likamsorku. Þaö fær auövitaö
ekki örorkubætur úr trygging-
unum. Löggjafinn setur þessi
lög á sinum tima meö það i huga
að þetta sé trygging fyrir þá,
sem veröa veikir eöa öryrkjar
og þurfa á styrk eða fjármagni
að halda til að geta lifað eölilegu
lifi eins og heilbrigt fólk krefst.
Þetta er ekki hugsuö sem
greiðsla til þeirra, sem hafa
nægilegar tekjur.
Unnur kvaöst engar tekjur
hafa, en þær heföi aftur á móti
maki sinn.
Matthias benti henni þá á, að
ef þau heföu sameiginlegan
fjárhag væri einnig tekiö tillit til
tekna maka. —BA
HVERJIR ERU
GROÐAPUNGAR?
Matthías spurður nánar um ummœli sín um þá
sem „sviku" Sjálfstœðisflokkinn i síðustu kosningum
Einar Jónsson vitnaði til þess
I slmtali i gærkveldi viö
Matthias Bjarnason, aö haft
hefði veriö eftir ráöherranum
eftir bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar aö það heföu verið
einhverjir gróöapúkar sem
hefðu svikið Sjáifstæðisflokk-
inn. Kvaöst hann viija spyrja
ráöherrann aö þvi hvort þaö
Dalvíkur-
i ••
miðar hœgt
„Vib höfum ekki með fram-
kvæmdir að gera I heilbrigöis-
málaráöuneytinu, heldur sjáum
aðeins um hönnun og gerö til-
lagna um fjárframlög” svaraöi
Matthias spurningu Sveinbjarn-
ar Steingrimssonar á Dalvik
um, hvernig á þvi stæöi, aö ekki
hefði veriö unniö að neinum
framkvæmdum viö heilsu-
gæslustöð Dalvikinga, sem nú
væri fokheld, siðan 1976.
„Akveðin deild innan
Innkaupastofnunar rikisins
hefur meö framkvæmdirnar aö
gera, og þvi geti ég ekki sagt til
um, hvernig á þessu stendur.
Mér hefur ekki borist nein kvör-
tún vegna framkvæmdaleysis
við þessa heilsugæslustöð”.
—AHO.
heföu verið sams konar púkar
sem sviku Sjálfstæðisflokkinn á
Vestfjörðum i Alþingiskosning-
unum?
„Þar sviku þeir ekki”, svar-
aði ráðherrann.
„Hvaða púkar sviku þá þar?”
spuröi Einar.
„Það sviku engir púkar þar”,
fullyrti Matthías.
Var hrun?
„Hvernig stóð þá á fylgis-
hruni Sjálfstæöisflokksins á
Vestfjöröum?” spuröi Einar.
„Það var ekkert fylgishrun
þar, besta útkoman á landinu
var þar,” svaraöi Matthias.
„Það var hrun fyrir þaö, engu
að siður”, hélt Einar áfram.
„Nei, þaö var ekkert hrun”,
svaraði Matthias
„Minnsta kosti töpuðuö þið
einum manni”, sagöi Einar.
„Við töpuðum engum manni.
Viö áttum tvo kjördæma
kosna”.
,,En þið töpuðuö uppbótar-
manni, var þaö ekki?”
„Ja, uppbótarmennirnir fara
sitt á hvaö, veistu þaö ekki.maö-
ur, aö einn flokkur getur tapað
öllum sinum uppbótarþing-
mönnum?”
„Fenguö þiö ekki minna
atkvæðamagn?”
„Við fengum aðeins minna”.
Alveg sama hvar þeir
eru
Einar kvaöst hafa viljað
heyra í Matthiasi af þvi hann
heföi aldrei trúaö þvi upp á hann
aö viðhafa þessi ummæli um
Reykvikinga.
,,Um Reykvikinga? Ég sagði
þetta bara almennt um þá
menn, sem ekki sjá annað en
sina eigin pyngju og taka ekki
mið af öðrum i þjóöfélaginu. Þá
kallaði ég gróöapungaog þaö er
alveg sama hvar þeir eru bú-
settir”, áréttaöi Matthias.
„Hefurðu trú á þvi að Sjálf-
stæöisflokkurinn byggi afkomu
sina á svona mönnum I Reykja-
vik?”
„Nei, þaö hef ég ekki. Hann
byggir afkomu sina á traustu
fólki, sem hefur fylgt honum i
gegnum þykkt og þunnt”.
—BA—
Vonbrigði með lög um fromleiðslueftirlit
„Hafa lögin um framleiðslu-
eftirlit sjávarafuröa náö þeim
tilgangi, sem þú ætlaöist til, af
þeim?” spuröi Skjöldur
Þorgrimsson.
„Það er erfitt aö svara þess-
ari spurningu I stuttu máli, hins
vegar get ég sagt það að ég hef
orðið fyrir vornbrigöum i mörgu
meö þessi lög.
„Þetta nægir mér”, sagöi
spyrjandinn og þakkabi fyrir.
—KP.
TUGIR LtSENDA VISIS NOTUÐU Stl