Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 6
c Föstudagur 25. ágúst 1978 vism Umsjón Guðmundur Pétursson' D TÍMARNIR TVENNIR í SAMSKIPTUM KÍNA OG JÚGÓ5LAVÍU Hinar hjartnæmu móttökur, sem Hua Kuo-feng, leiötogi kln- verskra kommúnista, hefur hlotiö I Júgóslaviu, koma mönnum til þess aö minnast timanna tvenna i samskiptum Kina og þessa hluta Balkanskagans. Myndir af Hua og Tltó I faöm- lögum hljótaaöhafa vakiöundar- legar kenndir hjá mörgum Kfn- verjum, sem minnast þess, aö Tltóog kommúnistaflokkur Júgó- slaviu var fordæmdur i Peking fyrir endurskoðunarstefnu, sem á siöustu árum Maos og menningarbyltingarinnar var eitt af verri skammaryröum I orða- bók réttlinu kommúnista. Og Hua velur sér tima til þess að heimsækja RUmeníu og Júgó- sslaviu réttmánuði eftir, að Kina kippti aö sér hendinni við Albaniu og hætti allri efnahagsaðstoð við þennan sinn fyrri trygga fylgi- svein. Kali klnverskra kommúnista i garð Titó marksálks og JUgó- salviu verður rakinn alla leið aftur áöurenlýstvar yfir stofnun kinverkska Alþyðulýðveldisins. Klnverski kommUnistaflokkurinn studdi þá eindregið Stalin, þegar Júgósaviu var vikiö brott Ur Cominform árið 1948. Eftir fráfall Stalins tók Krúsjeff þessa fyrri afstöðu til endurskoðunar og um leiö breytti öll Austur-Evrópa viðmóti slnu til Júgóslaviu. Þaö gerði Kína lika, að minnsta kosti I oröi. Tekin voru upp diplómatísk tegsl milli landanna I desember 1954, og á eftir fylgdu viðskipta- leg, menningarleg og pólitisk samskipti. A ytra borðinu var allt slétt og fellt, en fljótlega áttu eftir aö falia hrukkur á. Þegar Peking fiutti sina fyrstu predikun yfir vegvillt- um kommúnistum 1956, var bent á ýmsa galla meöal annars hjá félaga Tltó. Ari síðar var jUgó- slavnesk sendinefnd i heimsókn i Klna, og fannst fulltrúunum lítið til um móttökurnar, sem þeim fannst svo kuldalegar, að stapp- aöi næst ókurteisi. Einn þeirra minntist þess síðar, að eftir nokkurra mlnútna orðaskipti varð ekki togað orö meir upp Ur KJORGARÐI LAUGAVEGI 59 SÍMI: 16975-18580 Nýkemnar Verð kr. 176.000- DANSKAR hillusamstœður og flísalögð sófaborð á mjög hagstœðu verði Semfvm i póstkröfu Hua og Tító í faðmlögum, en sú var tíðin/ að Tító var í augum Peking ,,endurskoðunarsinni". Teng Hsiano-ping, sem þá baöaöi sig I valdasól ChouEn-lais, og var ekki fallin i ónáð. Annar minnist þess, að hann vildi færa I tal viö Chou En-lai — forsætisráðherra aivarlegustu ágreiningsmálin, en fékk þaö kuldasvar, að það væri ekki þess viröi, aö eyða á það orö- um. Þannig var sem sé „endurskoð- unarsinnum” haldið i hæfilegri fjarlægð og sýnt viðeigandi tóm- læti, þegar best lét, og sendar skammardembur undir rós, þeg- ar öðruvi'si á lá. Svo kom að þvi, aö Kínverjar fundu miklu alvar- legriágalla i Sovétrikjunum, eftir þvi sem afneitun Stalínismans varð ofan á I Moskvu. Þá féll hin hugumprúöa litla Albanla i ónáð Kremlherranna. Upp úr þvi upp- götvuðu Kinverjar, að Albania væri sannasta heimili ómengaös kommUnisma i allri Austur-Evrópu. Andúö Albaniu á Júgóslavfu gekk upp I þessu dæmi. En eftir þvi sem klofningur Moskvu og Peking varð dýpri, fjarlægöist . Júgóslavia mynd- ina. Siöan kom 1968 og Tékkóslóva- kia (og takið eftir þvi, að heim- sókn Hua til Rúmeniu og Júgó- slaviu sem fylgja sömu sjálfstæðu þjóðernisstefnunni og Tékkó- slóvakla var komin inn á ber upp á 10 ára afmæli innrásarinar i Prag). Þjóðernisstefna Maos komst á suöumark. Hvar voru hinir brynjuöu riddarar sem þorðu að taka afstöðu gegn á- troðslustefnu Sovétstjórnar- innar? Céausescu forseti Rúm- enfu var einn. Tító forseti annar. Slikt bar aö lofsama og brá þaðan i frá fyrir allt öðrum tóni hjá Pekingstjórn i garð Titós og Jú- góslóvakiu, en áður hafði kveðið við. Fijótlega tók að blása af allt annarri átt. Þegar Mao formaður bauö erkitákn auövalds- og heimsvaldastefnunnar, sjálfan Nixon Bandarikjaforseta, vel- kominn til Peking, svelgdist Albaniu á. Mao-dýrkunin dvinaði ört í Tirana, og reyndar annars- staðar. Það haggaði þó ekki Pek- ing, sem kappkostaöi aö tryggja vináttu við þau kommúnistarlki, sem ekki létu Moskvu segja sér fyrir verkum. Ef ekki tókst nógu fljótt aö skapi Peking að efla tengslin við Júgóslavíu, þá var það einungis vegna þess, að Titó neitaði að koma I opinbera heimsókn til Peking meðan Mao væri llfs. Jafnskjótt og Mao hvarf af sjónarsviöinu hröðuöu opinber- ar sendinefndir, skipaðar mikil- vægum mönnum, sér frá Peking til Belgrade aö árétta viö Tltó ein- lægan vinarhug kinversku þjóðarinnar. 1 tilheyrandi þjóðernistón vartilkynnt, að „hin hrausta júgóslavneska þjóð undir forystu Titó forseta hefði náð merkilegum árangri i uppbygg- ingu sinnar fósturjarðar”. Svo að fyrir ári eða i ágúst i fyrra hélt Titó i opinbera heimsókn til Pek- ing þar sem hann fékk glæsilegri móttökur og var sýnd meiri virð- ing en nokkrum öörum leiðtoga hafði hlotnast. Fleira liggur þó að baki þvi að Hua endurgeldur Tító heimsókn- ina, en rétt það að sýna samstöðu með þeim sem sjálfstæöastir eru gagnvart Sovétstjórninni. Núna eftir að ró er farin að færast yfir innanlandsmál Kfna eftir hreins- anir á spillingaröflum, sem fylgdu „fjórmenningaklikunni”, leggja þeir Hua og Teng áherslu á uppbyggingu atvinnulifsins og sérilagi endurskipulangingu iön- aðarins, sem meira og minna gekk allur úr lagi, þegar menningarbyltingin vildi flæma sem flesta út til sveita I land- búnaðarstörfin. Kinverjum riður nú á tækni- og verkþekkingu þróaöri iðnrikja, og hafa I fyrsta sinn sent hópa námsmanna til náms erlendis til þess aö tileinka sér tækni þeirra, sem lengra eru komnir. Heilar nefndir hafa veriö sendar I heim- sóknir i' verksmiöjur erlendis i samskonar skyni. Á skipulagningu skoðunarferða Hua um Rúmeniu og Júgóslaviu er auðséð, hvað hjartanu er næst. Það er einkum þungaiðnaðurinn, sem hann skoðar, og eins og þau ráð, sem Júgóslavar hafa gripið til lausnar landbúnaöarvanda- málum sinum, án þess að taka upp samyrkubúskap. Kunngert hefur veriö, að i heimsókninni i Rúmeniu hafi veriö undirritaðir samningar milli landanna um gagnkvæma samvinnu á sviöi efnahags- og tæknimála, og vitaö er, að þaö er hið siöara, sem Kinverjar vænta sér mest af. I Júgósalviu hefur Hua sýnt mestan áhuga framkvæmda- stjórn fyrirtækja, sem er ólikt ó: háðari þvi opinbera, en gengur og gerist i kommúnistarikjum. Kemur þaö mönnum til þess að velta vöngum yfir þvi, hvortþessi sinnaskipti Peking i afstöðunni til Júgóslaviu eigi eftir að enda I þvi hámarki, aö Kina taki sér Júgó- slavíu til fyrirmyndar. ööruvisi mönnum þá áður brá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.