Vísir - 18.09.1978, Síða 4

Vísir - 18.09.1978, Síða 4
Mánudagur 18. september 1978 VISIR r OFSTYRÐUR VANSTÝRÐUR SMURSTOÐIN Hafnarstrœti 23 er í hjarta borgarinnar Smyrjum og geymum bílinn á meðan þér eruð að versla til MAZDA éigenda Bílaborg hf býður þjónustu þeim, sem hyggjast selja notaðar Mazda bifreiðar. LAGFÆRINGAR — ÁBYRGÐ Allar notaðar Mazda bifreiðar, sem teknar eru til sölu í sýningarsal okkar, eru yfirfarnar gaumgæfilega á verkstæði okkar, og eru lag- færingar gerðar, ef þurfa þykir. Ábyrgðarskír- teini sem staðfestir það að bifreiðin sé í full- komnu lagi, er síðan gefið út gegn vægu gjaldi. TRYGGING Seljandi veit, að bifreið hans er í góðu ástandi, þegar hún er seld. Bílaborg hf veitir kaupanda 3—6 mánaða ábyrgð og seljandi er tryggður fyrir hugsanlegum bótakröfum, ef leyndir gallar, sem honum var ekki kunnugt um finnast i bifreiðinni. MAZDA EIGENDUR! Ef þið eruð i söluhugleiðingum, þá komið með bílinn til okkar. Enginn býður Mazda þjónustu og öryggi nema við. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299 Tvöeru þau hugtök sem oft hef- ur veriö minnst á i þessum þátt- um og sifellt eru nefnd í erlendum bílablöðum en það eru hugtökin yfirstýrður < oversteered) og undirstýröur (understeered). En hvað þýða þessi hugtök? t stuttu máli hvernig billinn leitar i krappri beygju. Byrji framendinn að skríða út fyrst, leitar billinn út Urbeygjunni, leit- ast við að taka minni beygju en ökumaðurinn ætlast til, þannig, að ökumaðurinn verður að leggja betur á stýrið ef hann ætlar að ná beygjunni. Þá heitir það á fag- málinu, að blllinn sé undirstýröur (understeered), sem væri réttar þýtt vanstýrður, þ.e. beygir minna en ætlast er til. Þetta sést vel á myndinni af rall-Saabinum hér á síðunni. Ef til vill væri rétt að kalla þetta, aö billinn sé fram- skreiður, þ.e. skriður til að fram- an, en það nægir þó vart, þvi að tilhneiging bilsins tilþess að taka minnibeygju en bílstjörinn ætlast til getur byrjað áður en framhjól- in taka að skríða til. Ofstýrður: slær út aftur- endanum Svo er það hið gagnstæða yfir- stýrður bill (oversteered). A slik- um bfl leitast billinn við að taka krappari beygju en ökumaðurinn ætlast til, þegar hratt er ekið i beygju og þegar hjólin taka að skrika skrikar afturendinn út á undan. Gott dæmi um þetta sést á myndinni af rall-Escortinum hér á siðunni. Bilstjórinn neyðist til þess að slá af á stýrinu eöa jafnvel beygja á móti skrikinu á afturendanum, til þess að forðast það að billinn skriki i hring og jafnvel velti. Hér eftir verður þessi eiginleiki kallaður þvi nafni að viðkomandi bill sé ofstýrður, og hið gagn- stæða að bíll sé vanstýrður hér á bilasiðunnia.m.k.þartil betriorð finnast. Sýnist mér það skárri is- lenska en yfirstýrður og undir- stýrður. (Yfir og undir hvað?) Hvort er betra? Hvort er betra að bill sé of- stýrður eöa vanstýrður? Hvað snertir hinn venjulega ökumann er svariö ákveðið: vanstýrður. Astæöan er sú, að ofstýrður bill þar sem afturendinn leitar út get- ur komið mönnum á óvart og meiri leikni þarf til þess að Hvoð er nú það? Hvort er betra? bregðast rétt við, þvi að það er ekki rökrétt við fyrstu umhugsun að þurfa að snúa stýrinu jafnvel á móti beygjunni sem ætlunin er að taka, til þess að rétta bilinn af. A sumum bilum, einkanlega þeim, sem hafa vélina aftur i og eru þar af leiðandi afturþungir þykir þaö hættulegt ef þeir eru of- stýröir, sem þeir oftast eru. Til þess að ráða bót á þessu hafa framleiðendur slikra bila reynt ýmis ráö,haft tvo hjöruliði á hvor- um driföxli að aftan til þess að hjólin leituöu siður undir bilinn og hann yrði innskeifur i kröppum beygjum. A Hillman Imp var mælt með aðeins 16 punda þrýst- ingi i frambörðum én 30 punda þrýstingi i afturböröum, svo að framhjólin skrikuðu áður en afturhjólin runnu til og t.d. Fiat 126 og Simca 1000 hefur bilið milli hjóla veriö breikkaö að aftan og bQlinn lækkaöur til þess að minni legur eiginleiki i rallakstri þvi að æfður bilstjóri getur auðveldlega stjórnað eiginleikum bilsins með bensingjöf og stýri einu saman. Með æfingu má fá fleiri gerðir af framhjóladrifnum bilum til þess að sýna blöndu af stýris- eiginleikum, jafnvel Simca 1100, sem er ákveðið vanstýrður en enguaðsiðurerhægt aðfáaftur- endann til að skrika fyrst á malarvegi með sérstakri með- höndlun. Þegar bilar eru mjög aflmiklir, geta æfðir ökumenn leikið sér aö þvi að hafa þá of- eða vanstýrða eftir óskum með þvi að nota ben- singjöfina, þvi að drifhjólin skrika til viö inngjöf. Þetta á einkum við afturdrifna bila, t.d. þá, sem hafa vélina að framan og eru þvi vanstýrðir að upplagi. Þetta sést vel á rall-Escortinum á myndinni þar er greinilega gefið i, svo að billinn skrikar að aftan. Ford Escort: Ofstýrður, afturendinn leitar út hætta væri á að afturhjólin böggluðust undir bilinn i of krappri beygju. öryggiskröfur nútimans hafa minnkaö umburðarlyndi gagn- vart dyntum og hrekkjum sem bQar luma á og helst á billinn aldrei að koma ökumanninum á óvart, á hverju sem dynur. En þaö gera ofetýrðir bilar. Framhjóladrifnir bilar eru yfirleitt vanstýrðir og yfirleitt bQar san eru þyngri að framan en aftan. Þó eru undantekningar frá þessu, þar sem um er að ræöa blöndu af stýriseiginleikum. Þannig er Austin Mini vanstýrður i fyrstu i of krappri beygju, og byr jar fyrst aö sláiða til að fram- an e n s é sle gið a f og bey gj an tekin enn krappari, verður hann oft skyndilega ofetýrður og skriður hraðar út að aftan. Svipað gildir um BMW 320. Mjög skemmti- Venjulegur Escort er alla jafna vanstýrður eðaa.m.k. hlutlaus. A sama hátt má varna þvi að aftur- endi á framdrifnum bil skriði út fyrr en framendinn með þvi að gefa I, svo aö f ramhjólin fari lika að skrika og billinn verði van- stýrður á ný. (Sbr. Mini-inn og Simcuna sem gátu verið ofetýrðir undir vissum kringumstæðum) Rallökumenn nota ýmsar fleiri kúnstir til þess að leika sér að stýriseiginleikum eða öllu heldur skriðeiginleikum bila sinna t.d. meðhemlun, mismunandi fjaðra- útbúnaði og ýmiskonar samspili stýringar, inngjafar.hemlunar og fjaðursveiflu bflsins. En sem sagt: Ofstýrður bill = afturskreiður, billinn beygir meira en ökumaðurinn ætlast til. Vanstýrður bill = framskreiður, bölinn beygir minna en öku- maður ætlast til. SAAB: Vanstýröur, framendinn skrikar fyrst til. mmmmmmi^m

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.