Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 3
3
visœ Föstudagur 25. ágúst 1978
Hesthúsabyggðin i Viðidal stœkkuð:
Rými fyrir 320
hesta í viðbót
Borgarráð hefur samþykkt að
kaupa iand úr eignalandi Seláss
til þess að stækka megi hesthúsa-
byggðina i Viðidal.
Landið sem ætlunin er að kaupa
er rúmlega tólf þúsund fermetrar
að stærð og verður hægt að koma
þar fyrir tiu hesthúsalengjum.
Fæst þar pláss fyrir 320 hesta. Að
sögn Jóns Kristjánssonar, skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings
hefúr borgarráð veitt honum
heimild til að auglýsa eftir um-
sóknum um hesthúsalóðir á þessu
svæði og veröur þaö liklega gert
.snemma i næstu viku. Gert er
ráðfyrir, aðlóðum verði úthlutað
nú á þessu ári. —AHO
Flugdagurinn í Reykjavik
Um 50 til 60 flugvélar
taka þótt í sýningunni
Ein stærsta flugsýning sem
hér hefur veriö haldin veröur á
laugardag á Reykjavikurflug-
velli i tilefni Flugdagsins. Milli
50 og 60 flugvéiar munu taka
þátt i sýningunni sem stendur
frá kl. 14 til lkl. 18.
Aöur endagskráin hefstmunu
15 einkaflugvélar fara i hópflug
yfir borgina. Þá munu tvær
Douglas Dakota vélar eða Þrist-
ar fljúga yfir svæðið en önnur
þeirra er frá Danska flughern-
um. Þrjár Evrópuþjóðir munu
leggja sýningunni lið með því að
senda hingað flugvélar. Vest-
Transall C-160 og Norðmenn
munu senda vél af gerðinni
Orion.
Breskur listflugmaður Tony
Bianchi kemur sérstaklega til
að sýna listflug á nýrri vél af
gerðinni Cap 10, en hún er í eigu
nokkurra Islendinga. Kafbáta-
eftirlitsflugvélar munu fljúga
yfir svæðið, frá norska flug-
hernum og einnig frá Varnar-
liðinu
Þá mun Björgunarsveit frá
Kefla vikurf lugvelli sýna
hvernig þyrla tekur eldsneyti á
flugi. Tvær Lockheed T-33A
æfingarþotur munu sýna
fylkingarflug og aöflug.
Þá munu félagar úr Fall-
hlifarklúbbi Reykjavlkur sýna
fallhlifarstökk og einnig munu
félagar úr Svifflugfélagi
Reykjavikur sýna svifflug.
Þotur Flugleiða og Arnarflugs
munu einnig fljúga yfir svæöiö
eftir þvl sem áætlanir þeirra
leifa.
Hátalarakerfi verður sett upp
I gamla flugturninum og verða
sýningaratriði skýrð jafnóðum.
Sölutjöld verða á svæðinu þar
sem menn geta fengiö sér ýmis-
legt góögæti.
Hver aögöngumiði gildir
einnig sem happdrættismiði.
Dregið veröur út númer á hálf-
tima fresti og er vinningurinn
flugferö yfir Reykjavík.
—KP
TF Tog mun draga á ioft tvær svifflugur I einu á sýningunni. Sýningargestir eiga þess kost aö
skoöa fjölmargar flugvélar sem veröa á Reykjavikurflugvelii á Flugdaginn.
Já nú bjódum vid 5 mismunandi geróir af NAZDA 323
eiginleika og frábæra plássnýfingu.
Nú bjóðum við 1979 árgerð af Mazda 323 í
5 mismunandi gerðum. Flestar gerðirnar
Mikið úrval Mazda 323 auðveldar hverj-
um og einum að finna gerð við sitt hæfi
323 5 dyra
1415cc 5 gíra
323 3 dyra
1415cc 5 gíra
323 SP 3 dyra
1415cc 5 gíra
323 5 dyra station
1415cc 4 gíra
• B/LABORG HF.
323 3 dyra Economy
SMIDSHÖFDA 23 sfmar: 81264 og 81299
Frá því að Mazda 323 var kynntur árið
1977 hefur hann verið einn vinsælasti bíll-
inn á markaðnum í sínum stærðarflokki,
rómaður fyrir sparneytni, góða aksturs-
eru nú með stærri og aflmeiri 1400cc vél,
og 5 gíra kassa, sem er svar Mazda við
hækkandi bensínverði. Ennfremur eru
allar gerðir fáanlegar með sjálfskiptingu.
Einn af þeim hentar þér örugglega.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum
okkar í símum 81264 og 81299.